Efnahagur Íslands strandar á ný Jón Frímann Jónsson skrifar 1. maí 2021 16:31 Á ný finna Íslendingar sig í þeirri stöðu að þurfa að eiga við mikla verðbólgu, hækkandi vöruverð og lélegan efnahag. Þetta er endurtekið eftir frá síðustu 70 árum og virðist seint ætla að enda á Íslandi. Ástæðan fyrir því að þetta endar aldrei á Íslandi er vegna þess að efnahagur Íslands er fastur í stjórnsemi afla sem vilja ekkert nema halda Íslandi fyrir utan aðild að Evrópusambandinu og þá þeim möguleika að taka upp evruna með þeim efnahagslegu möguleikum og stöðugleika sem fylgir slíkri aðild. Það má reikna með að sú verðbólga sem er farin af stað á Íslandi núna er bara upphafið af löngu og erfiðu efnahagslegu tímabili sem hófst árið 2020 og ekki sér fyrir endann á núna. Ég er ekki viss um að aukinn fjöldi ferðamanna til Íslands geti bjargað málunum eins og varð raunin eftir efnahagshrunið árið 2008 og þeirri kreppu sem kom í kjölfarið. Hitt vandamálið á Íslandi er sú staðreynd að hagkerfið á Íslandi er rekið af mikilli vanþekkingu, pólitískum tengslum og vanhæfni. Það sést best á því að Bjarni Ben, fjármálaráðherra hefur staðið persónulega í vegi þeirra sem hafa gagnrýnt hann og hans störf. Hvort sem er innanlands eða á hinum Norðurlöndunum. Þetta er auðvitað vanhæfni og smámunasemi af verstu gerð. Lengi getur vont versnað segir máltækið og það á sérstaklega við á Íslandi af ofangreindum ástæðum. Ég reikna með að Íslendingar endurveki aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu eftir um áratug af efnahagslegri áþján, hárri verðbólgu og langtíma efnahagskreppu sem mun aldrei enda að öðru leiti. Ástæða þess að Ísland gekk í EFTA og síðar í Evrópska Efnahagssvæðið (EES) komu til af efnahagskreppum sem einfaldlega tóku ekki enda. Öfgafull hægri öfl sem á Íslandi eru með öfgafulla þjóðerniskennd á dagskránni hjá sér mótmæltu aðild að EFTA og síðar EES með sömu rökum og eru notuð gegn Evrópusambandinu og aðild að því í dag. Þar er engin breyting á. Það sem vill gleymast í umræðunni er sú staðreynd að við aðild Íslands að EFTA og síðar EES þá endaði sú efnahagskreppa sem var í gangi á Íslandi á þeim tíma. Það er orðið vel ljóst að sú hugmyndafræði sem Ísland byggir á virkar ekki í dag og hefur ekki virkað í áratugi. Alveg sama hvað andstæðingar Evrópusambandsins segja og fullyrða. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Á ný finna Íslendingar sig í þeirri stöðu að þurfa að eiga við mikla verðbólgu, hækkandi vöruverð og lélegan efnahag. Þetta er endurtekið eftir frá síðustu 70 árum og virðist seint ætla að enda á Íslandi. Ástæðan fyrir því að þetta endar aldrei á Íslandi er vegna þess að efnahagur Íslands er fastur í stjórnsemi afla sem vilja ekkert nema halda Íslandi fyrir utan aðild að Evrópusambandinu og þá þeim möguleika að taka upp evruna með þeim efnahagslegu möguleikum og stöðugleika sem fylgir slíkri aðild. Það má reikna með að sú verðbólga sem er farin af stað á Íslandi núna er bara upphafið af löngu og erfiðu efnahagslegu tímabili sem hófst árið 2020 og ekki sér fyrir endann á núna. Ég er ekki viss um að aukinn fjöldi ferðamanna til Íslands geti bjargað málunum eins og varð raunin eftir efnahagshrunið árið 2008 og þeirri kreppu sem kom í kjölfarið. Hitt vandamálið á Íslandi er sú staðreynd að hagkerfið á Íslandi er rekið af mikilli vanþekkingu, pólitískum tengslum og vanhæfni. Það sést best á því að Bjarni Ben, fjármálaráðherra hefur staðið persónulega í vegi þeirra sem hafa gagnrýnt hann og hans störf. Hvort sem er innanlands eða á hinum Norðurlöndunum. Þetta er auðvitað vanhæfni og smámunasemi af verstu gerð. Lengi getur vont versnað segir máltækið og það á sérstaklega við á Íslandi af ofangreindum ástæðum. Ég reikna með að Íslendingar endurveki aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu eftir um áratug af efnahagslegri áþján, hárri verðbólgu og langtíma efnahagskreppu sem mun aldrei enda að öðru leiti. Ástæða þess að Ísland gekk í EFTA og síðar í Evrópska Efnahagssvæðið (EES) komu til af efnahagskreppum sem einfaldlega tóku ekki enda. Öfgafull hægri öfl sem á Íslandi eru með öfgafulla þjóðerniskennd á dagskránni hjá sér mótmæltu aðild að EFTA og síðar EES með sömu rökum og eru notuð gegn Evrópusambandinu og aðild að því í dag. Þar er engin breyting á. Það sem vill gleymast í umræðunni er sú staðreynd að við aðild Íslands að EFTA og síðar EES þá endaði sú efnahagskreppa sem var í gangi á Íslandi á þeim tíma. Það er orðið vel ljóst að sú hugmyndafræði sem Ísland byggir á virkar ekki í dag og hefur ekki virkað í áratugi. Alveg sama hvað andstæðingar Evrópusambandsins segja og fullyrða. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar