Íslenski boltinn

Viktor Bjarki í tveggja leikja bann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þjálfarateymi HK: Viktor Bjarki og Brynjar Björn Gunnarsson.
Þjálfarateymi HK: Viktor Bjarki og Brynjar Björn Gunnarsson. HK

Viktor Bjarki Arnarsson, aðstoðarþjálfari HK í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann. Var bannið staðfest á fundi aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands í dag.

HK vann sinn fyrsta sigur í Pepsi Max-deildinni á sunnudaginn var er liðið lagði Leikni Reykjavík 2-1 á heimavelli sínum í Kórnum. 

Brynjar Björn Gunnarsson var ósáttur með mark Leiknis sem kom á 69. mínútu leiksins en það var eflaust ekki ástæðan fyrir því að Viktor Bjarki, aðstoðarþjálfari liðsins, lét reka sig upp í stúku þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Ekki er ljóst fyrir hvað Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, sendi Viktor Bjarka upp í stúku en Viktor ku hafa klappað kaldhæðnislega fyrir Ívari er hann gekk í burtu og fyrir það fær hann auka leik í bann.

Viktor Bjarki verður því í banni er HK heimsækir Keflavík í sannkölluðum sex stiga fallslag þann 13. júní sem og er liðið heimsækir Stjörnuna – í öðrum sex stiga fallslag – þann 20. júní næstkomandi.

Hér má úrskurði frá fundi aganefndar KSÍ í dag.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×