Móðir Cristiano Ronaldo vill að strákurinn spili með Sporting á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 10:31 Cristiano Ronaldo fagnar hér einu af hundrað mörkum sínum fyrir Juventus. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Dolores Aveiro, móðir Cristiano Ronaldo, hefur sterkar skoðanir á því hvað strákurinn sinn eigi að gera næst. Mikið er rætt og skrifað um framtíð knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo en það þykir líklegt að hann yfirgefi Juventus í sumar þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum við ítalska félagið. Cristiano Ronaldo skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Juventus í 3-1 sigri á miðvikudagskvöldið en liðið er enn í fimmta sæti sem myndi þýða að Juve yrði ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Cristiano Ronaldo will play for Sporting Clube de Portugal next season, according to his mom pic.twitter.com/trjHZdgA95— ESPN FC (@ESPNFC) May 13, 2021 Sporting, fyrsta meistaraflokksfélagið hans Ronaldo, verður aftur á móti í Meistaradeildinni eftir að liðið tryggði sér í vikunni portúgalska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2002. Annaðhvort Porto eða Benfica höfðu orðið meistarar í nítján ár samfellt. Frú Dolores Aveiro er mikill stuðningsmaður Sporting og í sigurvímunni lofaði hún stuðningsmönnunum að hún myndi reyna að sannfæra soninn að koma heim til Sporting. „Ég mun tala við hann [Cristiano] um að koma til baka,“ sagði Dolores Aveiro af svölunum sínum. Cristiano Ronaldo's mom had a lovely time celebrating Sporting's first Portuguese title in 19 years pic.twitter.com/ChbutEdnWM— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) May 12, 2021 „Á næsta ári þá mun hann spila á Alvalade [Heimavöllur Sporting],“ sagði Dolores við mikinn fönguð stuðningsmannanna. Hinn 36 ára gamli Ronaldo hefur verið orðaður við franska stórliðið Paris Saint Germain og einhverjir stuðningsmenn Manchester United hefur dreymt um að hann kæmi aftur norður til Manchester. Þetta útspil móðir hans er athyglisvert innlegg í umræðuna um framtíð Ronaldo því flestir hlusta nú á mæður sínar. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Mikið er rætt og skrifað um framtíð knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo en það þykir líklegt að hann yfirgefi Juventus í sumar þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum við ítalska félagið. Cristiano Ronaldo skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Juventus í 3-1 sigri á miðvikudagskvöldið en liðið er enn í fimmta sæti sem myndi þýða að Juve yrði ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Cristiano Ronaldo will play for Sporting Clube de Portugal next season, according to his mom pic.twitter.com/trjHZdgA95— ESPN FC (@ESPNFC) May 13, 2021 Sporting, fyrsta meistaraflokksfélagið hans Ronaldo, verður aftur á móti í Meistaradeildinni eftir að liðið tryggði sér í vikunni portúgalska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2002. Annaðhvort Porto eða Benfica höfðu orðið meistarar í nítján ár samfellt. Frú Dolores Aveiro er mikill stuðningsmaður Sporting og í sigurvímunni lofaði hún stuðningsmönnunum að hún myndi reyna að sannfæra soninn að koma heim til Sporting. „Ég mun tala við hann [Cristiano] um að koma til baka,“ sagði Dolores Aveiro af svölunum sínum. Cristiano Ronaldo's mom had a lovely time celebrating Sporting's first Portuguese title in 19 years pic.twitter.com/ChbutEdnWM— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) May 12, 2021 „Á næsta ári þá mun hann spila á Alvalade [Heimavöllur Sporting],“ sagði Dolores við mikinn fönguð stuðningsmannanna. Hinn 36 ára gamli Ronaldo hefur verið orðaður við franska stórliðið Paris Saint Germain og einhverjir stuðningsmenn Manchester United hefur dreymt um að hann kæmi aftur norður til Manchester. Þetta útspil móðir hans er athyglisvert innlegg í umræðuna um framtíð Ronaldo því flestir hlusta nú á mæður sínar.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira