Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar 11. október 2025 07:00 Allar þessar borgir eru árborgir – byggðar við S-laga hlykkju við ár. Vatnið tengir saman fólk, skapar líf og hefur frá öndverðu verið grunnur að samfélögum. Selfoss er okkar árborg – og hún er á hraðri siglingu inn í framtíðina. En Árborg er meira en Selfoss. Hún er líka Eyrarbakki og Stokkseyri – sjávarbyggðir með ríka sögu, menningu og einstakt umhverfi sem styrkja heildina. . Í Árborg fjölgar íbúum um 500 á ári. Það jafngildir því að á hverju ári rísi heilt nýtt hverfi, með öllum þeim áskorunum og tækifærum sem fylgja. Þetta er ekki bara tölfræði – þetta er samfélagsleg umbreyting. Sem íbúi og varabæjarfulltrúi sé ég hvernig við stöndum frammi fyrir stærstu stefnumótun í sögu sveitarfélagsins. Þetta má samt ekki bara vera spurning um fleiri hús, mikilvægast af öllu er að við byggjum upp aðlaðandi og gott samfélag, Við sem höfum séð heiminn vitum að fólk sækir ekki aðeins í atvinnu eða húsnæði. Það velur sér heimili út frá gæðum lífsins. Í Berlín og Vín er það menningin og þjónustan. Í París er það mannlífið, göngugötur og kaffihús. Árborg hefur tækifæri til að skapa sína eigin útgáfu – þar sem náttúran, menningin og nærumhverfið eru í forgrunni og blómstrandi mannlífi. Gerum Árborg að eftirsóttasta svæði landsins! Viðreisn leggur áherslu á að þessi vöxtur verði mótaður með: Sjálfbærri skipulagsstefnu – Ný hverfi sem eru hönnuð fyrir fólk, ekki bara bíla. Á Eyrarbakka og Stokkseyri þarf að styrkja innviði án þess að skerða sérstöðu og menningararf. Sterku menningarlífi – listir, skapandi greinar og afþreying eru lykill að því að halda í ungt fólk og fjölskyldur, bæði í þéttbýlinu og í sjávarbyggðunum. Framsækinni þjónustu – leikskólar, grunnskólar, heilbrigðisþjónusta og samgöngur þurfa að vaxa í takt við íbúafjölgun og tryggja aðgengi allra. Nýsköpun og atvinnu – Árborg getur orðið miðstöð nýsköpunar, en einnig eru tækifæri í ferðaþjónustu, menningu og skapandi atvinnugreinum. Viðreisn í Árborg er flokkur framtíðarsýnar. Við trúum því að Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri geti vaxið saman sem ein heild – þar sem fjölbreytni, saga og framtíð mætast. Árborg á að verða ekki aðeins stærsta sveitarfélag Suðurlands – heldur eftirsóttasti staður landsins til að búa á. Það er okkar verkefni, og Viðreisn er tilbúin til að leiða þá vegferð. Viðreisn þorir, má bjóða þér að vera með? Höfundur er formaður Viðreisnar í Árnessýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Allar þessar borgir eru árborgir – byggðar við S-laga hlykkju við ár. Vatnið tengir saman fólk, skapar líf og hefur frá öndverðu verið grunnur að samfélögum. Selfoss er okkar árborg – og hún er á hraðri siglingu inn í framtíðina. En Árborg er meira en Selfoss. Hún er líka Eyrarbakki og Stokkseyri – sjávarbyggðir með ríka sögu, menningu og einstakt umhverfi sem styrkja heildina. . Í Árborg fjölgar íbúum um 500 á ári. Það jafngildir því að á hverju ári rísi heilt nýtt hverfi, með öllum þeim áskorunum og tækifærum sem fylgja. Þetta er ekki bara tölfræði – þetta er samfélagsleg umbreyting. Sem íbúi og varabæjarfulltrúi sé ég hvernig við stöndum frammi fyrir stærstu stefnumótun í sögu sveitarfélagsins. Þetta má samt ekki bara vera spurning um fleiri hús, mikilvægast af öllu er að við byggjum upp aðlaðandi og gott samfélag, Við sem höfum séð heiminn vitum að fólk sækir ekki aðeins í atvinnu eða húsnæði. Það velur sér heimili út frá gæðum lífsins. Í Berlín og Vín er það menningin og þjónustan. Í París er það mannlífið, göngugötur og kaffihús. Árborg hefur tækifæri til að skapa sína eigin útgáfu – þar sem náttúran, menningin og nærumhverfið eru í forgrunni og blómstrandi mannlífi. Gerum Árborg að eftirsóttasta svæði landsins! Viðreisn leggur áherslu á að þessi vöxtur verði mótaður með: Sjálfbærri skipulagsstefnu – Ný hverfi sem eru hönnuð fyrir fólk, ekki bara bíla. Á Eyrarbakka og Stokkseyri þarf að styrkja innviði án þess að skerða sérstöðu og menningararf. Sterku menningarlífi – listir, skapandi greinar og afþreying eru lykill að því að halda í ungt fólk og fjölskyldur, bæði í þéttbýlinu og í sjávarbyggðunum. Framsækinni þjónustu – leikskólar, grunnskólar, heilbrigðisþjónusta og samgöngur þurfa að vaxa í takt við íbúafjölgun og tryggja aðgengi allra. Nýsköpun og atvinnu – Árborg getur orðið miðstöð nýsköpunar, en einnig eru tækifæri í ferðaþjónustu, menningu og skapandi atvinnugreinum. Viðreisn í Árborg er flokkur framtíðarsýnar. Við trúum því að Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri geti vaxið saman sem ein heild – þar sem fjölbreytni, saga og framtíð mætast. Árborg á að verða ekki aðeins stærsta sveitarfélag Suðurlands – heldur eftirsóttasti staður landsins til að búa á. Það er okkar verkefni, og Viðreisn er tilbúin til að leiða þá vegferð. Viðreisn þorir, má bjóða þér að vera með? Höfundur er formaður Viðreisnar í Árnessýslu.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun