„Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. maí 2021 15:00 Meðferðin gengur út á að sjúklingur fær meðferð hjá sérfræðingi áður en hann fær skammt af lyfinu Psilocybin. Sérfræðingur er á staðnum á meðan lyfið virkar. Þá er einnig unnið áfram úr reynslunni eftir lyfjameðferð. Vísir/Getty Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda. Haraldur Erlendsson geðlæknir sagði í fréttum okkar að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfinu Psilocybin sem unnið eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Lyfið er ólöglegt hér á landi en víða um heim er verið að þrýsta á stjórnvöld að leyfa það eða leyfa rannsóknir á því. Hópur sérfræðinga skoðar að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. Virkar vel við dauðahræðslu Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur er á sömu skoðun. „Ég er búin að vera að fylgjast með rannsóknum á þessum lyfjum í nokkur ár og þetta er gífurlega spennandi. Rannsóknir eru að sýna mjög góðan árangur gegn alls konar geðrænum vanda. Þannig að það er vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi,“ segir Lilja. Hún segir rannsóknir lofa mjög góðum árangri gegn kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun og fíknisjúkdómum. Þau hafa líka reynst vel við dauðahræðslu. Lyfin hafa verið notuð til meðferðar hjá fólki sem liggur fyrir dauðanum og kvíðir honum. Þau hafa reynst afar vel í slíkum tilvikum,“ segir Lilja. Það verða til nýjar brautir Aðspurð um hvernig Psilocybin virkar segir Lilja: „Þetta eru hugvíkkandi lyf sem auka sveigjanleika í heilanum. Það er líkt og heilastöðvarnar eða heilaboðin tali meira saman en áður þannig að einstaklingurinn á auðveldara með að vinna úr undirliggjandi vanda. Ef ég nota líkindamál þá er hægt að líkja ferlinu við skíðabrekku þar sem alltaf er farið sömu erfiðu brautirnar en þegar lyfið er notað á réttan hátt þá er eins og snjói og nýjar og auðveldari brautir verða til. Þannig sér sjúklingurinn nýjar lausnir á undirliggjandi vanda,“ segir Lilja. Lilja segir afar mikilvægt að meðferðin sé gerð á réttan máta. „Hefðbundin meðferð með svona lyfjum hefst á því að sjúklingur hittir sérfræðing og lýsir vanda sínum. Á næsta stigi fær sjúklingur lyfið en sérfræðingur er viðstaddur til að aðstoða með upplifunina. Hann heldur svo áfram að vinna úr upplifuninni með sjúklingnum í einhver skipti á eftir. Þetta er ferli innávið en er ekki hefðbundin samtalsmeðferð. Meðferðaraðilar eru þarna hjá þér til að hjálpa þér allan tímann,“ segir Lilja. Hefur séð marga ná bata Hún segir afar mikilvægt að upplýst umræða fari fram um þessi mál hér á landi. „Við þurfum að ná upp réttri umræðu um þetta . Það þarf að koma upp aðstöðu hér á landi þar sem fólk getur sótt slíkt meðferðarform þ.e. þar sem vel er haldið utan um það meðan það er á þessari vegferð,“ segir Lilja. Lilja segist ekki nota slíka meðferð enda sé hún ekki leyfileg hér á landi. Hún hafi hins vegar séð fólk ná miklum árangri eftir slíka meðferð. „Ég hef séð þó nokkuð marga ná bata eftir slíka meðferð,“ segir Lilja. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Heilsa Lyf Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. 19. maí 2021 14:45 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Haraldur Erlendsson geðlæknir sagði í fréttum okkar að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfinu Psilocybin sem unnið eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Lyfið er ólöglegt hér á landi en víða um heim er verið að þrýsta á stjórnvöld að leyfa það eða leyfa rannsóknir á því. Hópur sérfræðinga skoðar að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. Virkar vel við dauðahræðslu Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur er á sömu skoðun. „Ég er búin að vera að fylgjast með rannsóknum á þessum lyfjum í nokkur ár og þetta er gífurlega spennandi. Rannsóknir eru að sýna mjög góðan árangur gegn alls konar geðrænum vanda. Þannig að það er vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi,“ segir Lilja. Hún segir rannsóknir lofa mjög góðum árangri gegn kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun og fíknisjúkdómum. Þau hafa líka reynst vel við dauðahræðslu. Lyfin hafa verið notuð til meðferðar hjá fólki sem liggur fyrir dauðanum og kvíðir honum. Þau hafa reynst afar vel í slíkum tilvikum,“ segir Lilja. Það verða til nýjar brautir Aðspurð um hvernig Psilocybin virkar segir Lilja: „Þetta eru hugvíkkandi lyf sem auka sveigjanleika í heilanum. Það er líkt og heilastöðvarnar eða heilaboðin tali meira saman en áður þannig að einstaklingurinn á auðveldara með að vinna úr undirliggjandi vanda. Ef ég nota líkindamál þá er hægt að líkja ferlinu við skíðabrekku þar sem alltaf er farið sömu erfiðu brautirnar en þegar lyfið er notað á réttan hátt þá er eins og snjói og nýjar og auðveldari brautir verða til. Þannig sér sjúklingurinn nýjar lausnir á undirliggjandi vanda,“ segir Lilja. Lilja segir afar mikilvægt að meðferðin sé gerð á réttan máta. „Hefðbundin meðferð með svona lyfjum hefst á því að sjúklingur hittir sérfræðing og lýsir vanda sínum. Á næsta stigi fær sjúklingur lyfið en sérfræðingur er viðstaddur til að aðstoða með upplifunina. Hann heldur svo áfram að vinna úr upplifuninni með sjúklingnum í einhver skipti á eftir. Þetta er ferli innávið en er ekki hefðbundin samtalsmeðferð. Meðferðaraðilar eru þarna hjá þér til að hjálpa þér allan tímann,“ segir Lilja. Hefur séð marga ná bata Hún segir afar mikilvægt að upplýst umræða fari fram um þessi mál hér á landi. „Við þurfum að ná upp réttri umræðu um þetta . Það þarf að koma upp aðstöðu hér á landi þar sem fólk getur sótt slíkt meðferðarform þ.e. þar sem vel er haldið utan um það meðan það er á þessari vegferð,“ segir Lilja. Lilja segist ekki nota slíka meðferð enda sé hún ekki leyfileg hér á landi. Hún hafi hins vegar séð fólk ná miklum árangri eftir slíka meðferð. „Ég hef séð þó nokkuð marga ná bata eftir slíka meðferð,“ segir Lilja.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Heilsa Lyf Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. 19. maí 2021 14:45 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. 19. maí 2021 14:45