Orsakir hækkunar verðlagsvísitölu: Misskilningur leiðréttur Erna Bjarnadóttir skrifar 4. maí 2021 11:00 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7% í apríl samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga mælist nú 4,6% en var 4,3% í mars og hefur ekki mælst meiri síðan í ársbyrjun 2013. Þessi hækkun er meiri en flestir greiningaraðilar höfðu spáð. Það er því von að þeir hrökkvi við og rýni í stöðuna. Það er vissulega áhyggjuefni ef verðbólgan er að ná sér á strik núna á vordögum 2021. Yfirlýsingar hagfræðings Íslandsbanka Á vefmiðlinum Vísi var eftirfarandi haft eftir hagfræðingi Íslandsbanka um orsakir hækkunar vísitölu neysluverðs: „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir [hún] verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Síðan segir hann og er að vísa til mjólkurverðs: „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd.“ Þetta er dálítið einkennileg áhersla hjá hagfræðingnum. Það er nefnilega svo að vaxtalækkanir Seðlabankans sem margir telja að eigi ríkan þátt í hækkun húsnæðisverðs og sem að sögn hagfræðingsins útskýrir þorra veðlagshækkunarinnar, er einnig ákveðnar af „miðlægri nefnd“, þ.e. peningastefnunefnd Seðlabankans. Það er greinilega ekki sama hver „miðlæga nefndin“ er að hans áliti. Verðlagsnefnd búvara sem ákvað umrædda hækkun á verði mjólkurvara hefur starfað áratugum saman. Hlutverk hennar er að tryggja að kjör bænda dragist ekki aftur úr kjörum viðmiðunarstétta. Í því skyni leiðréttir hún mjólkurverð í samræmi við þær kostnaðarhækkanir sem bændur hafa þurft að mæta. Þetta gerir hún eftir á, það er eftir að kostnaðarhækkanir hafa átt sér stað. Þessar verðleiðréttingar eru því viðbrögð við liðinni verðbólgu. Þær geta því ekki verið sjálfstæður verðbólguhvati eins og hagfræðingur Íslandsbanka virðist telja. Hvað orsakir verðbólgunnar snertir, ætti hagfræðingur Íslandsbanka miklu fremur að horfa til „miðlægra“ ákvarðana Seðlabankans, ríkis og sveitarfélaga um fjölmarga verðlagsþætti og launakjör sem vissulega hafa verið sjálfstæðir verðbólguhvatar á liðnum misserum. Erfitt er að taka alvarlega þá fullyrðingu hagfræðings Íslandsbanka að hækkun á verði mjólkurvara 1. apríl hafi komið á óvart. Eins og fyrr greinir er hækkunin eftir á og er til að mæta áföllnum kostnaðarhækkunum undanfarna mánuði. Því var hún algerlega fyrirsjáanleg. Þar að auki var hún auglýst opinberlega þann 1. apríl. Því hefði hún ekki átt að koma vökulum hagfræðingum á óvart. Mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs Mikilvægt er að átta sig á því að mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs og hefur sá hluti farið lækkandi yfir tíma. Á síðastliðnu ári var hlutdeild mjólkurvara í vísitölunni aðeins 2,7% (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Frá og með 1. apríl sl. var hlutdeild þeirra svo lækkuð í 2,6%. Af þessari ástæðu er afar langsótt svo ekki sé nú meira sagt að reyna að útskýra vaxandi verðbólgu með hækkun í verði mjólkurvara. Hefði til að mynda verð á mjólkurvörum alls ekki hækkað 1. apríl hefði ársverðbólgan numið 4,5% en ekki 4,6%. Tæplega hefði það gert gæfumuninn að áliti hagfræðings Íslandsbanka. Þá hefur sum staðar komið fram að verðbólguskotið nú megi rekja til verðhækkunar á smjöri. Hið rétta er að smjör vegur 19/10.000 í vísitölu neysluverðs (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Hækkun á smjöri nú útskýrir því vel innan við 0,02% af hækkun vísitölunnar. Bændur orðið fyrir kjaraskerðingu Sú hækkun á verði mjólkurvara sem Verðlagsnefnd búvara ákvað 1. apríl sl. er sú fyrsta síðan 1. júní 2020. Í millitíðinni hafa bændur orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu vegna hækkana á verði þeirra aðfanga sem þeir þurfa að nota í búrekstrinum. Öfugt við flestar aðrar stéttir hafa kjör bænda því versnað á tímabilinu en ekki batnað. Sú hækkun á mjólkurverði sem varð 1. apríl er til að færa kjör bænda aftur að kjörum viðmiðunarstéttanna. Tapið vegna kostnaðarhækkananna í millitíðinni verða þeir hins vegar að bera bótalaust. Vonandi tekst okkur að kveða verðbólgudrauginn niður en það eru skaðlegar grillur að kenna verðlagi á mjólkurafurðum um hann. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Verðlag Landbúnaður Íslenska krónan Mest lesið Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Arðrán um hábjartan dag? Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Á minningardegi trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Lögum grunninn Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Dulin mein íslenskt stjórnkerfis Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Byggjum upp örugga sjúkraflutninga fyrir landið og miðin Alma D. Möller skrifar Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Á minningardegi trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Arðrán um hábjartan dag? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar Skoðun Czy masz poczucie, że jesteś ważny? Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar Skoðun Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andleg heilsa er dauðans alvara Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Píslarganga lántakandans - Dæmi Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Af hverju ættum við að trúa? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar Skoðun Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson,Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7% í apríl samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga mælist nú 4,6% en var 4,3% í mars og hefur ekki mælst meiri síðan í ársbyrjun 2013. Þessi hækkun er meiri en flestir greiningaraðilar höfðu spáð. Það er því von að þeir hrökkvi við og rýni í stöðuna. Það er vissulega áhyggjuefni ef verðbólgan er að ná sér á strik núna á vordögum 2021. Yfirlýsingar hagfræðings Íslandsbanka Á vefmiðlinum Vísi var eftirfarandi haft eftir hagfræðingi Íslandsbanka um orsakir hækkunar vísitölu neysluverðs: „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir [hún] verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Síðan segir hann og er að vísa til mjólkurverðs: „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd.“ Þetta er dálítið einkennileg áhersla hjá hagfræðingnum. Það er nefnilega svo að vaxtalækkanir Seðlabankans sem margir telja að eigi ríkan þátt í hækkun húsnæðisverðs og sem að sögn hagfræðingsins útskýrir þorra veðlagshækkunarinnar, er einnig ákveðnar af „miðlægri nefnd“, þ.e. peningastefnunefnd Seðlabankans. Það er greinilega ekki sama hver „miðlæga nefndin“ er að hans áliti. Verðlagsnefnd búvara sem ákvað umrædda hækkun á verði mjólkurvara hefur starfað áratugum saman. Hlutverk hennar er að tryggja að kjör bænda dragist ekki aftur úr kjörum viðmiðunarstétta. Í því skyni leiðréttir hún mjólkurverð í samræmi við þær kostnaðarhækkanir sem bændur hafa þurft að mæta. Þetta gerir hún eftir á, það er eftir að kostnaðarhækkanir hafa átt sér stað. Þessar verðleiðréttingar eru því viðbrögð við liðinni verðbólgu. Þær geta því ekki verið sjálfstæður verðbólguhvati eins og hagfræðingur Íslandsbanka virðist telja. Hvað orsakir verðbólgunnar snertir, ætti hagfræðingur Íslandsbanka miklu fremur að horfa til „miðlægra“ ákvarðana Seðlabankans, ríkis og sveitarfélaga um fjölmarga verðlagsþætti og launakjör sem vissulega hafa verið sjálfstæðir verðbólguhvatar á liðnum misserum. Erfitt er að taka alvarlega þá fullyrðingu hagfræðings Íslandsbanka að hækkun á verði mjólkurvara 1. apríl hafi komið á óvart. Eins og fyrr greinir er hækkunin eftir á og er til að mæta áföllnum kostnaðarhækkunum undanfarna mánuði. Því var hún algerlega fyrirsjáanleg. Þar að auki var hún auglýst opinberlega þann 1. apríl. Því hefði hún ekki átt að koma vökulum hagfræðingum á óvart. Mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs Mikilvægt er að átta sig á því að mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs og hefur sá hluti farið lækkandi yfir tíma. Á síðastliðnu ári var hlutdeild mjólkurvara í vísitölunni aðeins 2,7% (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Frá og með 1. apríl sl. var hlutdeild þeirra svo lækkuð í 2,6%. Af þessari ástæðu er afar langsótt svo ekki sé nú meira sagt að reyna að útskýra vaxandi verðbólgu með hækkun í verði mjólkurvara. Hefði til að mynda verð á mjólkurvörum alls ekki hækkað 1. apríl hefði ársverðbólgan numið 4,5% en ekki 4,6%. Tæplega hefði það gert gæfumuninn að áliti hagfræðings Íslandsbanka. Þá hefur sum staðar komið fram að verðbólguskotið nú megi rekja til verðhækkunar á smjöri. Hið rétta er að smjör vegur 19/10.000 í vísitölu neysluverðs (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Hækkun á smjöri nú útskýrir því vel innan við 0,02% af hækkun vísitölunnar. Bændur orðið fyrir kjaraskerðingu Sú hækkun á verði mjólkurvara sem Verðlagsnefnd búvara ákvað 1. apríl sl. er sú fyrsta síðan 1. júní 2020. Í millitíðinni hafa bændur orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu vegna hækkana á verði þeirra aðfanga sem þeir þurfa að nota í búrekstrinum. Öfugt við flestar aðrar stéttir hafa kjör bænda því versnað á tímabilinu en ekki batnað. Sú hækkun á mjólkurverði sem varð 1. apríl er til að færa kjör bænda aftur að kjörum viðmiðunarstéttanna. Tapið vegna kostnaðarhækkananna í millitíðinni verða þeir hins vegar að bera bótalaust. Vonandi tekst okkur að kveða verðbólgudrauginn niður en það eru skaðlegar grillur að kenna verðlagi á mjólkurafurðum um hann. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun