Morten Beck upp á Skaga, Arnar Sveinn í Fylki, Ólöf Sigríður í Þrótt á láni | Fjöldi félagaskipta í gluggalok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 17:00 Arnar Sveinn Geirsson hefur samið við Fylki. Hér er hann í leik með Blikum. Vísir/Vilhelm Það var nóg um að vera í gærkvöld er knattspyrnulið landsins gerðu hvað þau gátu til að sækja leikmenn skömmu fyrir gluggalok. Félagaskiptaglugginn hér á landi lokaði nefnilega á miðnætti. Stærstu félagaskipti síðustu daga eru þau að Kjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við KR á nýjan leik og Sölvi Snær Guðbjargarson samdi loks við Breiðablik eftir miklar vangaveltur undanfarnar vikur. Hann kom frá Stjörnunni. Þá er vert að nefna að Danny Guthrie samdi við Fram og Marc Wilson við Þrótt Vogum en báðir léku í ensku úralsdeildinni á sínum tíma. Morten Beck Andersen hefur gengið til liðs við ÍA á láni frá FH. Hinn 33 ára gamli framherji hefur leikið með FH síðan 2019 en hann lék með KR sumarið 2016. Hann á að hjálpa Skagamönnum í baráttunni við að halda sæti sínu í deildinni. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann fær að spila með ÍA gegn FH í kvöld. Eitt svona fyrir svefnin!Bjóðum Morten Beck hjartanlega velkomin uppá Skaga pic.twitter.com/z4iVG7Qflk— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) May 12, 2021 Sigurður Hrannar Þorsteinsson fór frá Skipaskaga niður á Seltjarnarnes seint í gærkvöldi. Um er að ræða 21 árs gamlan miðjumann sem kom við sögu í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar með ÍA. Nú mun hann reyna hjálpa Gróttu að reyna komast upp úr Lengjudeildinni í annað sinn á þremur árum. Arnar Sveinn Geirsson er genginn til liðs við Fylki á nýjan leik eftir að hafa leikið með liðinu á láni frá Breiðabliki á síðustu leiktíð. Arnar Sveinn er uppalinn hjá Val og varð til að mynda Íslandsmeistari með liðinu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur en mun eiga að hjálpa ungu liði Fylkis að lyfta sér upp töfluna í Pepsi Max deildinni. Atli Hrafn Andrason samdi við ÍBV til tveggja ára en hann hefur áður leikið með Breiðablik og Víking Reykjavík. Eyjamenn stefna upp úr Lengjudeildinni og Atli Hrafn vill eflaust fá að spila meira en hann hefur gert undanfarið. ÍBV samdi einnig við hollenska framherjann Seku Canneh á dögunum. Atli Hrafn til ÍBV https://t.co/eDDmLPrihg pic.twitter.com/6fiC8TAUs2— ÍBV Vestmannaeyjar (@IBVsport) May 12, 2021 Þá hefur Ólöf Sigríður Kristinsdóttir verið lánuð frá Val til Þrótt Reykjavíkur annað tímabilið í röð. Ólöf Sigríður skoraði sex mörk í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni með Þrótti síðasta sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Stærstu félagaskipti síðustu daga eru þau að Kjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við KR á nýjan leik og Sölvi Snær Guðbjargarson samdi loks við Breiðablik eftir miklar vangaveltur undanfarnar vikur. Hann kom frá Stjörnunni. Þá er vert að nefna að Danny Guthrie samdi við Fram og Marc Wilson við Þrótt Vogum en báðir léku í ensku úralsdeildinni á sínum tíma. Morten Beck Andersen hefur gengið til liðs við ÍA á láni frá FH. Hinn 33 ára gamli framherji hefur leikið með FH síðan 2019 en hann lék með KR sumarið 2016. Hann á að hjálpa Skagamönnum í baráttunni við að halda sæti sínu í deildinni. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann fær að spila með ÍA gegn FH í kvöld. Eitt svona fyrir svefnin!Bjóðum Morten Beck hjartanlega velkomin uppá Skaga pic.twitter.com/z4iVG7Qflk— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) May 12, 2021 Sigurður Hrannar Þorsteinsson fór frá Skipaskaga niður á Seltjarnarnes seint í gærkvöldi. Um er að ræða 21 árs gamlan miðjumann sem kom við sögu í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar með ÍA. Nú mun hann reyna hjálpa Gróttu að reyna komast upp úr Lengjudeildinni í annað sinn á þremur árum. Arnar Sveinn Geirsson er genginn til liðs við Fylki á nýjan leik eftir að hafa leikið með liðinu á láni frá Breiðabliki á síðustu leiktíð. Arnar Sveinn er uppalinn hjá Val og varð til að mynda Íslandsmeistari með liðinu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur en mun eiga að hjálpa ungu liði Fylkis að lyfta sér upp töfluna í Pepsi Max deildinni. Atli Hrafn Andrason samdi við ÍBV til tveggja ára en hann hefur áður leikið með Breiðablik og Víking Reykjavík. Eyjamenn stefna upp úr Lengjudeildinni og Atli Hrafn vill eflaust fá að spila meira en hann hefur gert undanfarið. ÍBV samdi einnig við hollenska framherjann Seku Canneh á dögunum. Atli Hrafn til ÍBV https://t.co/eDDmLPrihg pic.twitter.com/6fiC8TAUs2— ÍBV Vestmannaeyjar (@IBVsport) May 12, 2021 Þá hefur Ólöf Sigríður Kristinsdóttir verið lánuð frá Val til Þrótt Reykjavíkur annað tímabilið í röð. Ólöf Sigríður skoraði sex mörk í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni með Þrótti síðasta sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti