Krónan okkar allra Daði Már Kristófersson skrifar 1. júní 2021 14:31 Íslendungum þykir vænt um krónuna sína, þetta tákn sjálfstæðis þjóðarinnar, og sveigjanleikan sem hún skapar. Við elskum góðu tímana, þegar hún er sterk og kaupmáttur er mikill. Kannski þykir okkur ekki öllum eins vænt um veikingatímabilin þegar hún leiðir til verðbólgu, lækkar kaupmátt launa og hækkar lán. Hindranirnar sem hún skapar í viðskiptum við útlönd. Óvissuna sem hún veldur okkur. En þetta er krónan okkar. Hluti af því að vera Íslendingur. Dálítið eins og veðrið. Seðlabanki Íslands gætir krónunnar. Gengið hefur á ýmsu í því verkefni. Núverandi stefna Seðlabankans virðist umfram allt vera að halda gengi krónunnar stöðugu. Þetta sést bæði á tali seðlabankastjóra og hegðun bankans. Bankinn hefur stutt við gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði, tilmælum til lífeyrissjóðanna um að halda að sér höndum í erlendri fjárfestingu og hvatningu til ríkisjóðs um erlendra lántöku fremur en að fjármagna halla ríkissjóðs innanlands. Fagna ber áherslu Seðlabankans á stöðuga krónu. Kostnaður þjóðarinnar vegna óstöðugleika hefur í gegnum tíðina verið umtalsverður. Beini kostnaðurinn snýr að óhagstæðum lánskjörum fyrirtækja og almennings og óvissu sem gerir allar áætlanir erfiðar og varnir gegn þeim dýrar. En það er einnig umtalsverður óbeinn kostnaður. Útflutningsgreinar sem byggja á nýtingu hugvits og þekkingar fremur en auðlinda hafa átt erfitt uppdráttar á Íslandi. Sveiflukennd vegferð þjóðarinnar með krónunni sinni er vörðuð tækifærum sem aldrei urðu. Tækifærum sem þoldu ekki sveiflurnar. Í alþjóðlegum samanburði er nýsköpun á Íslandi með því besta sem gerist. Hugmyndirnar sem aldrei urðu hafa því að öllum líkindum verið margar. Það eru því góðar fréttir fyrir framtíðina að Seðlabankinn leggi áherslu á stöðuga krónu. Fátt í heiminum er án fórna. Stöðugur gjaldmiðill er þar engin undantekning. Einhverju verður að fórna. Ef megináhersla er á stöðugan gjaldmiðil þarf annað hvort að fórna sjálfstæðri peningastefnu, þ.m.t. sjálfstæðri ákvörðun vaxta, eða frjálsu flæði fjármagns. Val Seðlabanka Íslands er að fórna frjálsu flæði fjármagns. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga sem heimilar bankanum að beyta gjaldeyrishöftum. Höft hafa margvísleg neikvæð áhrif. Þau mismuna borgurunum. Sumir verða fyrir þeim meðan aðrir geta komist hjá þeim. Þannig styrkja þau stöðu útflutningsfyrirtækja en veikja stöðu lífeyrissjóða og draga úr erlendri fjárfestingu. Viðreisn hefur talað fyrir annarri leið, að fara í samstarfi við nágrannaþjóðir um peningastefnu. Það er sú leið sem Danir hafa valið að fara undanfarna áratugi. Afleiðingarnar yrðu stórbætt skilyrði fyrir einstaklinga og heimili og sá stöðugleiki sem Seðlabankinn leggur svo mikla áherslu á. Þessi leið hefur líka galla. Hún leggur miklar kröfur á stöðugleika innanlands. Kröfur sem bæði hið opinbera og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka tillit til. Við, sem styðjum stöðugan gjaldmiðil, eigum tvo kosti með krónunni, höft eða samvinnu. Val okkar á skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíðina. Hver er þín skoðun? Höft eða samvinna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Íslendungum þykir vænt um krónuna sína, þetta tákn sjálfstæðis þjóðarinnar, og sveigjanleikan sem hún skapar. Við elskum góðu tímana, þegar hún er sterk og kaupmáttur er mikill. Kannski þykir okkur ekki öllum eins vænt um veikingatímabilin þegar hún leiðir til verðbólgu, lækkar kaupmátt launa og hækkar lán. Hindranirnar sem hún skapar í viðskiptum við útlönd. Óvissuna sem hún veldur okkur. En þetta er krónan okkar. Hluti af því að vera Íslendingur. Dálítið eins og veðrið. Seðlabanki Íslands gætir krónunnar. Gengið hefur á ýmsu í því verkefni. Núverandi stefna Seðlabankans virðist umfram allt vera að halda gengi krónunnar stöðugu. Þetta sést bæði á tali seðlabankastjóra og hegðun bankans. Bankinn hefur stutt við gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði, tilmælum til lífeyrissjóðanna um að halda að sér höndum í erlendri fjárfestingu og hvatningu til ríkisjóðs um erlendra lántöku fremur en að fjármagna halla ríkissjóðs innanlands. Fagna ber áherslu Seðlabankans á stöðuga krónu. Kostnaður þjóðarinnar vegna óstöðugleika hefur í gegnum tíðina verið umtalsverður. Beini kostnaðurinn snýr að óhagstæðum lánskjörum fyrirtækja og almennings og óvissu sem gerir allar áætlanir erfiðar og varnir gegn þeim dýrar. En það er einnig umtalsverður óbeinn kostnaður. Útflutningsgreinar sem byggja á nýtingu hugvits og þekkingar fremur en auðlinda hafa átt erfitt uppdráttar á Íslandi. Sveiflukennd vegferð þjóðarinnar með krónunni sinni er vörðuð tækifærum sem aldrei urðu. Tækifærum sem þoldu ekki sveiflurnar. Í alþjóðlegum samanburði er nýsköpun á Íslandi með því besta sem gerist. Hugmyndirnar sem aldrei urðu hafa því að öllum líkindum verið margar. Það eru því góðar fréttir fyrir framtíðina að Seðlabankinn leggi áherslu á stöðuga krónu. Fátt í heiminum er án fórna. Stöðugur gjaldmiðill er þar engin undantekning. Einhverju verður að fórna. Ef megináhersla er á stöðugan gjaldmiðil þarf annað hvort að fórna sjálfstæðri peningastefnu, þ.m.t. sjálfstæðri ákvörðun vaxta, eða frjálsu flæði fjármagns. Val Seðlabanka Íslands er að fórna frjálsu flæði fjármagns. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga sem heimilar bankanum að beyta gjaldeyrishöftum. Höft hafa margvísleg neikvæð áhrif. Þau mismuna borgurunum. Sumir verða fyrir þeim meðan aðrir geta komist hjá þeim. Þannig styrkja þau stöðu útflutningsfyrirtækja en veikja stöðu lífeyrissjóða og draga úr erlendri fjárfestingu. Viðreisn hefur talað fyrir annarri leið, að fara í samstarfi við nágrannaþjóðir um peningastefnu. Það er sú leið sem Danir hafa valið að fara undanfarna áratugi. Afleiðingarnar yrðu stórbætt skilyrði fyrir einstaklinga og heimili og sá stöðugleiki sem Seðlabankinn leggur svo mikla áherslu á. Þessi leið hefur líka galla. Hún leggur miklar kröfur á stöðugleika innanlands. Kröfur sem bæði hið opinbera og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka tillit til. Við, sem styðjum stöðugan gjaldmiðil, eigum tvo kosti með krónunni, höft eða samvinnu. Val okkar á skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíðina. Hver er þín skoðun? Höft eða samvinna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun