Gefum fjölskyldunni tíma Oddný G. Harðardóttir skrifar 17. maí 2021 08:30 Því fer fjarri að barnafjölskyldur á Íslandi fái jafn mikinn og góðan stuðning og tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Í samtölum mínum við ungar konur með meðallaun, segja þær undantekningarlaust að þær fái engar barnabætur, barnabæturnar séu ekki fyrir þeirra börn. Þó þær velti við hverri krónu og aldrei sé afgangur um mánaðarmót sama hve margir yfirvinnutímar séu unnir. Um leið og foreldrarnir vinni meira til að geta veitt börnum sínum þokkalegt húsnæði, klæði, fæði og tómstundir, fái börnin lítinn tíma með foreldrum sínum og streitan við að skutla og sækja inn á milli vinnutarna taki sinn toll. Hér á landi fá aðeins þær fjölskyldur sem eru með tekjur undir lágmarkstekjutryggingu, óskertar barnabætur. Barnabæturnar hér á landi byrja að skerðast um leið og launin hafa náð 351.000 kr á mánuði. Þegar mánaðarlaunin eru rétt rúmlega 600.000 kr á mánuði koma engar barnabætur og hafa minnkað verulega að því marki vegna grimmra tekjuskerðinga sem eru afleiðing af stefnu núverandi ríkisstjórnar. Óskertar mánaðarlegar greiðslur Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári. Fyrsta breytingin sem augljóslega þarf að gera er að greiða barnabætur út mánaðarlega til að lágmarka kostnað vegna yfirdráttar á bankareikningum og tryggja þar með að greiðslurnar verði eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá næmu þær óskertar 31.000 kr á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.000 kr til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára er greiðslan 55.000 kr á mánuði hjá sambúðarfólki en 78.000 kr hjá einstæðum foreldrum. Barnvænt samfélag Ef Ísland á að vera barnvænt samfélag líkt og við jafnaðarmenn ætlum okkur eftir næstu kosningar, verður að styðja við fleiri barnafjölskyldur. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru barnabætur ekki tekjutengdar en í Danmörku hefjast skerðingar við háar tekjur. Tekjutengingin er í hinum norrænu ríkjunum í gegnum tekjuskattskerfið. Hugsunin er sú að með barnabótum séu kjör þeirra sem eru með börn á framfæri jöfnuð við kjör þeirra sem eru ekki með börn á framfæri. En tekjuhæstu einstaklingarnir greiða hins vegar hærri tekjuskatta en hinir. Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands viljum taka örugg skref að barnvænu samfélagi. Fyrsta skrefið við fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur á næsta kjörtímabili yrði að barnafjölskyldur með meðallaun fái óskertar barnabætur. Betri líðan og hagsæld barna Sumir segja að stuðningur við barnafjölskyldur sé svo dýr. Það kosti milljarða að gera jafn vel og hin norrænu ríkin. Við í Samfylkingunni erum sannfærð um að sá kostnaður skili sér margfalt til baka með betri líðan barna og hagsæld. Og við bendum á að það sé líka dýrt að lækka skatta á fjármagnseigendur líkt og ríkisstjórnin hefur gert á þessu kjörtímabili. Að ekki sé talað um lækkun veiðigjalda. Okkar forgangsröðun er önnur. Ég skora á stjórnmálamenn að gefa umræðu um barnafjölskyldur tíma í kosningabaráttunni sem framundan er. Sýnum að alvara og þungi sé í slagorðinu „Barnvænt Ísland“. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Því fer fjarri að barnafjölskyldur á Íslandi fái jafn mikinn og góðan stuðning og tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Í samtölum mínum við ungar konur með meðallaun, segja þær undantekningarlaust að þær fái engar barnabætur, barnabæturnar séu ekki fyrir þeirra börn. Þó þær velti við hverri krónu og aldrei sé afgangur um mánaðarmót sama hve margir yfirvinnutímar séu unnir. Um leið og foreldrarnir vinni meira til að geta veitt börnum sínum þokkalegt húsnæði, klæði, fæði og tómstundir, fái börnin lítinn tíma með foreldrum sínum og streitan við að skutla og sækja inn á milli vinnutarna taki sinn toll. Hér á landi fá aðeins þær fjölskyldur sem eru með tekjur undir lágmarkstekjutryggingu, óskertar barnabætur. Barnabæturnar hér á landi byrja að skerðast um leið og launin hafa náð 351.000 kr á mánuði. Þegar mánaðarlaunin eru rétt rúmlega 600.000 kr á mánuði koma engar barnabætur og hafa minnkað verulega að því marki vegna grimmra tekjuskerðinga sem eru afleiðing af stefnu núverandi ríkisstjórnar. Óskertar mánaðarlegar greiðslur Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári. Fyrsta breytingin sem augljóslega þarf að gera er að greiða barnabætur út mánaðarlega til að lágmarka kostnað vegna yfirdráttar á bankareikningum og tryggja þar með að greiðslurnar verði eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá næmu þær óskertar 31.000 kr á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.000 kr til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára er greiðslan 55.000 kr á mánuði hjá sambúðarfólki en 78.000 kr hjá einstæðum foreldrum. Barnvænt samfélag Ef Ísland á að vera barnvænt samfélag líkt og við jafnaðarmenn ætlum okkur eftir næstu kosningar, verður að styðja við fleiri barnafjölskyldur. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru barnabætur ekki tekjutengdar en í Danmörku hefjast skerðingar við háar tekjur. Tekjutengingin er í hinum norrænu ríkjunum í gegnum tekjuskattskerfið. Hugsunin er sú að með barnabótum séu kjör þeirra sem eru með börn á framfæri jöfnuð við kjör þeirra sem eru ekki með börn á framfæri. En tekjuhæstu einstaklingarnir greiða hins vegar hærri tekjuskatta en hinir. Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands viljum taka örugg skref að barnvænu samfélagi. Fyrsta skrefið við fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur á næsta kjörtímabili yrði að barnafjölskyldur með meðallaun fái óskertar barnabætur. Betri líðan og hagsæld barna Sumir segja að stuðningur við barnafjölskyldur sé svo dýr. Það kosti milljarða að gera jafn vel og hin norrænu ríkin. Við í Samfylkingunni erum sannfærð um að sá kostnaður skili sér margfalt til baka með betri líðan barna og hagsæld. Og við bendum á að það sé líka dýrt að lækka skatta á fjármagnseigendur líkt og ríkisstjórnin hefur gert á þessu kjörtímabili. Að ekki sé talað um lækkun veiðigjalda. Okkar forgangsröðun er önnur. Ég skora á stjórnmálamenn að gefa umræðu um barnafjölskyldur tíma í kosningabaráttunni sem framundan er. Sýnum að alvara og þungi sé í slagorðinu „Barnvænt Ísland“. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun