Gerum þetta almennilega Drífa Snædal skrifar 4. júní 2021 14:31 Með hækkandi sól, fleiri bólusetningum og fjölgun ferðamanna lyftist brúnin á landanum og atvinnulífið tekur við sér. Það er einstaklega ánægjulegt að frétta af sífellt fleirum sem fá vinnu eftir langan tíma í atvinnuleit enda gerir það enginn að gamni sínu að draga fram lífið á bótum sem eru einungis hluti af lægstu launum. Það er óbærilegt fyrir fólk sem hefur leitað vinnu um langt skeið að sitja undir umræðu um að fólk nenni ekki að vinna. Í því felst mikil vanvirðing. Slík umræða kemur þó ekki fram af tilviljun einni saman heldur er hún liður í áróðri sem miðar að því að skerða bætur og neyða atvinnulaust fólk til að taka hvaða vinnu sem er, með öðrum orðum að svelta fólk út á óviðunandi vinnumarkað. Til eru atvinnurekendur sem telja sig hagnast á slíku kerfi og geta með þeim hætti fengið aðgang að ódýrara vinnuafli en ella. En þetta er mikil skammsýni. Ástæða þess að fólk tekur ekki vinnu geta verið margvíslegar, þar má nefna staðsetningu, vinnutíma, álag, öryggi og fjölskylduaðstæður. Það er engum greiði gerður með því að vanda ekki til ráðninga, hvorki atvinnuleitendum né atvinnurekendum. Enda kemur í ljós að almennilegir atvinnurekendur sem vanda til verka, bjóða störf við sæmileg skilyrði, eiga ekki í neinum vandræðum með að fá fólk til starfa. Í fyrra gaf ASÍ út áherslur um endurreisn ferðaþjónustunnar þar sem krafist var að tíminn væri nýttur þannig að hægt væri að vanda til verka þegar ferðaþjónustan tæki við sér. Þar var hvatning til að auka menntun starfsfólks í greininni, uppræta brotastarfsemi í ferðaþjónustu og til að ná sátt um að greidd skuli sanngjörn laun fyrir störf í greininni. Enda á starfsemin að einkennast af fagmennsku og góðri upplifun þeirra sem sækja landið heim. Í stefnumótun stjórnvalda er hins vegar nánast aldrei vikið að starfsfólki í ferðaþjónustu og kallaði ASÍ eftir því að þar yrði gerð bragarbót á þegar í stað. Því miður var tíminn ekki nýttur sem skyldi og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af aukinni gerviverktöku, lægri launum og minni réttindum á ákveðnum sviðum. Skýrustu dæmin sjáum við í fordæmalausri framgöngu Play í tengslum við kjarasamninga og öðrum tilraunum til sniðgöngu á stéttarfélögum og þeim réttindum sem áunnist hafa síðustu áratugi með baráttu vinnandi fólks. Ef við endurreisum ekki ferðaþjónustuna almennilega, virðum leikreglur vinnumarkaðarins og sýnum virðingu þá töpum við öll til lengri tíma. Gerum þetta vel! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Sjá meira
Með hækkandi sól, fleiri bólusetningum og fjölgun ferðamanna lyftist brúnin á landanum og atvinnulífið tekur við sér. Það er einstaklega ánægjulegt að frétta af sífellt fleirum sem fá vinnu eftir langan tíma í atvinnuleit enda gerir það enginn að gamni sínu að draga fram lífið á bótum sem eru einungis hluti af lægstu launum. Það er óbærilegt fyrir fólk sem hefur leitað vinnu um langt skeið að sitja undir umræðu um að fólk nenni ekki að vinna. Í því felst mikil vanvirðing. Slík umræða kemur þó ekki fram af tilviljun einni saman heldur er hún liður í áróðri sem miðar að því að skerða bætur og neyða atvinnulaust fólk til að taka hvaða vinnu sem er, með öðrum orðum að svelta fólk út á óviðunandi vinnumarkað. Til eru atvinnurekendur sem telja sig hagnast á slíku kerfi og geta með þeim hætti fengið aðgang að ódýrara vinnuafli en ella. En þetta er mikil skammsýni. Ástæða þess að fólk tekur ekki vinnu geta verið margvíslegar, þar má nefna staðsetningu, vinnutíma, álag, öryggi og fjölskylduaðstæður. Það er engum greiði gerður með því að vanda ekki til ráðninga, hvorki atvinnuleitendum né atvinnurekendum. Enda kemur í ljós að almennilegir atvinnurekendur sem vanda til verka, bjóða störf við sæmileg skilyrði, eiga ekki í neinum vandræðum með að fá fólk til starfa. Í fyrra gaf ASÍ út áherslur um endurreisn ferðaþjónustunnar þar sem krafist var að tíminn væri nýttur þannig að hægt væri að vanda til verka þegar ferðaþjónustan tæki við sér. Þar var hvatning til að auka menntun starfsfólks í greininni, uppræta brotastarfsemi í ferðaþjónustu og til að ná sátt um að greidd skuli sanngjörn laun fyrir störf í greininni. Enda á starfsemin að einkennast af fagmennsku og góðri upplifun þeirra sem sækja landið heim. Í stefnumótun stjórnvalda er hins vegar nánast aldrei vikið að starfsfólki í ferðaþjónustu og kallaði ASÍ eftir því að þar yrði gerð bragarbót á þegar í stað. Því miður var tíminn ekki nýttur sem skyldi og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af aukinni gerviverktöku, lægri launum og minni réttindum á ákveðnum sviðum. Skýrustu dæmin sjáum við í fordæmalausri framgöngu Play í tengslum við kjarasamninga og öðrum tilraunum til sniðgöngu á stéttarfélögum og þeim réttindum sem áunnist hafa síðustu áratugi með baráttu vinnandi fólks. Ef við endurreisum ekki ferðaþjónustuna almennilega, virðum leikreglur vinnumarkaðarins og sýnum virðingu þá töpum við öll til lengri tíma. Gerum þetta vel! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun