Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2025 13:30 Brim gaf Viðreisn hámarksupphæð sem lögaðilar mega gefa stjórnmálaflokkum í fyrra. Þegar flokkurinn komst í ríkisstjórn fékk hann samþykkt hækkun veiðigjalda. Vísir Sjávarútvegsfyrirtækin Brim og Síldarvinnslan voru á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Viðreisnar í fyrra. Ráðherra flokksins lagði fram frumvarp um hækkun veiðigjalds sem varð að lögum undir hörðum mótmælum hagsmunaaðila í sjávarútvegi fyrr á þessu ári. Brim hf. styrkti Viðreisn um 550.000 krónur í fyrra en það er hámarksupphæð sem lögaðilar mega gefa stjórnmálasamtökum á ári. Síldarvinnslan hf. gaf hálfa milljón króna í sjóði flokksins samkvæmt ársreikningi Viðreisnar sem Ríkisendurskoðun hefur yfirfarið og samþykkt. Ríkisstjórnin sem Viðreisn á sæti í átti í vök að verjast gagnvart hagsmunaðilum í sjávarútvegi vegna frumvarps um hækkun veiðigjalda á vorþingi. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra úr röðum Viðreisnar, lagði frumvarpið fram. Frumvarpið varð ekki að lögum fyrr en eftir langvarandi málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi sem lauk ekki fyrr en forseti Alþingi beitti lítt notuðu ákvæði stjórnarskrár til þess að binda enda á það. Rúmar fimmtán milljónir frá lögaðilum Lögaðilar gáfu Viðreisn samtals rúma 15,1 milljón króna í fyrra. Auk Brims gáfu sex þeirra hámarksupphæð til flokksins. Tvö þeirra eru í eigu Egils Þórs Sigurðssonar; annars vegar Egilsson ehf. sem á ritfangaverslunina A4, og eignarhaldsfélagið Sigtún. HS orka rekur meðal annars jarðvarmavirkjunina í Svartsengi.Vísir/Vilhelm Hin fjögur félögin voru Almenningsvagnar Kynnisferða, HS orka, fiskeldisfyrirtækið Kaldvík og Hofgarðar í eigu Helga Magnússonar. Stærstu eigendur Kynnisferða er fjölskylda Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Ísfélagið er stór hluthafi í móðurfélagi Kaldvíkur. Þá gáfu Arion banki og Stoðir hf. hálfa milljón króna hvor ásamt Síldarvinnslunni. Þingmenn og forystan gefur sitt Einstaklingar létu rúmar 14,2 milljónir króna af hendi rakna til Viðreisnar í fyrra. Bárður G. Halldórsson og Gunnlaugur A. Jónsson gáfu hámarksupphæð sem leyfileg er. Forystusveit flokksins og þingmenn létu heldur ekki sitt eftir liggja. Pawel Bartoszek, þingmaður flokksins, gaf honum 465 þúsund krónur, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður, 365 þúsund. Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann gaf flokki sínum hátt í hálfa milljón króna í fyrra.Vísir/Arnar Þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, Guðbrandur Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir, gáfu einnig á bilinu 300 til 360 þúsund krónur hver. Hátt í sjötíu milljónir í þingkosningarnar Afkoma viðreisnar var neikvæð um 15,2 milljónir króna í fyrra sem skýrist að mestu af kostnaði við alþingiskosningarnar fyrir ári. Kostnaður við kosningarnar nam rúmum 67 milljónum króna, tæpum tuttugu milljónum krónum minna en við kosningarnar árið 2021. Eigið fé flokksins nam tæpum átta milljónum króna við lok síðasta árs og lækkaði það um 23 milljónir frá upphafi ársins. Viðreisn Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Brim hf. styrkti Viðreisn um 550.000 krónur í fyrra en það er hámarksupphæð sem lögaðilar mega gefa stjórnmálasamtökum á ári. Síldarvinnslan hf. gaf hálfa milljón króna í sjóði flokksins samkvæmt ársreikningi Viðreisnar sem Ríkisendurskoðun hefur yfirfarið og samþykkt. Ríkisstjórnin sem Viðreisn á sæti í átti í vök að verjast gagnvart hagsmunaðilum í sjávarútvegi vegna frumvarps um hækkun veiðigjalda á vorþingi. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra úr röðum Viðreisnar, lagði frumvarpið fram. Frumvarpið varð ekki að lögum fyrr en eftir langvarandi málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi sem lauk ekki fyrr en forseti Alþingi beitti lítt notuðu ákvæði stjórnarskrár til þess að binda enda á það. Rúmar fimmtán milljónir frá lögaðilum Lögaðilar gáfu Viðreisn samtals rúma 15,1 milljón króna í fyrra. Auk Brims gáfu sex þeirra hámarksupphæð til flokksins. Tvö þeirra eru í eigu Egils Þórs Sigurðssonar; annars vegar Egilsson ehf. sem á ritfangaverslunina A4, og eignarhaldsfélagið Sigtún. HS orka rekur meðal annars jarðvarmavirkjunina í Svartsengi.Vísir/Vilhelm Hin fjögur félögin voru Almenningsvagnar Kynnisferða, HS orka, fiskeldisfyrirtækið Kaldvík og Hofgarðar í eigu Helga Magnússonar. Stærstu eigendur Kynnisferða er fjölskylda Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Ísfélagið er stór hluthafi í móðurfélagi Kaldvíkur. Þá gáfu Arion banki og Stoðir hf. hálfa milljón króna hvor ásamt Síldarvinnslunni. Þingmenn og forystan gefur sitt Einstaklingar létu rúmar 14,2 milljónir króna af hendi rakna til Viðreisnar í fyrra. Bárður G. Halldórsson og Gunnlaugur A. Jónsson gáfu hámarksupphæð sem leyfileg er. Forystusveit flokksins og þingmenn létu heldur ekki sitt eftir liggja. Pawel Bartoszek, þingmaður flokksins, gaf honum 465 þúsund krónur, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður, 365 þúsund. Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann gaf flokki sínum hátt í hálfa milljón króna í fyrra.Vísir/Arnar Þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, Guðbrandur Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir, gáfu einnig á bilinu 300 til 360 þúsund krónur hver. Hátt í sjötíu milljónir í þingkosningarnar Afkoma viðreisnar var neikvæð um 15,2 milljónir króna í fyrra sem skýrist að mestu af kostnaði við alþingiskosningarnar fyrir ári. Kostnaður við kosningarnar nam rúmum 67 milljónum króna, tæpum tuttugu milljónum krónum minna en við kosningarnar árið 2021. Eigið fé flokksins nam tæpum átta milljónum króna við lok síðasta árs og lækkaði það um 23 milljónir frá upphafi ársins.
Viðreisn Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira