Kærleikssamfélagið Guðmundur Auðunsson skrifar 30. apríl 2021 16:01 „Lífið á ekki að vera einungis sú staðreynd að við höfum lifað lífinu. Hvernig við höfum breytt lífi annara en okkar sjálfra er það sem mun meta lífshlaup okkar að verðleikum.“ - Nelson Mandela (1918-2013) Kærleikur er hugtak sem fólk tekur sér oft í munn á hátíðarstundum. En er samfélagið það sem við búum við kærleikssamfélag? Þó vissulega megi greina kærleika í samfélaginu þá hefur það þróast sífellt í átt til andstæðunnar, græðginnar, með vaxandi ójöfnuði og óréttlæti, þjófnaði á náttúruauðlindum og umhverfisspjöllum í nafni ofsagróða einstaklinga. Sífellt hefur verið grafið undan velferðarkerfinu og gráðugir einkaaðilar keppast um að komast á ríkisspenann. Eldra fólk og öryrkjar sjá fram á skert lífsviðurværi og ungt fólk horfir upp á það í fyrsta sinn að verða verr stödd en kynslóð foreldra sinna. Engir peningar eru til fyrir fátækasta fólkið, borgin telur sig ekki hafa efni á því að styðja við bakið á fátækasta fólki borgarinnar og fellir tillögu sósíalista um ókeypis máltíðir og frístundastarf og bæjarstjórn Akureyrar einkavæðiröldrunarheimili sitt með það að markmiði að spara við sig með því að lækka stórlega kjör láglaunastarfsfólksins sem þar vinnur. Atvinnuleysi fer stórhækkandi og ráðherrar og atvinnurekendur kenna almenning og „heimtufrekju“ þess um, launin séu allt of há! En ekki er minnst á stórfelldar arðgreiðslur úr feitum sjóðum einokunarkapítalista og kvótaræningja, því mikill vill meira og skítt með fólkið í landinu. Hagsmunum almennings skal ávallt fórnað á altari þeirra ríku sem aldrei virðast geta fengið nóg í græðgi sinni. Margir eru að gefast upp. Andstaða kærleikssamfélagsins, græðgissamfélagið, virðist allsráðandi og vonin víkur fyrir uppgjöfinni. En við þurfum ekki að búa við svona samfélag. Það er ekki lögmál að Sjálfstæðisflokkurinn og spillingaröflin í kringum hann séu ávallt við völd. Það er okkar að breyta því og við getum tekið fyrstu skrefin í þá átt með því að ganga til liðs við Sósíalistaflokkinn og tryggja honum góðan sigur í kosningunum í haust. Merkja við J-listann. Sósíalistar vilja byggja upp kærleikssamfélag. Sósíalistar vita að kærleikshafkerfið er ekki bara réttlátara en hagkerfi nýfrjálshyggjunnar, sósíalistar vita að kærleikshagkerfið er líka rökréttara og ódýrara en hagkerfi græðginnar. Því hvað haldið þið að það kosti að halda tugum þúsunda við nagandi afkomuótta, að gera þúsundum ofan á þúsundir ómögulegt að nýta hæfileika sína, vilja, sköpunarkraft og lífsþorsta til að bæta líf sitt og auðga samfélagið? Hvað haldið þið að það kosti að leggja byrðar fátæktar á láglaunafólk, öryrkja, efnaminna eftirlaunafólk, innflytjendur, leigjendur, námsfólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað haldið þið að vinnuálagið, kvíðinn og bjargarleysið kosti? Hvað haldið þið að það kosti að meina börnum af fátækum heimilum fulla þátttöku í æskusamfélaginu? Hvað haldið þið að það kosti að sinna ekki þörfum innflytjenda? Hvað haldið þið að það kosti að sinna elsta fólkinu okkar ekki nógu vel? Eða börnunum? Samfélag okkar verður ekki réttlátt fyrr en allt fólk innan þess fær að njóta sín. Kærleikurinn og vonin er drifkrafturinn í samfélag okkar. Án kærleikans verður samfélagið innantómt, hvernig við komum fram við náungann er mælikvarðinn á lífshlaup okkar. Þó að þetta geti hljómað eins og algild sannindi þá er það samfélag sem við byggjum okkur birtingarmyndin af gerðum okkar. Til að skapa réttlátt samfélag kærleiks og vonar er framkoma samfélagsins við okkar minnstu og fátækustu bærður og systur mælikvarðinn á það hvort við búum í kærleikssamfélagi eða ekki. Svo lengi sem við lítum undan og yppum öxlum yfir óréttlæti, fátækt, kúgun og ójöfnuði í uppgjöf erum við að bregðast kærleikanum. Því eins og við sósíalistar vitum: „Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Besta leiðin til að reisa gott samfélag er að byggja það út frá þörfum þeirra sem þurfa mest á samfélaginu að halda. Vonir og væntingar hinna fátæku, veiku, útilokuðu og kúguðu eru leiðarljós að góðu samfélagi. Kærleikshagkerfið er byggt upp frá þörfum hinna veiku.“ Úr Kærleikshagkerfið , erindi sósíalista í kosningunum 2021 Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Guðmundur Auðunsson Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
„Lífið á ekki að vera einungis sú staðreynd að við höfum lifað lífinu. Hvernig við höfum breytt lífi annara en okkar sjálfra er það sem mun meta lífshlaup okkar að verðleikum.“ - Nelson Mandela (1918-2013) Kærleikur er hugtak sem fólk tekur sér oft í munn á hátíðarstundum. En er samfélagið það sem við búum við kærleikssamfélag? Þó vissulega megi greina kærleika í samfélaginu þá hefur það þróast sífellt í átt til andstæðunnar, græðginnar, með vaxandi ójöfnuði og óréttlæti, þjófnaði á náttúruauðlindum og umhverfisspjöllum í nafni ofsagróða einstaklinga. Sífellt hefur verið grafið undan velferðarkerfinu og gráðugir einkaaðilar keppast um að komast á ríkisspenann. Eldra fólk og öryrkjar sjá fram á skert lífsviðurværi og ungt fólk horfir upp á það í fyrsta sinn að verða verr stödd en kynslóð foreldra sinna. Engir peningar eru til fyrir fátækasta fólkið, borgin telur sig ekki hafa efni á því að styðja við bakið á fátækasta fólki borgarinnar og fellir tillögu sósíalista um ókeypis máltíðir og frístundastarf og bæjarstjórn Akureyrar einkavæðiröldrunarheimili sitt með það að markmiði að spara við sig með því að lækka stórlega kjör láglaunastarfsfólksins sem þar vinnur. Atvinnuleysi fer stórhækkandi og ráðherrar og atvinnurekendur kenna almenning og „heimtufrekju“ þess um, launin séu allt of há! En ekki er minnst á stórfelldar arðgreiðslur úr feitum sjóðum einokunarkapítalista og kvótaræningja, því mikill vill meira og skítt með fólkið í landinu. Hagsmunum almennings skal ávallt fórnað á altari þeirra ríku sem aldrei virðast geta fengið nóg í græðgi sinni. Margir eru að gefast upp. Andstaða kærleikssamfélagsins, græðgissamfélagið, virðist allsráðandi og vonin víkur fyrir uppgjöfinni. En við þurfum ekki að búa við svona samfélag. Það er ekki lögmál að Sjálfstæðisflokkurinn og spillingaröflin í kringum hann séu ávallt við völd. Það er okkar að breyta því og við getum tekið fyrstu skrefin í þá átt með því að ganga til liðs við Sósíalistaflokkinn og tryggja honum góðan sigur í kosningunum í haust. Merkja við J-listann. Sósíalistar vilja byggja upp kærleikssamfélag. Sósíalistar vita að kærleikshafkerfið er ekki bara réttlátara en hagkerfi nýfrjálshyggjunnar, sósíalistar vita að kærleikshagkerfið er líka rökréttara og ódýrara en hagkerfi græðginnar. Því hvað haldið þið að það kosti að halda tugum þúsunda við nagandi afkomuótta, að gera þúsundum ofan á þúsundir ómögulegt að nýta hæfileika sína, vilja, sköpunarkraft og lífsþorsta til að bæta líf sitt og auðga samfélagið? Hvað haldið þið að það kosti að leggja byrðar fátæktar á láglaunafólk, öryrkja, efnaminna eftirlaunafólk, innflytjendur, leigjendur, námsfólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað haldið þið að vinnuálagið, kvíðinn og bjargarleysið kosti? Hvað haldið þið að það kosti að meina börnum af fátækum heimilum fulla þátttöku í æskusamfélaginu? Hvað haldið þið að það kosti að sinna ekki þörfum innflytjenda? Hvað haldið þið að það kosti að sinna elsta fólkinu okkar ekki nógu vel? Eða börnunum? Samfélag okkar verður ekki réttlátt fyrr en allt fólk innan þess fær að njóta sín. Kærleikurinn og vonin er drifkrafturinn í samfélag okkar. Án kærleikans verður samfélagið innantómt, hvernig við komum fram við náungann er mælikvarðinn á lífshlaup okkar. Þó að þetta geti hljómað eins og algild sannindi þá er það samfélag sem við byggjum okkur birtingarmyndin af gerðum okkar. Til að skapa réttlátt samfélag kærleiks og vonar er framkoma samfélagsins við okkar minnstu og fátækustu bærður og systur mælikvarðinn á það hvort við búum í kærleikssamfélagi eða ekki. Svo lengi sem við lítum undan og yppum öxlum yfir óréttlæti, fátækt, kúgun og ójöfnuði í uppgjöf erum við að bregðast kærleikanum. Því eins og við sósíalistar vitum: „Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Besta leiðin til að reisa gott samfélag er að byggja það út frá þörfum þeirra sem þurfa mest á samfélaginu að halda. Vonir og væntingar hinna fátæku, veiku, útilokuðu og kúguðu eru leiðarljós að góðu samfélagi. Kærleikshagkerfið er byggt upp frá þörfum hinna veiku.“ Úr Kærleikshagkerfið , erindi sósíalista í kosningunum 2021 Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar