Ríkið í ríkinu Hildur Sverrisdóttir skrifar 19. maí 2021 08:31 Áfengismál eru löngu orðin klisja af hálfu okkar Sjálfstæðismanna. En kannski er ástæða fyrir því. Frjálslynt fólk hefur lengi barist fyrir því að sala áfengis verði gefin frjáls. Ég líkt og aðrir frelsispésar hef beitt mér fyrir þessu, síðast sem meðflutningsmaður áfengisfrumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi árið 2016, vegna þess að ég trúi því að fólki sé best treystandi fyrir sjálfu sér og að hið opinbera eigi sem minnst að skipta sér af því hvar og hvernig við kaupum löglegar neysluvörur. Frumvarpið sem ég átti hlut í náði ekki í gegn frekar en önnur. Þrátt fyrir augljósan ávinning og illsjáanlega ókosti hins mjög svo ágæta frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um brugghús var líka merkilega neikvæð umræða um það á þinginu þegar hún lagði það fram. Það gekk þó ekki lengra en svo að ætla að leyfa brugghúsum að selja framleiðslu sína á framleiðslustað. Hinn almenni vilji þingsins í átt að meira frelsi virðist alls ekki gefið mál. Við sitjum enn uppi með einokunarverslun úr öllum takti við samfélagsþróun. Ríkisverslunin nær engan veginn að halda í við nýjungar í vöruframboði, netverslunin er gagnslaus því sendingar má bara sækja í vínbúðir og verslanirnar eru staðsettar án þess að nokkur gaumur sé gefinn að sjálfbærni hverfa. Síðasta tillaga mín í borgarstjórn snerist raunar um að borgarstjórn hvetti stjórnvöld til að gefa áfengissölu frjálsa, einmitt á forsendum hverfanna. Síðan þá hefur vínbúðum í miðbæjum Garðabæjar og Hafnarfjarðar verið lokað og sömuleiðis í Borgartúni. Í staðinn hafa komið verslanir langt frá heimilum fólksins sem á að kaupa vörurnar. Ekkert af þessu er skrítið því hinu opinbera er ekki eðlislægt að standa í verslunarrekstri. Jafnvel þótt stofnunin skreyti sig með fallegum vínberjum og veiti vínráðgjöf þá er hún samt stofnun á vegum hins opinbera, stofnun sem hugsar verslun út frá sínum forsendum en ekki neytandans. Ríkið í ríkinu skilur ekki hverfamenningu, því er sama um réttlætismál landsbyggðarinnar og rís urrandi upp á afturfæturna með málaferlum þegar einkaaðilar reyna að notfæra sér það sem lögin þó leyfa til að veita neytendum betri þjónustu sem þeir eiga rétt á. Mér finnst bjór ekkert sérstaklega góður - en mikið væri það absúrd ef hatursmenn frelsisins hefðu unnið baráttuna um að hafa hann enn bannaðan. Það má alveg hugsa með hlýhug til tímanna þegar þjóðin vaknaði saman við morgunfréttir Ríkisútvarpsins. Eins vænt og mér þykir reyndar um Rás 1 þá er heimurinn betri með frjálsri fjölmiðlun. Ég er ósammála mörgu sem er sagt á stöðvunum og finnst tónlistin misgóð, en ég má alltaf skipta um stöð og hlusta á eitthvað annað. Flest ef ekki öll frelsisskref hafa skilað betra samfélagi. En kannski er það einhver fortíðarhlýja sem veldur því að svo gamalt vígi forræðishyggjunnar stendur enn óhaggað árið 2021. Ég óttast dálítið að frjálslyndið þyki ekki lengur spennandi og að stjórnlyndið sé að eiga óvænta endurkomu, líkt og hver annar jakki sem finnst gleymdur inni í skáp, fallegur í nostalgíunni, en enginn man lengur að var bæði skjóllítill og óþægilegur. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Áfengi og tóbak Alþingiskosningar 2021 Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Áfengismál eru löngu orðin klisja af hálfu okkar Sjálfstæðismanna. En kannski er ástæða fyrir því. Frjálslynt fólk hefur lengi barist fyrir því að sala áfengis verði gefin frjáls. Ég líkt og aðrir frelsispésar hef beitt mér fyrir þessu, síðast sem meðflutningsmaður áfengisfrumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi árið 2016, vegna þess að ég trúi því að fólki sé best treystandi fyrir sjálfu sér og að hið opinbera eigi sem minnst að skipta sér af því hvar og hvernig við kaupum löglegar neysluvörur. Frumvarpið sem ég átti hlut í náði ekki í gegn frekar en önnur. Þrátt fyrir augljósan ávinning og illsjáanlega ókosti hins mjög svo ágæta frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um brugghús var líka merkilega neikvæð umræða um það á þinginu þegar hún lagði það fram. Það gekk þó ekki lengra en svo að ætla að leyfa brugghúsum að selja framleiðslu sína á framleiðslustað. Hinn almenni vilji þingsins í átt að meira frelsi virðist alls ekki gefið mál. Við sitjum enn uppi með einokunarverslun úr öllum takti við samfélagsþróun. Ríkisverslunin nær engan veginn að halda í við nýjungar í vöruframboði, netverslunin er gagnslaus því sendingar má bara sækja í vínbúðir og verslanirnar eru staðsettar án þess að nokkur gaumur sé gefinn að sjálfbærni hverfa. Síðasta tillaga mín í borgarstjórn snerist raunar um að borgarstjórn hvetti stjórnvöld til að gefa áfengissölu frjálsa, einmitt á forsendum hverfanna. Síðan þá hefur vínbúðum í miðbæjum Garðabæjar og Hafnarfjarðar verið lokað og sömuleiðis í Borgartúni. Í staðinn hafa komið verslanir langt frá heimilum fólksins sem á að kaupa vörurnar. Ekkert af þessu er skrítið því hinu opinbera er ekki eðlislægt að standa í verslunarrekstri. Jafnvel þótt stofnunin skreyti sig með fallegum vínberjum og veiti vínráðgjöf þá er hún samt stofnun á vegum hins opinbera, stofnun sem hugsar verslun út frá sínum forsendum en ekki neytandans. Ríkið í ríkinu skilur ekki hverfamenningu, því er sama um réttlætismál landsbyggðarinnar og rís urrandi upp á afturfæturna með málaferlum þegar einkaaðilar reyna að notfæra sér það sem lögin þó leyfa til að veita neytendum betri þjónustu sem þeir eiga rétt á. Mér finnst bjór ekkert sérstaklega góður - en mikið væri það absúrd ef hatursmenn frelsisins hefðu unnið baráttuna um að hafa hann enn bannaðan. Það má alveg hugsa með hlýhug til tímanna þegar þjóðin vaknaði saman við morgunfréttir Ríkisútvarpsins. Eins vænt og mér þykir reyndar um Rás 1 þá er heimurinn betri með frjálsri fjölmiðlun. Ég er ósammála mörgu sem er sagt á stöðvunum og finnst tónlistin misgóð, en ég má alltaf skipta um stöð og hlusta á eitthvað annað. Flest ef ekki öll frelsisskref hafa skilað betra samfélagi. En kannski er það einhver fortíðarhlýja sem veldur því að svo gamalt vígi forræðishyggjunnar stendur enn óhaggað árið 2021. Ég óttast dálítið að frjálslyndið þyki ekki lengur spennandi og að stjórnlyndið sé að eiga óvænta endurkomu, líkt og hver annar jakki sem finnst gleymdur inni í skáp, fallegur í nostalgíunni, en enginn man lengur að var bæði skjóllítill og óþægilegur. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun