Velferð allra landsmanna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 2. maí 2021 21:30 Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni Sérhæfð heilbrigðisjónusta er staðsett fyrir sunnan og byggð á góðum rökum en það má ekki gleymast að halda við, bæta og tæknivæða heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Gífurleg tækifæri liggja í því að efla enn frekar fjarheilbrigðisþjónustu sem er bæði ódýrara rekstrarform fyrir ríkið, hagstæðara fyrir einstaklinginn og veitir landsbyggðinni aukinn aðgang að sérfræðiviðtölum og meðferð. Ferðakostnaður Einungis eru tvær ferðir niðurgreiddar á ári á hvern einstakling á landsbyggðinni sem þarf að leita sér læknisþjónustu til Reykjavíkur en löngu tímabært er að þróa þá niðurgreiðslu enn frekar með fleiri ferðum árlega. Tvær ferðir dugðu mögulega hér áður þegar uppbygging heilbrigðisþjónustu var um allt land og læknamönnun góð úti á landi. En nú hefur það snúist við og sérhæfð heilbrigðisþjónusta fer að mestu fram á suðvesturhorninu. Þessi staðreynd kallar á fleiri niðurgreiddar ferðir frá sjúkratryggingum Íslands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Fjármunir út á land Setja verður aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið úti á landi, standa verður vörð um fjórðungssjúkrahúsin, efla starfsemi heilsugæslustöðva og fjölga þeim með samblandi af einkavæðingu og ríkisrekstri sem bætir þjónustuna enn frekar og án kostnaðarauka fyrir einstaklinga né ríkið. Mikilvægt er einnig að Sjúkrahúsið á Akureyri verði skilgreint sem háskólasjúkrahús. Horfa verður í þessa mikilvægu uppbyggingu á landsbyggðinni og að fjármunir séu settir í þessi verkefni. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Hvað gefur það okkur að fá aukinn einkarekstur inn í heilbrigðisþjónustuna? Aukið val hjá almenningi, aukin atvinna hérlendis og sparnaður fyrir ríkið með því að þurfa ekki að senda fólk erlendis í aðgerðir. Biðlistar eftir aðgerðum styttast, einstaklingar komast fyrr í aðgerð sem eykur lífsgæði þeirra á allan hátt. Mikil bið er eftir ákveðnum aðgerðum og það að einstaklingar séu frekar sendir erlendis með fylgdarmanni sem er bæði mun dýrara úrræði og óhagkvæmara fyrir einstaklinginn heldur ekki rökum og kostar þjóðfélagið umtalsvert fjármagn sem komast má hjá. Þar með er einkarekstur erlendis styrktur með gífurlegri kostnaðaraukningu fyrir ríkið í stað einkareksturs hérlendis hjá okkar fagfólki fyrir mun minni fjármuni. Mikilvæg staðsetning Reykjavíkurflugvallar Aðgengi íbúa á landsbyggðinni að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu staðsettri á Landsspítalanum þarf að tryggja og með eins stuttum ferðatíma og hægt er. Hér skipta mínútur öllu máli varðandi líf og heilsu einstaklinga er snertir fyrirbura, innvortis blæðingar, hjartaveikindi o.fl. en sú sérhæfða heilbrigðisþjónusta er einungis staðsett á Landspítalanum við hlið Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni þarf því að fá að vera óáreittur á þeim stað á grundvelli almannahagsmuna. Tryggjum lagabreytingar á þann hátt að það sé ekki í valdi Reykjavíkurborgar hvort við komumst tímanlega í hendur sérhæfðra lækna til að bjarga lífi okkar og heilsu. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni Sérhæfð heilbrigðisjónusta er staðsett fyrir sunnan og byggð á góðum rökum en það má ekki gleymast að halda við, bæta og tæknivæða heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Gífurleg tækifæri liggja í því að efla enn frekar fjarheilbrigðisþjónustu sem er bæði ódýrara rekstrarform fyrir ríkið, hagstæðara fyrir einstaklinginn og veitir landsbyggðinni aukinn aðgang að sérfræðiviðtölum og meðferð. Ferðakostnaður Einungis eru tvær ferðir niðurgreiddar á ári á hvern einstakling á landsbyggðinni sem þarf að leita sér læknisþjónustu til Reykjavíkur en löngu tímabært er að þróa þá niðurgreiðslu enn frekar með fleiri ferðum árlega. Tvær ferðir dugðu mögulega hér áður þegar uppbygging heilbrigðisþjónustu var um allt land og læknamönnun góð úti á landi. En nú hefur það snúist við og sérhæfð heilbrigðisþjónusta fer að mestu fram á suðvesturhorninu. Þessi staðreynd kallar á fleiri niðurgreiddar ferðir frá sjúkratryggingum Íslands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Fjármunir út á land Setja verður aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið úti á landi, standa verður vörð um fjórðungssjúkrahúsin, efla starfsemi heilsugæslustöðva og fjölga þeim með samblandi af einkavæðingu og ríkisrekstri sem bætir þjónustuna enn frekar og án kostnaðarauka fyrir einstaklinga né ríkið. Mikilvægt er einnig að Sjúkrahúsið á Akureyri verði skilgreint sem háskólasjúkrahús. Horfa verður í þessa mikilvægu uppbyggingu á landsbyggðinni og að fjármunir séu settir í þessi verkefni. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Hvað gefur það okkur að fá aukinn einkarekstur inn í heilbrigðisþjónustuna? Aukið val hjá almenningi, aukin atvinna hérlendis og sparnaður fyrir ríkið með því að þurfa ekki að senda fólk erlendis í aðgerðir. Biðlistar eftir aðgerðum styttast, einstaklingar komast fyrr í aðgerð sem eykur lífsgæði þeirra á allan hátt. Mikil bið er eftir ákveðnum aðgerðum og það að einstaklingar séu frekar sendir erlendis með fylgdarmanni sem er bæði mun dýrara úrræði og óhagkvæmara fyrir einstaklinginn heldur ekki rökum og kostar þjóðfélagið umtalsvert fjármagn sem komast má hjá. Þar með er einkarekstur erlendis styrktur með gífurlegri kostnaðaraukningu fyrir ríkið í stað einkareksturs hérlendis hjá okkar fagfólki fyrir mun minni fjármuni. Mikilvæg staðsetning Reykjavíkurflugvallar Aðgengi íbúa á landsbyggðinni að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu staðsettri á Landsspítalanum þarf að tryggja og með eins stuttum ferðatíma og hægt er. Hér skipta mínútur öllu máli varðandi líf og heilsu einstaklinga er snertir fyrirbura, innvortis blæðingar, hjartaveikindi o.fl. en sú sérhæfða heilbrigðisþjónusta er einungis staðsett á Landspítalanum við hlið Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni þarf því að fá að vera óáreittur á þeim stað á grundvelli almannahagsmuna. Tryggjum lagabreytingar á þann hátt að það sé ekki í valdi Reykjavíkurborgar hvort við komumst tímanlega í hendur sérhæfðra lækna til að bjarga lífi okkar og heilsu. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi .
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar