Fyrsta konan til að gegna stöðu skólastjóra Eiður Þór Árnason skrifar 21. maí 2021 15:10 Guðrún Inga Sívertsen útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands árið 1997. VÍ Guðrún Inga Sívertsen hefur verið ráðin nýr skólastjóri Verzlunarskóla Íslands (VÍ) og tekur við af Inga Ólafssyni. Hún er fyrsta konan til að gegna starfinu í rúmlega 110 ára sögu VÍ og jafnframt fyrsti skólastjórinn sem hefur útskrifast úr skólanum. Guðrún Inga hefur verið starfsmanna- og þróunarstjóri Verzlunarskólans undanfarin ár og starfað við skólann nær óslitið frá árinu 2002. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verzlunarskólanum. „Það er okkur mikið ánægjuefni að tilkynna um ráðningu Guðrúnar Ingu og með hana við stjórnvölinn getum við ekki annað en verið bjartsýn á framtíð skólans. Ég hlakka mikið til samstarfsins við hana, enda er Guðrún Inga gríðarlega öflugur leiðtogi, með skýra framtíðarsýn og því kjörin til að viðhalda og efla það öfluga starf sem unnið hefur verið innan skólans og gert hann að leiðandi framhaldsskóla hér á landi,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands, í tilkynningu. Ber sterkar taugar til skólans Guðrún Inga er 45 ára gömul og útskrifaðist sem stúdent af hagfræðibraut Verzlunarskóla Íslands árið 1997. Hún lauk BA prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands, er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu og diplómanám í kennslufræði frá sama skóla og er að ljúka AMP námi frá IESE háskólanum í Barcelona á Spáni. Guðrún Inga er gift Trausta Fannari Valssyni, forseta Lagadeildar Háskóla Íslands, og eiga þau þrjá syni. „Verzlunarskóla Íslands þekki ég vel, bæði sem starfsmaður og fyrrum nemandi, og ber sterkar taugar til hans. Ég hlakka mikið til að taka við starfinu af Inga sem hefur leitt skólann í gegnum miklar breytingar og verið frábær skólastjóri. Nú er það mitt hlutverk að taka við keflinu í síbreytilegu og krefjandi umhverfi og að halda Verzlunarskólanum áfram í fremstu röð og undirbúa nemendur hans sem best fyrir lífið framundan,“ segir Guðrún í tilkynningu. Verzlunarskóli Íslands var stofnaður árið 1905 og hefur útskrifað stúdenta frá árinu 1945. Verzlunarskólinn er bekkjarskóli þar sem um 1.050 nemendur stunda nám í dagskóla og um 1.400 nemendur stunda fjarnám. Þar starfa 120 starfsmenn. Skóla - og menntamál Vistaskipti Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Guðrún Inga hefur verið starfsmanna- og þróunarstjóri Verzlunarskólans undanfarin ár og starfað við skólann nær óslitið frá árinu 2002. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verzlunarskólanum. „Það er okkur mikið ánægjuefni að tilkynna um ráðningu Guðrúnar Ingu og með hana við stjórnvölinn getum við ekki annað en verið bjartsýn á framtíð skólans. Ég hlakka mikið til samstarfsins við hana, enda er Guðrún Inga gríðarlega öflugur leiðtogi, með skýra framtíðarsýn og því kjörin til að viðhalda og efla það öfluga starf sem unnið hefur verið innan skólans og gert hann að leiðandi framhaldsskóla hér á landi,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands, í tilkynningu. Ber sterkar taugar til skólans Guðrún Inga er 45 ára gömul og útskrifaðist sem stúdent af hagfræðibraut Verzlunarskóla Íslands árið 1997. Hún lauk BA prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands, er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu og diplómanám í kennslufræði frá sama skóla og er að ljúka AMP námi frá IESE háskólanum í Barcelona á Spáni. Guðrún Inga er gift Trausta Fannari Valssyni, forseta Lagadeildar Háskóla Íslands, og eiga þau þrjá syni. „Verzlunarskóla Íslands þekki ég vel, bæði sem starfsmaður og fyrrum nemandi, og ber sterkar taugar til hans. Ég hlakka mikið til að taka við starfinu af Inga sem hefur leitt skólann í gegnum miklar breytingar og verið frábær skólastjóri. Nú er það mitt hlutverk að taka við keflinu í síbreytilegu og krefjandi umhverfi og að halda Verzlunarskólanum áfram í fremstu röð og undirbúa nemendur hans sem best fyrir lífið framundan,“ segir Guðrún í tilkynningu. Verzlunarskóli Íslands var stofnaður árið 1905 og hefur útskrifað stúdenta frá árinu 1945. Verzlunarskólinn er bekkjarskóli þar sem um 1.050 nemendur stunda nám í dagskóla og um 1.400 nemendur stunda fjarnám. Þar starfa 120 starfsmenn.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira