Skora á Lilju eftir hörfun Einars Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2025 10:58 Lilja Alfreðsdóttur hefur borist stuðningur úr Reykjavík til að bjóða sig fram til formanns Framsóknar. Vísir/Vilhelm Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann flokksins að bjóða sig fram til formanns Framsóknar á komandi flokksþingi og leiða flokkinn inn í nýja tíma. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram. Áskorunin til Lilju um að bjóða sig fram kemur fram í tilkynningu frá stjórninni. Flokksþing fer fram í febrúar og verður þá nýr formaður kjörinn en Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér að nýju. Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík hafa þegar skorað á Lilju að gefa kost á sér en Framsóknarmenn í Garðabæ hafa skorað á Willum Þór Þórsson að gera slíkt hið sama. Bæði hafa Lilja og Willum sagst íhuga framboð. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar hafði oft verið nefndur í umræðunni um mögulegan formann. Hann tilkynnti í gær að hann muni ekki bjóða sig fram og sagði í samtali við Vísi mestu máli skipta að koma núverandi borgarstjórnarmeirihluta frá völdum. Hann sagði þó hafa komið sér á óvart hve margir hafi hvatt hann til að bjóða sig fram. „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar,“ sagði Einar í gær. Í tilkynningu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur segir að Lilja hafi sýnt það í störfum sínum að hún hafi allt að bera sem þurfi til þess að vera formaður Framsóknar. „Lilja Dögg hefur sýnt það í störfum sínum í langan tíma að hún er hugsjóna- og framóknarmanneskja fram í fingurgóma, með ástríðu fyrir samvinnustefnunni, auk þess sem hún býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á efnahagsmálum, alþjóðamálum og framtíð gervigreindar,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur. Lilja sagði síðast í samtali við fréttastofu fyrir rúmum mánuði að hún hefði enn ekki ákveðið að bjóða sig fram til formanns. Hún hefði þó ítrekað verið hvött til þess að sækjast eftir embættinu. Frétt uppfærð 13:37. Ranglega kom fram að Ungir Framsóknarmenn hefðu lýst yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur, á meðan hið rétta er að Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík lýstu yfir stuðningi við hana. Þetta hefur verið leiðrétt. Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. 19. nóvember 2025 09:19 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Áskorunin til Lilju um að bjóða sig fram kemur fram í tilkynningu frá stjórninni. Flokksþing fer fram í febrúar og verður þá nýr formaður kjörinn en Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér að nýju. Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík hafa þegar skorað á Lilju að gefa kost á sér en Framsóknarmenn í Garðabæ hafa skorað á Willum Þór Þórsson að gera slíkt hið sama. Bæði hafa Lilja og Willum sagst íhuga framboð. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar hafði oft verið nefndur í umræðunni um mögulegan formann. Hann tilkynnti í gær að hann muni ekki bjóða sig fram og sagði í samtali við Vísi mestu máli skipta að koma núverandi borgarstjórnarmeirihluta frá völdum. Hann sagði þó hafa komið sér á óvart hve margir hafi hvatt hann til að bjóða sig fram. „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar,“ sagði Einar í gær. Í tilkynningu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur segir að Lilja hafi sýnt það í störfum sínum að hún hafi allt að bera sem þurfi til þess að vera formaður Framsóknar. „Lilja Dögg hefur sýnt það í störfum sínum í langan tíma að hún er hugsjóna- og framóknarmanneskja fram í fingurgóma, með ástríðu fyrir samvinnustefnunni, auk þess sem hún býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á efnahagsmálum, alþjóðamálum og framtíð gervigreindar,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur. Lilja sagði síðast í samtali við fréttastofu fyrir rúmum mánuði að hún hefði enn ekki ákveðið að bjóða sig fram til formanns. Hún hefði þó ítrekað verið hvött til þess að sækjast eftir embættinu. Frétt uppfærð 13:37. Ranglega kom fram að Ungir Framsóknarmenn hefðu lýst yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur, á meðan hið rétta er að Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík lýstu yfir stuðningi við hana. Þetta hefur verið leiðrétt.
Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. 19. nóvember 2025 09:19 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. 19. nóvember 2025 09:19
„Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44