Orkan úr óþefnum! Daði Geir Samúelsson skrifar 18. maí 2021 10:00 Hver kannast ekki við að finna stingandi skítalykt læðast að vitum manns sem veldur oft mikilli ónotatilfinningu og jafnvel ógleði. Held að flestir kannist nú við það ef lyktarskynið er í lagi. En í hvert skipti sem ég finn þessa lykt þá hugsa ég: „Af hverju virkjum við ekki þessa orku?“ Þessari lykt fylgir oft mjög orkumikil gastegund sem kallast metan og metan má nýta sem orkugjafa. Þess skal þó geta að metangasið sjálft er lyktarlaust og myndast við rotnun lífrænna leyfa við loftfirrtar aðstæður, en er ansi oft fylgifiskur þar sem skítalykt er að finna. Með því að safna saman metani sem myndast víðs vegar í okkar samfélagi, frá sorphaugum, rotþróm, fjósum, fjárhúsum, svínabúum og fleiri stöðum mætti búa til verðmætan orkugjafa fyrir Ísland. Hægt er að nýta það til að keyra áfram vörubíla, rútur og auðvitað heimilisbílinn. Ekki nóg með að vera kominn með innlendan orkugjafa með því að fanga metanið heldur erum við að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Metan er nefnilega mjög skaðleg gróðurhúsalofttegund og er talin vera um 21 sinnum skaðlegri heldur en sameind af koltvísýringi. Með því að brenna metan brotnar það niður í minna skaðlegar gróðurhúsalofttegundir. Með því að fanga metanið og nota sem eldsneyti á vélaflota landsins verður Ísland sjálfbærara um eldsneyti og dregur úr gróðurhúsaáhrifum. Ef ekkert er gert flæðir metanið áfram út í andrúmsloftið og við verðum af þessum orkugjafa og umhverfið tapar. Metan er að myndast um allt land þannig að það myndi líka styðja við að geta nálgast þennan orkugjafa víðs vegar um landið sem gerði það raunhæft að metanvæða hluta af vélaflota landsins. Ungt Framsóknarfólk samþykkti á sambandsþingi sínu haustið 2020 ályktun um að leggja ætti áherslu á að safna metani og nýta sem orkugjafa þjóðinni til heilla. Næst þegar þú finnur skítalykt hugsaðu; þarna er óbeisluð orka sem við ættum að nýta til að gera okkar samfélag sjálfbærara og umhverfisvænna. Höfundur er frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Orkumál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við að finna stingandi skítalykt læðast að vitum manns sem veldur oft mikilli ónotatilfinningu og jafnvel ógleði. Held að flestir kannist nú við það ef lyktarskynið er í lagi. En í hvert skipti sem ég finn þessa lykt þá hugsa ég: „Af hverju virkjum við ekki þessa orku?“ Þessari lykt fylgir oft mjög orkumikil gastegund sem kallast metan og metan má nýta sem orkugjafa. Þess skal þó geta að metangasið sjálft er lyktarlaust og myndast við rotnun lífrænna leyfa við loftfirrtar aðstæður, en er ansi oft fylgifiskur þar sem skítalykt er að finna. Með því að safna saman metani sem myndast víðs vegar í okkar samfélagi, frá sorphaugum, rotþróm, fjósum, fjárhúsum, svínabúum og fleiri stöðum mætti búa til verðmætan orkugjafa fyrir Ísland. Hægt er að nýta það til að keyra áfram vörubíla, rútur og auðvitað heimilisbílinn. Ekki nóg með að vera kominn með innlendan orkugjafa með því að fanga metanið heldur erum við að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Metan er nefnilega mjög skaðleg gróðurhúsalofttegund og er talin vera um 21 sinnum skaðlegri heldur en sameind af koltvísýringi. Með því að brenna metan brotnar það niður í minna skaðlegar gróðurhúsalofttegundir. Með því að fanga metanið og nota sem eldsneyti á vélaflota landsins verður Ísland sjálfbærara um eldsneyti og dregur úr gróðurhúsaáhrifum. Ef ekkert er gert flæðir metanið áfram út í andrúmsloftið og við verðum af þessum orkugjafa og umhverfið tapar. Metan er að myndast um allt land þannig að það myndi líka styðja við að geta nálgast þennan orkugjafa víðs vegar um landið sem gerði það raunhæft að metanvæða hluta af vélaflota landsins. Ungt Framsóknarfólk samþykkti á sambandsþingi sínu haustið 2020 ályktun um að leggja ætti áherslu á að safna metani og nýta sem orkugjafa þjóðinni til heilla. Næst þegar þú finnur skítalykt hugsaðu; þarna er óbeisluð orka sem við ættum að nýta til að gera okkar samfélag sjálfbærara og umhverfisvænna. Höfundur er frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun