Hámarkshraðinn í mínu hverfi Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar 1. júní 2021 07:31 Það eru liðin meira en níu ár síðan að ég sagði skilið við hið vindbarða Norðurland og settist að í hinni regnblautu höfuðborg þessa lands. Á þeim níu árum hef ég örugglega ekki enn náð að keyra um eða heimsækja allar götur borgarinnar. Því tel ég mig ekki í stakk búinn til þess að tjá mig um hæfilegan hámarkshraða í öllum hverfum. Allan minn tíma í borginni hef ég verið búsettur í Breiðholti. Hér þekki ég göturnar orðið afar vel og því hef ég á því nokkrar skoðanir hvort eða hvar þurfi að breyta hámarkshraða. Líklegt tel ég þó að mínar skoðanir á hámarkshraðanum hér uppí hæðunum megi einnig yfirfæra á önnur hverfi borgarinnar. Seljaskógar Á leiðinni til og frá vinnu keyri ég eftir götu sem ber nafnið Seljaskógar, þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Að þeirri götu liggja engar innkeyrslur, heldur er ekið af Seljaskógum inná aðrar götur, aðallega botnlanga þar sem er 30km/klst hámarkshraði. Frekar lítið er um gangandi vegfarendur meðfram eða yfir götuna og eru gangbrautir og hraðahindranir þar sem að göngustígar skarast við götuna. Flestir sem hér ferðast fótgangandi eða á einhverskonar hjólum virðast halda sig við göngustíga og gangstéttir. Á öllum þeim tíma sem að ég hef átt bíl man ég ekki eftir einu tilfelli þar sem að ég þurfti að hægja á mér vegna þess að bíllaus vegfarandi var að fara yfir götuna fjarri gangbraut. Lækkun hámarkshraðans hér myndi einungis lenga tímann sem að það tekur mann að keyra þessa stuttu vegalengd útað Breiðholtsbraut sem er sú stofnbraut sem þrjár af fjórum leiðum inn og út úr Seljahverfi tengjast við. Og einnig myndi þá lengjast sá tími þar sem nágrannarnir fengju að hlusta á mig spila Bubba á hæsta styrk og syngja með þegar ég keyri framhjá. Þar sem Seljaskógar endar tekur við gata sem heitir Hjallasel og er þar 30km/klst hámarkshraði. Innkeyrslur að raðhúsum liggja beint að þeirri götu svo að lægri hámarkshraði þar er vel verðskuldaður. Þannig er skipulagið við allar göturnar í hverfinu og eflaust allar götur í íbúðarhverfum allstaðar um allt land, meira eða minna; 50km/klst þar sem að engar innkeyrslur eru að götu. 30km/klst og jafn vel 15km/klst þar sem að innkeyrslur eru að götu. Jaðarsel Umhverfis hverfið mitt, þ.e.a.s. Selin, er einn hringur sem heitir samtals þrem nöfnum, Skógarsel, Rangársel og Jaðarsel. Af hverju menn gátu ekki bara gefið öllum hringnum sama nafnið skil ég ekki og tel ég það vera einstaklega ruglingslegt. Borgaryfirvöld mættu endilega taka það fyrir að nýta tækifærið á meðan hámarkshraði er endurskoðaður að fækka óþarfa götuheitum. Á Jaðar-Rangár-Skógarseli er einnig 50 kílómetra hámarskhraði. Aftur, engar innkeyrslur, heldur liggja frá þeirri götu lengri eða skemmri íbúðargötur og botnlangar þar sem hámarkshraði er 30km/klst. Í þau einu skipti sem fætur fólks snerta malbikið hér er þegar viðkomandi er aðeins að skjótast yfir. Og mikill fjöldi af hraðahindrunum og gangbrautum gera það afar auðvelt og skilvirkt án þess að hætta sé mikil frá bílaumferðinni. Vesturberg Vesturberg er oft nefnd sem dæmi um götu sem að mynd stórlega batna fyrir íbúana í kring ef hámarkshraði væri lækkaður. Og það ranglega. Við Vesturberg er hámarkshraðinn 50km/klst. Gatan er nánast þráðbein frá norðri til suðurs við báða enda götunnar eru þrengingar með hraðahindrun, þ.e.a.s. svona ,,hlið‘‘ þar sem umferð kemst aðeins í aðra áttina í einu. Milli þessara hliða eru svo fjórar hraðahindranir. Vegalengdin milli hliðanna tvegga er um 650 metrar. Sem þýðir að það er hraðahindrun á að meðaltali 162,5 metra fresti! Sé maður ekki keyrandi á t.d. sportbíl eða slíku hefur maður aldrei tíma til þess að auka hraðann upp í 50 eftir hraðahindrun áður en næsta hindrun tekur við og maður þarf aftur að hægja á sér. Aðeins á Vesturberginu miðju hefur maður nægilega vegalengd til þess að koma bílnum þægilega upp í um 50 og það er einmitt þar sem að helsta gönguleiðin gegnum hverfið þverar götuna. Hún liggur í gegnum undirgöng. Breiðholt fyrir alla, bíllausa og bílaeigendur Hraðahindranir eru mjög margar á götunum sem umliggja hverfin. Ég nota Jafnarsel og Vesturberg sem dæmi en þetta á einnig við um Arnarbakka, Suðurhóla og Vesturhóla. Þær hjálpa mjög við að halda umferðarhraðanum jöfnum þannig að hann fer sjaldan yfir 50km/klst og reyndar held ég að hann sé oftast minni en það. Þegar ég fyrst flutti hingað var ég bíllaus. Til hvers að eyða pening í bíl þegar maður býr í stórborg með verslunum allstaðar og strætó til þess að tengja mann við þá staði sem of langt var að labba í? Breiðholt er frábær staður fyrir bíllausan einstakling að búa í. Nærri öll mikilvæg þjónusta er í göngufæri og ef maður nennir ekki að ganga þá er strætókerfið yfirleitt mjög skilvirkt. Og svo eru göngustígar út um allt. Fullkomið til þess að skreppa út að ganga og náttúran er bara rétt handan við hornið. Hér þarf maður varla að eiga bíl. En ég á fjölskyldu út á landi og bý á landi sem verðlaunar ferðagleði með fegurð sinni svo að það að eiga bíl tel ég núna algert lykilatriði í mínu lífi. Og viti menn, eftir að ég keypti mér bílinn minn komst ég að því, mér til mikillar gleði að hverfið mitt er líka rosalega bílvænt. Ég kemst hvert sem þarf á rosalega stuttum tíma afar skilvirkt. Já Breiðholtið er frábær staður til þess að búa á. En en nú stendur sú vá fyrir dyrum að hverfið og jafn vel restin af borginni hætti að verða bílvæn. Höfundur er rithöfundur og situr í stjórn UngFramsókn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umferðaröryggi Framsóknarflokkurinn Reykjavík Jóhann Frímann Arinbjarnarson Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru liðin meira en níu ár síðan að ég sagði skilið við hið vindbarða Norðurland og settist að í hinni regnblautu höfuðborg þessa lands. Á þeim níu árum hef ég örugglega ekki enn náð að keyra um eða heimsækja allar götur borgarinnar. Því tel ég mig ekki í stakk búinn til þess að tjá mig um hæfilegan hámarkshraða í öllum hverfum. Allan minn tíma í borginni hef ég verið búsettur í Breiðholti. Hér þekki ég göturnar orðið afar vel og því hef ég á því nokkrar skoðanir hvort eða hvar þurfi að breyta hámarkshraða. Líklegt tel ég þó að mínar skoðanir á hámarkshraðanum hér uppí hæðunum megi einnig yfirfæra á önnur hverfi borgarinnar. Seljaskógar Á leiðinni til og frá vinnu keyri ég eftir götu sem ber nafnið Seljaskógar, þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Að þeirri götu liggja engar innkeyrslur, heldur er ekið af Seljaskógum inná aðrar götur, aðallega botnlanga þar sem er 30km/klst hámarkshraði. Frekar lítið er um gangandi vegfarendur meðfram eða yfir götuna og eru gangbrautir og hraðahindranir þar sem að göngustígar skarast við götuna. Flestir sem hér ferðast fótgangandi eða á einhverskonar hjólum virðast halda sig við göngustíga og gangstéttir. Á öllum þeim tíma sem að ég hef átt bíl man ég ekki eftir einu tilfelli þar sem að ég þurfti að hægja á mér vegna þess að bíllaus vegfarandi var að fara yfir götuna fjarri gangbraut. Lækkun hámarkshraðans hér myndi einungis lenga tímann sem að það tekur mann að keyra þessa stuttu vegalengd útað Breiðholtsbraut sem er sú stofnbraut sem þrjár af fjórum leiðum inn og út úr Seljahverfi tengjast við. Og einnig myndi þá lengjast sá tími þar sem nágrannarnir fengju að hlusta á mig spila Bubba á hæsta styrk og syngja með þegar ég keyri framhjá. Þar sem Seljaskógar endar tekur við gata sem heitir Hjallasel og er þar 30km/klst hámarkshraði. Innkeyrslur að raðhúsum liggja beint að þeirri götu svo að lægri hámarkshraði þar er vel verðskuldaður. Þannig er skipulagið við allar göturnar í hverfinu og eflaust allar götur í íbúðarhverfum allstaðar um allt land, meira eða minna; 50km/klst þar sem að engar innkeyrslur eru að götu. 30km/klst og jafn vel 15km/klst þar sem að innkeyrslur eru að götu. Jaðarsel Umhverfis hverfið mitt, þ.e.a.s. Selin, er einn hringur sem heitir samtals þrem nöfnum, Skógarsel, Rangársel og Jaðarsel. Af hverju menn gátu ekki bara gefið öllum hringnum sama nafnið skil ég ekki og tel ég það vera einstaklega ruglingslegt. Borgaryfirvöld mættu endilega taka það fyrir að nýta tækifærið á meðan hámarkshraði er endurskoðaður að fækka óþarfa götuheitum. Á Jaðar-Rangár-Skógarseli er einnig 50 kílómetra hámarskhraði. Aftur, engar innkeyrslur, heldur liggja frá þeirri götu lengri eða skemmri íbúðargötur og botnlangar þar sem hámarkshraði er 30km/klst. Í þau einu skipti sem fætur fólks snerta malbikið hér er þegar viðkomandi er aðeins að skjótast yfir. Og mikill fjöldi af hraðahindrunum og gangbrautum gera það afar auðvelt og skilvirkt án þess að hætta sé mikil frá bílaumferðinni. Vesturberg Vesturberg er oft nefnd sem dæmi um götu sem að mynd stórlega batna fyrir íbúana í kring ef hámarkshraði væri lækkaður. Og það ranglega. Við Vesturberg er hámarkshraðinn 50km/klst. Gatan er nánast þráðbein frá norðri til suðurs við báða enda götunnar eru þrengingar með hraðahindrun, þ.e.a.s. svona ,,hlið‘‘ þar sem umferð kemst aðeins í aðra áttina í einu. Milli þessara hliða eru svo fjórar hraðahindranir. Vegalengdin milli hliðanna tvegga er um 650 metrar. Sem þýðir að það er hraðahindrun á að meðaltali 162,5 metra fresti! Sé maður ekki keyrandi á t.d. sportbíl eða slíku hefur maður aldrei tíma til þess að auka hraðann upp í 50 eftir hraðahindrun áður en næsta hindrun tekur við og maður þarf aftur að hægja á sér. Aðeins á Vesturberginu miðju hefur maður nægilega vegalengd til þess að koma bílnum þægilega upp í um 50 og það er einmitt þar sem að helsta gönguleiðin gegnum hverfið þverar götuna. Hún liggur í gegnum undirgöng. Breiðholt fyrir alla, bíllausa og bílaeigendur Hraðahindranir eru mjög margar á götunum sem umliggja hverfin. Ég nota Jafnarsel og Vesturberg sem dæmi en þetta á einnig við um Arnarbakka, Suðurhóla og Vesturhóla. Þær hjálpa mjög við að halda umferðarhraðanum jöfnum þannig að hann fer sjaldan yfir 50km/klst og reyndar held ég að hann sé oftast minni en það. Þegar ég fyrst flutti hingað var ég bíllaus. Til hvers að eyða pening í bíl þegar maður býr í stórborg með verslunum allstaðar og strætó til þess að tengja mann við þá staði sem of langt var að labba í? Breiðholt er frábær staður fyrir bíllausan einstakling að búa í. Nærri öll mikilvæg þjónusta er í göngufæri og ef maður nennir ekki að ganga þá er strætókerfið yfirleitt mjög skilvirkt. Og svo eru göngustígar út um allt. Fullkomið til þess að skreppa út að ganga og náttúran er bara rétt handan við hornið. Hér þarf maður varla að eiga bíl. En ég á fjölskyldu út á landi og bý á landi sem verðlaunar ferðagleði með fegurð sinni svo að það að eiga bíl tel ég núna algert lykilatriði í mínu lífi. Og viti menn, eftir að ég keypti mér bílinn minn komst ég að því, mér til mikillar gleði að hverfið mitt er líka rosalega bílvænt. Ég kemst hvert sem þarf á rosalega stuttum tíma afar skilvirkt. Já Breiðholtið er frábær staður til þess að búa á. En en nú stendur sú vá fyrir dyrum að hverfið og jafn vel restin af borginni hætti að verða bílvæn. Höfundur er rithöfundur og situr í stjórn UngFramsókn í Reykjavík.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun