Næsta kjörtímabil ákveðið? Oddný G. Harðardóttir skrifar 31. maí 2021 12:22 Síðar í dag, mánudaginn 31. maí 2021, munu stjórnarflokkarnir væntanlega samþykkja fjármálaáætlun, til að framkvæma stefnu þeirra til næstu fimm ára. Það er stórfrétt! Þá er stefna ríkisstjórnarinnar komin fyrir næsta kjörtímabil og enginn ætti þá að velkjast í vafa um hver hún verður ef sama ríkisstjórn verður við völd eftir kosningarnar í september. Þingflokkur Samfylkingarinnar telur áætlanir ríkisstjórnarinnar í grundvallaratriðum marka ranga leið upp úr efnahagslægðinni. Í áætluninni er ekkert brugðist við vaxandi ójöfnuði eða stutt við hópana sem samkvæmt nýlegri könnun BSRB og ASÍ líða efnalegan skort. Í áætluninni er ekki gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga eða atvinnuleysistrygginga, vaxtabætur, húsnæðisbætur, barnabætur eða fæðingarorlofsgreiðslur, hækki til samræmis við laun. Það er lítill metnaður lagður í að bæta heilbrigðiskerfið eða mæta íbúum á þeirra landssvæða sem hafa orðið verst úti í heimsfaraldrinum. Með stefnu sinni er ríkisstjórnin að taka pólitíska ákvörðun um að auka ójöfnuð í landinu. Ríkisstjórnin leggur ofuráherslu á að miða við ákveðið skuldahlutfall með tilheyrandi niðurskurði á ríkisútgjöldum strax eftir eitt og hálft ár þegar atvinnuleysi er spáð 6-7% og efnahagsþrengingar ekki yfirstaðnar. Ekkert ríki sem við viljum bera okkur saman við fer gömlu niðurskurðarleiðina líkt og íslenska ríkisstjórnin ætlar að fara fái hún til þess brautargengi. Breytinga er þörf Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026. Tillögurnar miða allar að því að fjölga störfum, auka græna verðmætasköpun, bæta heilsu og öryggi fólksins í landinu og bæta kjör barnafólks og þeirra hópa sem verst eru settir í samfélaginu með réttlátari tekjuöflun og jöfnuð að leiðarljósi Breytingatillögurnar eru þessar helstar: Fjölskyldustuðningur. Barnabætur skerðist ekki fyrr en við 600.000 kr. mánaðarlaun. Nú hefjast skerðingar við 351.000 kr. á mánuði og fólk með meðallaun fær engar barnabætur. Óskertar barnabætur yrðu þá um 31.000 kr. á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.000 kr. til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára yrði greiðslan 55.000 kr. á mánuði hjá sambúðarfólki en 78.000 kr. hjá einstæðum foreldrum. Sanngjarnari lífeyrir. Elli- og örorkulífeyrir hækki til samræmis við hækkun lægstu launa og að frítekjumark vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum hækki í skrefum upp í 100.000 kr á mánuði úr 25.000 kr. Frítekjumark vegna atvinnutekna bæði öryrkja og ellilífeyrisþega verði hækkað að lágmarkstekjutryggingu hverju sinni. Átak í loftslagsmálum. 5 milljarða aukningu á ári til loftslagsmála til að flýta orkuskiptum, fjármagna grænan fjárfestingarsjóð, auka stuðning við landsbyggðarstrætó, styrkja hringrásarhagkerfið, græna matvælaframleiðslu, gera breytingar á styrkjaumhverfi landbúnaðarins til að styðja betur við grænmetisframleiðslu og stuðning við að gera íslenska stjórnsýslu græna. Biðlistana burt. Átak til að vinna á biðlistum sem hafa vaxið umtalsvert vegna COVID. Annars vegar vegna skurðaðgerða og hins vegar vegna biðlista eftir geðheilbrigðisþjónustu. Alls bíða 3.625 einstaklingar eftir skurðaðgerð og 1.095 einstaklingar bíða eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá LSH og 131 barn bíður eftir þjónustu á BUGL. Samfylkingin leggur fram ýmsar aðrar breytingartillögur og nefndarálit við fjármálaáætlun. Þær snúa að byggingu 3000 íbúða í almenna íbúðarkerfinu, hækkun húsnæðisbóta, framlög til heilbrigðisstofnana á vaxtarsvæðum hækkuð ásamt því að brugðist verði við undirmönnun og álagi hjá lögreglunni. Einnig hækkun framlaga til nýsköpunar og þróunar og skatteftirlits og samkeppniseftirlits. Fjármögnun. Tvöfalt hlutverk skattkerfisins verði eflt til að afla tekna í ríkissjóð og jafna stöðu fólks í samfélaginu. Stærri og réttlátur hluti arðsins af auðlindum þjóðarinnar renni í ríkissjóð. Við leggjum til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður til samræmis við það sem gerist í hinum norrænu ríkjunum og hann verði þrepaskiptur. Við leggjum einnig til stóreignaskatt og græna skatta. Betri skattinnheimta fæst með skilvirkara eftirliti og skattrannsóknum. Störf og hagvöxtur Sjávarútvegur og ferðaþjónusta gefa útflutningstekjur sem byggja á takmörkuðum auðlindum, náttúru Íslands og gjöfulum fiskimiðum. Við hlið þeirra greina þarf að byggja undir atvinnugreinar sem skapa verðmæti með hugviti fólks. Því ættu stjórnvöld að kalla að borðinu verkalýðsfélög og samtök atvinnurekenda til að vinna saman að nauðsynlegum breytingum á íslensku atvinnulífi. Stefnumótunin sem stjórnvöld verða að ráðast í til að stuðla að fleiri góðum störfum og hagvexti lýtur að atvinnustefnu, menntastefnu og skattastefnu. Stjórnvöld verða að sýna fyrirhyggju, verja hag almennings og læra af mistökum fortíðar. Hér er slóð á breytingartillögurnar Samfylkingarinnar í heild sinni. Nefndarálit mitt fyrir fjárlaganefnd er hér. Höfundur er þingflokksformaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Síðar í dag, mánudaginn 31. maí 2021, munu stjórnarflokkarnir væntanlega samþykkja fjármálaáætlun, til að framkvæma stefnu þeirra til næstu fimm ára. Það er stórfrétt! Þá er stefna ríkisstjórnarinnar komin fyrir næsta kjörtímabil og enginn ætti þá að velkjast í vafa um hver hún verður ef sama ríkisstjórn verður við völd eftir kosningarnar í september. Þingflokkur Samfylkingarinnar telur áætlanir ríkisstjórnarinnar í grundvallaratriðum marka ranga leið upp úr efnahagslægðinni. Í áætluninni er ekkert brugðist við vaxandi ójöfnuði eða stutt við hópana sem samkvæmt nýlegri könnun BSRB og ASÍ líða efnalegan skort. Í áætluninni er ekki gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga eða atvinnuleysistrygginga, vaxtabætur, húsnæðisbætur, barnabætur eða fæðingarorlofsgreiðslur, hækki til samræmis við laun. Það er lítill metnaður lagður í að bæta heilbrigðiskerfið eða mæta íbúum á þeirra landssvæða sem hafa orðið verst úti í heimsfaraldrinum. Með stefnu sinni er ríkisstjórnin að taka pólitíska ákvörðun um að auka ójöfnuð í landinu. Ríkisstjórnin leggur ofuráherslu á að miða við ákveðið skuldahlutfall með tilheyrandi niðurskurði á ríkisútgjöldum strax eftir eitt og hálft ár þegar atvinnuleysi er spáð 6-7% og efnahagsþrengingar ekki yfirstaðnar. Ekkert ríki sem við viljum bera okkur saman við fer gömlu niðurskurðarleiðina líkt og íslenska ríkisstjórnin ætlar að fara fái hún til þess brautargengi. Breytinga er þörf Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026. Tillögurnar miða allar að því að fjölga störfum, auka græna verðmætasköpun, bæta heilsu og öryggi fólksins í landinu og bæta kjör barnafólks og þeirra hópa sem verst eru settir í samfélaginu með réttlátari tekjuöflun og jöfnuð að leiðarljósi Breytingatillögurnar eru þessar helstar: Fjölskyldustuðningur. Barnabætur skerðist ekki fyrr en við 600.000 kr. mánaðarlaun. Nú hefjast skerðingar við 351.000 kr. á mánuði og fólk með meðallaun fær engar barnabætur. Óskertar barnabætur yrðu þá um 31.000 kr. á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.000 kr. til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára yrði greiðslan 55.000 kr. á mánuði hjá sambúðarfólki en 78.000 kr. hjá einstæðum foreldrum. Sanngjarnari lífeyrir. Elli- og örorkulífeyrir hækki til samræmis við hækkun lægstu launa og að frítekjumark vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum hækki í skrefum upp í 100.000 kr á mánuði úr 25.000 kr. Frítekjumark vegna atvinnutekna bæði öryrkja og ellilífeyrisþega verði hækkað að lágmarkstekjutryggingu hverju sinni. Átak í loftslagsmálum. 5 milljarða aukningu á ári til loftslagsmála til að flýta orkuskiptum, fjármagna grænan fjárfestingarsjóð, auka stuðning við landsbyggðarstrætó, styrkja hringrásarhagkerfið, græna matvælaframleiðslu, gera breytingar á styrkjaumhverfi landbúnaðarins til að styðja betur við grænmetisframleiðslu og stuðning við að gera íslenska stjórnsýslu græna. Biðlistana burt. Átak til að vinna á biðlistum sem hafa vaxið umtalsvert vegna COVID. Annars vegar vegna skurðaðgerða og hins vegar vegna biðlista eftir geðheilbrigðisþjónustu. Alls bíða 3.625 einstaklingar eftir skurðaðgerð og 1.095 einstaklingar bíða eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá LSH og 131 barn bíður eftir þjónustu á BUGL. Samfylkingin leggur fram ýmsar aðrar breytingartillögur og nefndarálit við fjármálaáætlun. Þær snúa að byggingu 3000 íbúða í almenna íbúðarkerfinu, hækkun húsnæðisbóta, framlög til heilbrigðisstofnana á vaxtarsvæðum hækkuð ásamt því að brugðist verði við undirmönnun og álagi hjá lögreglunni. Einnig hækkun framlaga til nýsköpunar og þróunar og skatteftirlits og samkeppniseftirlits. Fjármögnun. Tvöfalt hlutverk skattkerfisins verði eflt til að afla tekna í ríkissjóð og jafna stöðu fólks í samfélaginu. Stærri og réttlátur hluti arðsins af auðlindum þjóðarinnar renni í ríkissjóð. Við leggjum til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður til samræmis við það sem gerist í hinum norrænu ríkjunum og hann verði þrepaskiptur. Við leggjum einnig til stóreignaskatt og græna skatta. Betri skattinnheimta fæst með skilvirkara eftirliti og skattrannsóknum. Störf og hagvöxtur Sjávarútvegur og ferðaþjónusta gefa útflutningstekjur sem byggja á takmörkuðum auðlindum, náttúru Íslands og gjöfulum fiskimiðum. Við hlið þeirra greina þarf að byggja undir atvinnugreinar sem skapa verðmæti með hugviti fólks. Því ættu stjórnvöld að kalla að borðinu verkalýðsfélög og samtök atvinnurekenda til að vinna saman að nauðsynlegum breytingum á íslensku atvinnulífi. Stefnumótunin sem stjórnvöld verða að ráðast í til að stuðla að fleiri góðum störfum og hagvexti lýtur að atvinnustefnu, menntastefnu og skattastefnu. Stjórnvöld verða að sýna fyrirhyggju, verja hag almennings og læra af mistökum fortíðar. Hér er slóð á breytingartillögurnar Samfylkingarinnar í heild sinni. Nefndarálit mitt fyrir fjárlaganefnd er hér. Höfundur er þingflokksformaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun