Gerum þetta almennilega Drífa Snædal skrifar 4. júní 2021 14:31 Með hækkandi sól, fleiri bólusetningum og fjölgun ferðamanna lyftist brúnin á landanum og atvinnulífið tekur við sér. Það er einstaklega ánægjulegt að frétta af sífellt fleirum sem fá vinnu eftir langan tíma í atvinnuleit enda gerir það enginn að gamni sínu að draga fram lífið á bótum sem eru einungis hluti af lægstu launum. Það er óbærilegt fyrir fólk sem hefur leitað vinnu um langt skeið að sitja undir umræðu um að fólk nenni ekki að vinna. Í því felst mikil vanvirðing. Slík umræða kemur þó ekki fram af tilviljun einni saman heldur er hún liður í áróðri sem miðar að því að skerða bætur og neyða atvinnulaust fólk til að taka hvaða vinnu sem er, með öðrum orðum að svelta fólk út á óviðunandi vinnumarkað. Til eru atvinnurekendur sem telja sig hagnast á slíku kerfi og geta með þeim hætti fengið aðgang að ódýrara vinnuafli en ella. En þetta er mikil skammsýni. Ástæða þess að fólk tekur ekki vinnu geta verið margvíslegar, þar má nefna staðsetningu, vinnutíma, álag, öryggi og fjölskylduaðstæður. Það er engum greiði gerður með því að vanda ekki til ráðninga, hvorki atvinnuleitendum né atvinnurekendum. Enda kemur í ljós að almennilegir atvinnurekendur sem vanda til verka, bjóða störf við sæmileg skilyrði, eiga ekki í neinum vandræðum með að fá fólk til starfa. Í fyrra gaf ASÍ út áherslur um endurreisn ferðaþjónustunnar þar sem krafist var að tíminn væri nýttur þannig að hægt væri að vanda til verka þegar ferðaþjónustan tæki við sér. Þar var hvatning til að auka menntun starfsfólks í greininni, uppræta brotastarfsemi í ferðaþjónustu og til að ná sátt um að greidd skuli sanngjörn laun fyrir störf í greininni. Enda á starfsemin að einkennast af fagmennsku og góðri upplifun þeirra sem sækja landið heim. Í stefnumótun stjórnvalda er hins vegar nánast aldrei vikið að starfsfólki í ferðaþjónustu og kallaði ASÍ eftir því að þar yrði gerð bragarbót á þegar í stað. Því miður var tíminn ekki nýttur sem skyldi og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af aukinni gerviverktöku, lægri launum og minni réttindum á ákveðnum sviðum. Skýrustu dæmin sjáum við í fordæmalausri framgöngu Play í tengslum við kjarasamninga og öðrum tilraunum til sniðgöngu á stéttarfélögum og þeim réttindum sem áunnist hafa síðustu áratugi með baráttu vinnandi fólks. Ef við endurreisum ekki ferðaþjónustuna almennilega, virðum leikreglur vinnumarkaðarins og sýnum virðingu þá töpum við öll til lengri tíma. Gerum þetta vel! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Með hækkandi sól, fleiri bólusetningum og fjölgun ferðamanna lyftist brúnin á landanum og atvinnulífið tekur við sér. Það er einstaklega ánægjulegt að frétta af sífellt fleirum sem fá vinnu eftir langan tíma í atvinnuleit enda gerir það enginn að gamni sínu að draga fram lífið á bótum sem eru einungis hluti af lægstu launum. Það er óbærilegt fyrir fólk sem hefur leitað vinnu um langt skeið að sitja undir umræðu um að fólk nenni ekki að vinna. Í því felst mikil vanvirðing. Slík umræða kemur þó ekki fram af tilviljun einni saman heldur er hún liður í áróðri sem miðar að því að skerða bætur og neyða atvinnulaust fólk til að taka hvaða vinnu sem er, með öðrum orðum að svelta fólk út á óviðunandi vinnumarkað. Til eru atvinnurekendur sem telja sig hagnast á slíku kerfi og geta með þeim hætti fengið aðgang að ódýrara vinnuafli en ella. En þetta er mikil skammsýni. Ástæða þess að fólk tekur ekki vinnu geta verið margvíslegar, þar má nefna staðsetningu, vinnutíma, álag, öryggi og fjölskylduaðstæður. Það er engum greiði gerður með því að vanda ekki til ráðninga, hvorki atvinnuleitendum né atvinnurekendum. Enda kemur í ljós að almennilegir atvinnurekendur sem vanda til verka, bjóða störf við sæmileg skilyrði, eiga ekki í neinum vandræðum með að fá fólk til starfa. Í fyrra gaf ASÍ út áherslur um endurreisn ferðaþjónustunnar þar sem krafist var að tíminn væri nýttur þannig að hægt væri að vanda til verka þegar ferðaþjónustan tæki við sér. Þar var hvatning til að auka menntun starfsfólks í greininni, uppræta brotastarfsemi í ferðaþjónustu og til að ná sátt um að greidd skuli sanngjörn laun fyrir störf í greininni. Enda á starfsemin að einkennast af fagmennsku og góðri upplifun þeirra sem sækja landið heim. Í stefnumótun stjórnvalda er hins vegar nánast aldrei vikið að starfsfólki í ferðaþjónustu og kallaði ASÍ eftir því að þar yrði gerð bragarbót á þegar í stað. Því miður var tíminn ekki nýttur sem skyldi og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af aukinni gerviverktöku, lægri launum og minni réttindum á ákveðnum sviðum. Skýrustu dæmin sjáum við í fordæmalausri framgöngu Play í tengslum við kjarasamninga og öðrum tilraunum til sniðgöngu á stéttarfélögum og þeim réttindum sem áunnist hafa síðustu áratugi með baráttu vinnandi fólks. Ef við endurreisum ekki ferðaþjónustuna almennilega, virðum leikreglur vinnumarkaðarins og sýnum virðingu þá töpum við öll til lengri tíma. Gerum þetta vel! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun