Utanríkisráðuneytið krefur Dani svara um njósnir og lýsir yfir vonbrigðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. maí 2021 14:08 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur krafist skýringa frá Dönum vegna fregna um aðstoð þeirra við njósnir Bandaríkjamanna. Greint hefur verið frá því að bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, hafi með hjálp danskra stjórnvalda njósnað um fjölda evrópskra stjórnmálamanna í nokkrum löndum á árunum 2012 til 2014. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, spurði hvort utanríkisráðherra hefði kynnt sér málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og hvort hann hefði áhyggjur af stöðunni eða hvort þetta kallaði á einhver viðbrögð. Guðlaugur sagði málið grafalvarlegt og grafa undan trausti í samskiptum „þessara miklu vina og bandalagsþjóða.“ Hann sagði utanríkisráðuneytið hafa krafist skýringa frá Dönum og komið áhyggjum og vonbrigðum skýrt á framfæri. „Utanríkisráðuneytið hefur enn fremur krafist þess að Danir upplýsi undanbragðalaust hvort þessar njósnir hafi beinst að íslenskum hagsmunum, þar með talið íslenskum stjórnmálamönnum, embættismönnum, stofnunum, fyrirtækjum eða einstaklingum hér á landi,“ sagði Guðlaugur. Embættismenn utanríkisráðuneytisins hafi átt samtöl við staðgengil sendiherra Danmerkur hér á landi sem og við fulltrúa danska varnarmálaráðuneytisins um málið. „Í sömu samtölum höfum við krafist upplýsinga um það hvort sú starfsemi sem þarna er lýst hafi snúist gegn íslenskum hagsmunum, íslenskum stjórnmálamönnum, stofnunum eða fyrirtækjum,“ sagði Guðlaugur. Hann vísaði til frétta síðan í fyrra um að bandarísk stjórnvöld hafi mögulega nýtt náið samstarf ríkjanna til þess að njósna um danska ríkisborgara auk ásakana um að bandarísk stjórnvöld hafi njósnað um lykilráðuneyti og einkafyrirtæki í Danmörku. „Það olli eðlilega áhyggjum, bæði í Danmörku en einnig hérlendis og víðar meðal bandamanna og samstarfsþjóða Danmerkur. Við komum þeim áhyggjum sterkt á framfæri við ráðamenn í Danmörku á þeim tíma. Nú virðist sem þær áhyggjur hafi verið á rökum reistar og að samstarf dönsku leyniþjónustunnar og Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hafi rist dýpra en áður var talið og meðal annars falið í sér njósnir um háttsettra stjórnmálamenn, embættismenn, stofnanir og fyrirtæki í nánum bandalagsríkjum Danmerkur.“ Hann sagði traust og trúnað lykilþætti í samskiptum vinaþjóða. „Mál á borð við þetta geta grafið undan slíku trausti. Það er nokkuð sem við þurfum ekki á að halda á tímum fjölþátta ógna. Því miður eru ríki sem hafa beinlínis hag af því að grafa undan trausti og samstöðu vina og bandalagsríkja á Vesturlöndum. Við höfum krafist þess að spilin verði lögð á borðið. Það er grundvallaratriði ef okkur á að auðnast að takast á við þessa áskorun að byggja upp nauðsynlegt samstarf til framtíðar.“ Alþingi Danmörk Utanríkismál Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Greint hefur verið frá því að bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, hafi með hjálp danskra stjórnvalda njósnað um fjölda evrópskra stjórnmálamanna í nokkrum löndum á árunum 2012 til 2014. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, spurði hvort utanríkisráðherra hefði kynnt sér málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og hvort hann hefði áhyggjur af stöðunni eða hvort þetta kallaði á einhver viðbrögð. Guðlaugur sagði málið grafalvarlegt og grafa undan trausti í samskiptum „þessara miklu vina og bandalagsþjóða.“ Hann sagði utanríkisráðuneytið hafa krafist skýringa frá Dönum og komið áhyggjum og vonbrigðum skýrt á framfæri. „Utanríkisráðuneytið hefur enn fremur krafist þess að Danir upplýsi undanbragðalaust hvort þessar njósnir hafi beinst að íslenskum hagsmunum, þar með talið íslenskum stjórnmálamönnum, embættismönnum, stofnunum, fyrirtækjum eða einstaklingum hér á landi,“ sagði Guðlaugur. Embættismenn utanríkisráðuneytisins hafi átt samtöl við staðgengil sendiherra Danmerkur hér á landi sem og við fulltrúa danska varnarmálaráðuneytisins um málið. „Í sömu samtölum höfum við krafist upplýsinga um það hvort sú starfsemi sem þarna er lýst hafi snúist gegn íslenskum hagsmunum, íslenskum stjórnmálamönnum, stofnunum eða fyrirtækjum,“ sagði Guðlaugur. Hann vísaði til frétta síðan í fyrra um að bandarísk stjórnvöld hafi mögulega nýtt náið samstarf ríkjanna til þess að njósna um danska ríkisborgara auk ásakana um að bandarísk stjórnvöld hafi njósnað um lykilráðuneyti og einkafyrirtæki í Danmörku. „Það olli eðlilega áhyggjum, bæði í Danmörku en einnig hérlendis og víðar meðal bandamanna og samstarfsþjóða Danmerkur. Við komum þeim áhyggjum sterkt á framfæri við ráðamenn í Danmörku á þeim tíma. Nú virðist sem þær áhyggjur hafi verið á rökum reistar og að samstarf dönsku leyniþjónustunnar og Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hafi rist dýpra en áður var talið og meðal annars falið í sér njósnir um háttsettra stjórnmálamenn, embættismenn, stofnanir og fyrirtæki í nánum bandalagsríkjum Danmerkur.“ Hann sagði traust og trúnað lykilþætti í samskiptum vinaþjóða. „Mál á borð við þetta geta grafið undan slíku trausti. Það er nokkuð sem við þurfum ekki á að halda á tímum fjölþátta ógna. Því miður eru ríki sem hafa beinlínis hag af því að grafa undan trausti og samstöðu vina og bandalagsríkja á Vesturlöndum. Við höfum krafist þess að spilin verði lögð á borðið. Það er grundvallaratriði ef okkur á að auðnast að takast á við þessa áskorun að byggja upp nauðsynlegt samstarf til framtíðar.“
Alþingi Danmörk Utanríkismál Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira