Vaktavinna = mönnunarvandi Sandra B. Franks skrifar 3. júní 2021 16:01 Það eru söguleg tímamót að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar, sem mun móta vinnuvænt starfsumhverfi fyrir vaktavinnufólk til framtíðar. Það er því aldrei brýnna en nú að taka höndum saman, hugsa í lausnum og vinna markvisst að því að dæmið gangi upp. Viðamikill þáttur þessa verkefnis er að takast á við rótgróna vinnustaðamenningu og nálgast verkefnið í samstarfi við vinnufélaga og stjórnendur stofnana. Eins og margsinnis hefur komið fram er markmið með „styttri vinnuviku - betri vinnutíma“ að koma í veg fyrir mönnunarvanda, veikindafjarveru og mikla starfsmannaveltu sem er fylgifiskur álagstengdra þátta í vinnu og óánægju í starfi. Meginmarkmiðið með kerfisbreytingunni er að gera vaktavinnu eftirsóknarverða, þar sem kerfið vinnur með okkur í því að bæta heilsu og líðan þeirra sem vinna á vöktum og starfsumhverfið fjölskylduvænt. Hlutastarf = hlutalaun Í aðdraganda gildistöku betri vinnutíma 1. maí síðastliðinn, hjá ríki og sveitarfélögum, ákváðu um 96% starfsfólks í hlutastarfi að auka við sig starfshlutfall. Starfsfólkið er því ekki að taka styttingu á vinnutíma sínum, heldur er það að vinna eins og það gerði áður og er þá vinnuframlagið metið í samræmi við vaktabyrgði. Það þýðir í raun að um að 100% vaktavinna geti verið allt að 80% viðvera fyrir erfiðustu vaktirnar. Hefði ekkert verið gert til að koma til móts við sjónarmið stéttarfélaga um breytingar á vinnutíma hjá vaktavinnufólki er fyrirséð að mönnunarvandinn hefði versnað. Með breyttu fyrirkomulagi getum við stuðlað að því að fólk velji að vinna á vöktum. Fram til þessa hefur mikill meirihluti vaktavinnufólks, og þá einkum sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar, beinlínis neyðst til að vera í hlutastarfi vegna þess hve þung vaktabyrðin hefur reynst þeim vera. Mönnunarvandi = fjármagn Það er ljóst að áralangur mönnunarvandi verður ekki leystur í einni hendingu. Skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, hefur verið viðvarandi um langa hríð. Kerfisbreytingin, sem kostar um 4,2 milljarða og gert er ráð fyrir í fjárlögum, er í raun eitt mikilvægasta framfaraskref í verkalýðsbaráttu Íslendinga, og í raun mikilvægasta tækið til að bæta mönnun vaktavinnustétta til lengri tíma litið. Ávinningur af betri vinnutíma finnum við meðal annars í krafti jákvæðrar og uppbyggilegri umræðu félagsmanna. Einstaka hnökra þarf þó að leysa innan stofnana, sem er úrlausnarefni. Mælingar á framleiðni vinnuafls, gæðum og öryggi þjónustunnar verða settar í gang þegar hæfileg reynsla er komin á betri vinnutíma. Með samstöðu, samvinnu og samráði allra þeirra sem að þessu verkefni komu náðum við þessu í gegn, og því ber að fagna. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Vinnumarkaður Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það eru söguleg tímamót að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar, sem mun móta vinnuvænt starfsumhverfi fyrir vaktavinnufólk til framtíðar. Það er því aldrei brýnna en nú að taka höndum saman, hugsa í lausnum og vinna markvisst að því að dæmið gangi upp. Viðamikill þáttur þessa verkefnis er að takast á við rótgróna vinnustaðamenningu og nálgast verkefnið í samstarfi við vinnufélaga og stjórnendur stofnana. Eins og margsinnis hefur komið fram er markmið með „styttri vinnuviku - betri vinnutíma“ að koma í veg fyrir mönnunarvanda, veikindafjarveru og mikla starfsmannaveltu sem er fylgifiskur álagstengdra þátta í vinnu og óánægju í starfi. Meginmarkmiðið með kerfisbreytingunni er að gera vaktavinnu eftirsóknarverða, þar sem kerfið vinnur með okkur í því að bæta heilsu og líðan þeirra sem vinna á vöktum og starfsumhverfið fjölskylduvænt. Hlutastarf = hlutalaun Í aðdraganda gildistöku betri vinnutíma 1. maí síðastliðinn, hjá ríki og sveitarfélögum, ákváðu um 96% starfsfólks í hlutastarfi að auka við sig starfshlutfall. Starfsfólkið er því ekki að taka styttingu á vinnutíma sínum, heldur er það að vinna eins og það gerði áður og er þá vinnuframlagið metið í samræmi við vaktabyrgði. Það þýðir í raun að um að 100% vaktavinna geti verið allt að 80% viðvera fyrir erfiðustu vaktirnar. Hefði ekkert verið gert til að koma til móts við sjónarmið stéttarfélaga um breytingar á vinnutíma hjá vaktavinnufólki er fyrirséð að mönnunarvandinn hefði versnað. Með breyttu fyrirkomulagi getum við stuðlað að því að fólk velji að vinna á vöktum. Fram til þessa hefur mikill meirihluti vaktavinnufólks, og þá einkum sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar, beinlínis neyðst til að vera í hlutastarfi vegna þess hve þung vaktabyrðin hefur reynst þeim vera. Mönnunarvandi = fjármagn Það er ljóst að áralangur mönnunarvandi verður ekki leystur í einni hendingu. Skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, hefur verið viðvarandi um langa hríð. Kerfisbreytingin, sem kostar um 4,2 milljarða og gert er ráð fyrir í fjárlögum, er í raun eitt mikilvægasta framfaraskref í verkalýðsbaráttu Íslendinga, og í raun mikilvægasta tækið til að bæta mönnun vaktavinnustétta til lengri tíma litið. Ávinningur af betri vinnutíma finnum við meðal annars í krafti jákvæðrar og uppbyggilegri umræðu félagsmanna. Einstaka hnökra þarf þó að leysa innan stofnana, sem er úrlausnarefni. Mælingar á framleiðni vinnuafls, gæðum og öryggi þjónustunnar verða settar í gang þegar hæfileg reynsla er komin á betri vinnutíma. Með samstöðu, samvinnu og samráði allra þeirra sem að þessu verkefni komu náðum við þessu í gegn, og því ber að fagna. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun