Íslenski boltinn

Fékk tveggja leikja bann fyrir skelfingar tæk­linguna á Dal­vík

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurður Heiðar, þjálfari Leiknis, og Octavio Páez.
Sigurður Heiðar, þjálfari Leiknis, og Octavio Páez. Leiknir Reykjavík

Octavio Páez, leikmaður Leiknis Reykjavíkur, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir skelfingar tæklingu hans er Leiknir mætti KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á Dalvík.

Páez var að leika sínar fyrstu mínútur í liði Leiknis R. í sumar en hann samdi við nýliðina fyrir tímabilið. Hann hafði verið inn á í rétt rúmar tíu mínútur er hann fór í gjörsamlega glórulausa tæklingu og fékk verðskuldað rautt spjald.

Staðan var 3-0 KA í vil þegar Páez kom inn af bekknum og reyndust það lokatölur leiksins. Eftir leik sagði fordæmdi Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, tæklinguna og sagði að svona ætti einfaldlega ekki að sjást. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var feginn að ekki fór verr.

Páez hefur nú verið dæmdur í tveggja leikja bann. Hann hefur nú þegar tekið út einn leik í bann en hann var ekki í leikmannahópi Breiðhyltinga er liðið vann 3-0 sigur á Fylki í síðustu umferð. 

Hann verður einnig í banni á föstudaginn kemur þegar nýliðar Leiknis sækja Íslandsmeistara Vals heim á Hlíðarenda.

Vert er að taka fram að leikmaðurinn hefur beðist afsökunar. Sagði hann einfaldlega að kappið hefði borið sig ofurliði.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×