Alltaf hlutlaus Rósa Kristinsdóttir skrifar 1. júní 2021 07:01 Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þar sem tveir reyndir en ólíkir stjórnmálamenn gefa kost á sér í fyrsta sætið. Eins og flestir þekkja getur það haft afgerandi áhrif á stefnu og áherslur flokksins hverjir leiða framboðslistana fyrir kosningar. Það hefur hins vegar ekki aðeins áhrif á flokkinn, heldur samfélagið allt. Uppröðunin ræður því hverjir komast fyrstir inn á Alþingi og koma þar sínum áherslum á framfæri. Í opinberri umræðu heyrist reglulega ákall um persónukjör. Að fólk væri til í að geta einfaldlega valið einstaklinga inn á þing, frekar en að þurfa að kjósa heilan flokk og allt sem honum fylgir. Í því samhengi er rétt að muna að prófkjör eru ekkert annað en persónukjör innan flokka. Þeir sem vilja komast sem næst persónukjöri gætu með réttu skráð sig í alla flokka sem velja frambjóðendur með lýðræðislegum hætti, og tekið þátt í prófkjörunum í sínu kjördæmi. Í dag er hægt að skrá sig í og úr flokkunum með einum smelli. Höfuð í sand Það virðist vera einhvers konar prinsippmál hjá fleirum en mann myndi nokkurn tímann gruna að skrá sig ekki í stjórnmálaflokk. Jafnvel þó það sé bara um nokkurra daga skeið til að taka þátt í persónukjörinu. Þetta á jafnt við um þá sem eru mjög andsnúnir viðkomandi flokki og þá sem geta vel hugsað sér að kjósa hann. Þar virðist hlutleysið vera ofar öllu og mikilvægt að vera aldrei skráður í flokk, ekki í einn einasta dag. Að vera óflokksbundinn til lengri tíma er skiljanleg afstaða. Hins vegar er mikilvægt að hafa hugfast hvað því prinsippi fylgir ef það er algjörlega ófrávíkjanlegt. Í algjöru hlutleysi felst nefnilega líka ákvörðun um að láta aðra velja fyrir sig. Að grafa höfuðið í sandinn, segjast vona að hinn eða þessi frambjóðandi nái árangri – en gera ekkert til að stuðla að því sjálfur. Eldri velja fyrir yngri Í aðdraganda kosninga heyrast oft gagnrýnisraddir, ekki síst frá yngra fólki. Kvartað er yfir því að fjölbreytnin á framboðslistum sé lítil, kynjahlutföll séu skökk og ungt fólk hafi of lítið vægi með sínar áherslur og stefnumál. Þetta sama fólk lítur hins vegar oft á það sem mikla dyggð að hafa ekki áhrif á einmitt þessi atriði. Staðan er sú að þeir sem eldri eru taka þátt í prófkjörum í mun meiri mæli en yngri kynslóðin. Ungt fólk lætur það eldra einfaldlega um að velja á listann fyrir sig. Ég ætla ekki að vera ein af þeim. Í þessari viku hvet ég áhugasama til að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn, mæta og kjósa Áslaugu Örnu í fyrsta sæti í Reykjavík. Unga konu sem hefur sýnt og sannað að hún á ekki síður erindi en eldri og reyndari karlar. Stjórnmálakonu sem hefur lagt áherslu á mál ungs fólks og kvenna, barist fyrir frjálsu og fjölbreyttu samfélagi og komið fleiri málum í gegn en flestir – á örstuttum tíma. Eftir prófkjörið getur hver sem vill skráð sig úr flokknum aftur, með einum smelli. Ef fólk sem við viljum sjá í forystunni gefur kost á sér skulum við ákveða að hafa áhrif. Þín skoðun og þinn stuðningur skiptir raunverulegu máli og þú hefur nokkrar mínútur aflögu til að sýna það í verki. Ekki láta aðra taka ákvörðunina fyrir þig. Ekki vera alltaf hlutlaus. Höfundur er stuðningskona Áslaugar Örnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þar sem tveir reyndir en ólíkir stjórnmálamenn gefa kost á sér í fyrsta sætið. Eins og flestir þekkja getur það haft afgerandi áhrif á stefnu og áherslur flokksins hverjir leiða framboðslistana fyrir kosningar. Það hefur hins vegar ekki aðeins áhrif á flokkinn, heldur samfélagið allt. Uppröðunin ræður því hverjir komast fyrstir inn á Alþingi og koma þar sínum áherslum á framfæri. Í opinberri umræðu heyrist reglulega ákall um persónukjör. Að fólk væri til í að geta einfaldlega valið einstaklinga inn á þing, frekar en að þurfa að kjósa heilan flokk og allt sem honum fylgir. Í því samhengi er rétt að muna að prófkjör eru ekkert annað en persónukjör innan flokka. Þeir sem vilja komast sem næst persónukjöri gætu með réttu skráð sig í alla flokka sem velja frambjóðendur með lýðræðislegum hætti, og tekið þátt í prófkjörunum í sínu kjördæmi. Í dag er hægt að skrá sig í og úr flokkunum með einum smelli. Höfuð í sand Það virðist vera einhvers konar prinsippmál hjá fleirum en mann myndi nokkurn tímann gruna að skrá sig ekki í stjórnmálaflokk. Jafnvel þó það sé bara um nokkurra daga skeið til að taka þátt í persónukjörinu. Þetta á jafnt við um þá sem eru mjög andsnúnir viðkomandi flokki og þá sem geta vel hugsað sér að kjósa hann. Þar virðist hlutleysið vera ofar öllu og mikilvægt að vera aldrei skráður í flokk, ekki í einn einasta dag. Að vera óflokksbundinn til lengri tíma er skiljanleg afstaða. Hins vegar er mikilvægt að hafa hugfast hvað því prinsippi fylgir ef það er algjörlega ófrávíkjanlegt. Í algjöru hlutleysi felst nefnilega líka ákvörðun um að láta aðra velja fyrir sig. Að grafa höfuðið í sandinn, segjast vona að hinn eða þessi frambjóðandi nái árangri – en gera ekkert til að stuðla að því sjálfur. Eldri velja fyrir yngri Í aðdraganda kosninga heyrast oft gagnrýnisraddir, ekki síst frá yngra fólki. Kvartað er yfir því að fjölbreytnin á framboðslistum sé lítil, kynjahlutföll séu skökk og ungt fólk hafi of lítið vægi með sínar áherslur og stefnumál. Þetta sama fólk lítur hins vegar oft á það sem mikla dyggð að hafa ekki áhrif á einmitt þessi atriði. Staðan er sú að þeir sem eldri eru taka þátt í prófkjörum í mun meiri mæli en yngri kynslóðin. Ungt fólk lætur það eldra einfaldlega um að velja á listann fyrir sig. Ég ætla ekki að vera ein af þeim. Í þessari viku hvet ég áhugasama til að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn, mæta og kjósa Áslaugu Örnu í fyrsta sæti í Reykjavík. Unga konu sem hefur sýnt og sannað að hún á ekki síður erindi en eldri og reyndari karlar. Stjórnmálakonu sem hefur lagt áherslu á mál ungs fólks og kvenna, barist fyrir frjálsu og fjölbreyttu samfélagi og komið fleiri málum í gegn en flestir – á örstuttum tíma. Eftir prófkjörið getur hver sem vill skráð sig úr flokknum aftur, með einum smelli. Ef fólk sem við viljum sjá í forystunni gefur kost á sér skulum við ákveða að hafa áhrif. Þín skoðun og þinn stuðningur skiptir raunverulegu máli og þú hefur nokkrar mínútur aflögu til að sýna það í verki. Ekki láta aðra taka ákvörðunina fyrir þig. Ekki vera alltaf hlutlaus. Höfundur er stuðningskona Áslaugar Örnu.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun