Bjarni vill minni kjördæmi út um landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 14:42 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir tíma til kominn að gerð verði grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan landsins. Hann segir óheppilegt að jöfnunarþingsæti kallist ekki á við fjölda flokka á þingi. „Þetta er óheppilegt, ég get alveg tekið undir það. En staðreyndin er sú að þetta hefur verið lítið rætt á vettvangi þingsins og hefur ekki verið til skoðunar“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur kallað eftir því að kosningalög verði tekin til skoðunar fyrir næstu Alþingiskosningar og segir hann tíma til kominn að fjöldi jöfnunarþingsæta verði tekinn til skoðunar. Eins og staðan sé í dag sé jafnkvæði atkvæða eftir flokkum ekki til staðar og hafi ekki verið síðan í þingkosningum 2009. „Það er alltaf spurning hversu langt tímabil maður á að taka undir þegar þetta er metið og það er vissulega rétt að eins og kosningar hafa farið fram að undanförnu er eins og jöfnunarsætin kallist ekki á við þann fjölda flokka sem hefur komist inn á þing,“ sagði Bjarni í dag. „Við höfum hins vegar aldrei verið í þeirri stöðu að hafa átta flokka á Alþingi og við vitum í sjálfu sér ekki hvort það verði staðan næst eða ekki,“ segir Bjarni. „Það er engin trygging fyrir því að breyting sem við gerðum núna myndi leysa það mál, segjum margar kosningar fram í tímann.“ Vill tvöfalda kjördæmin á landsbyggðinni Bjarni segir tíma til kominn að kosningalöggjöfin öll og kjördæmaskipan verði tekin til grundvallarendurskoðunar. Hann segist þeirrar skoðunar að skipta mætti kjördæmum landsbyggðarinnar upp í smærri kjördæmi og setur spurningamerki við það að Reykjavík sé skipt í tvö kjördæmi. Klippa: Bjarni vill grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni „Ég finn til dæmis fyrir því þegar ég fer um landið að fólki finnst kjördæmin of stór og ef ég nefni þar að skera landsbyggðarkjördæmin upp í tvennt, að tvöfalda fjölda þeirra, fellur það mönnum mjög vel í geð,“ segir Bjarni. „Menn fengju þannig meiri nálægð við sína fulltrúa á þingi og það fyndist mér alveg koma til greina. Eins hérna á höfuðborgarsvæðinu má spyrja sig: hvaða vit er í því að vera með Reykjavík í tveimur kjördæmum? Mér finnst það ekkert sérstaklega praktískt.“ Að færa þingmenn nær fólkinu yrði til góðs Hann segir að verði kjördæmin minnkuð myndi það færa þingmenn nær fólkinu í landinu. „Ég er búinn að mynda mér þá skoðun eftir mörg ár á þingi að þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með í dag sé ekkert svakalega heppilegt. Það var ágætis breyting á sínum tíma en mér finnst komin tími til að taka það upp til endurskoðunar,“ segir Bjarni. „Ég myndi vilja sjá minni kjördæmi út um landið, það þýðir ekkert endilega fleiri þingmenn, sérstaklega ekki ef við förum að hreyfa við atkvæðavæginu. En það myndi færa þingmennina nær fólkinu og yrði til góðs að mínu áliti.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28 Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
„Þetta er óheppilegt, ég get alveg tekið undir það. En staðreyndin er sú að þetta hefur verið lítið rætt á vettvangi þingsins og hefur ekki verið til skoðunar“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur kallað eftir því að kosningalög verði tekin til skoðunar fyrir næstu Alþingiskosningar og segir hann tíma til kominn að fjöldi jöfnunarþingsæta verði tekinn til skoðunar. Eins og staðan sé í dag sé jafnkvæði atkvæða eftir flokkum ekki til staðar og hafi ekki verið síðan í þingkosningum 2009. „Það er alltaf spurning hversu langt tímabil maður á að taka undir þegar þetta er metið og það er vissulega rétt að eins og kosningar hafa farið fram að undanförnu er eins og jöfnunarsætin kallist ekki á við þann fjölda flokka sem hefur komist inn á þing,“ sagði Bjarni í dag. „Við höfum hins vegar aldrei verið í þeirri stöðu að hafa átta flokka á Alþingi og við vitum í sjálfu sér ekki hvort það verði staðan næst eða ekki,“ segir Bjarni. „Það er engin trygging fyrir því að breyting sem við gerðum núna myndi leysa það mál, segjum margar kosningar fram í tímann.“ Vill tvöfalda kjördæmin á landsbyggðinni Bjarni segir tíma til kominn að kosningalöggjöfin öll og kjördæmaskipan verði tekin til grundvallarendurskoðunar. Hann segist þeirrar skoðunar að skipta mætti kjördæmum landsbyggðarinnar upp í smærri kjördæmi og setur spurningamerki við það að Reykjavík sé skipt í tvö kjördæmi. Klippa: Bjarni vill grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni „Ég finn til dæmis fyrir því þegar ég fer um landið að fólki finnst kjördæmin of stór og ef ég nefni þar að skera landsbyggðarkjördæmin upp í tvennt, að tvöfalda fjölda þeirra, fellur það mönnum mjög vel í geð,“ segir Bjarni. „Menn fengju þannig meiri nálægð við sína fulltrúa á þingi og það fyndist mér alveg koma til greina. Eins hérna á höfuðborgarsvæðinu má spyrja sig: hvaða vit er í því að vera með Reykjavík í tveimur kjördæmum? Mér finnst það ekkert sérstaklega praktískt.“ Að færa þingmenn nær fólkinu yrði til góðs Hann segir að verði kjördæmin minnkuð myndi það færa þingmenn nær fólkinu í landinu. „Ég er búinn að mynda mér þá skoðun eftir mörg ár á þingi að þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með í dag sé ekkert svakalega heppilegt. Það var ágætis breyting á sínum tíma en mér finnst komin tími til að taka það upp til endurskoðunar,“ segir Bjarni. „Ég myndi vilja sjá minni kjördæmi út um landið, það þýðir ekkert endilega fleiri þingmenn, sérstaklega ekki ef við förum að hreyfa við atkvæðavæginu. En það myndi færa þingmennina nær fólkinu og yrði til góðs að mínu áliti.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28 Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. 10. maí 2021 11:28
Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30
Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30