Þórólfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2021 08:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að eftir því sem fleiri fá bólusetningu þá verði ljósið skærara við enda ganganna. Hættan sé þó alls ekki liðin hjá. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til standi að nota öll bóluefni í þessari viku, ekki einungis AstraZeneca sem mikið hefur verið í umræðunni vegna mjög sjaldgæfra aukaverkana. „Það er mest til af Astra Zeneca af því að við fengum sextán þúsund skammta frá Noregi að láni. Jú, jú, það er ákveðinn efi og það er bara vegna þess að AstraZeneca hefur mikið verið í umræðunni. Menn hafa verið að ræða það, en ég held að miðað við þær niðurstöður sem við höfum fengið um aukaverkanir, þá eru þær fyrst og fremst hjá konum yngri en 55 ára. Við styðjumst bara við það og bjóðum bóluefnið öllum sextíu ára og eldri. Ég er til dæmis sjálfur að fara í vikunni og fá AstraZeneca. En við ætlum að bjóða konum yngri en 55 ára, þeim verður boðið annað bóluefni.“ Ekki háar tölur Þórólfur segir að konur séu almennt séð í meiri hættu að fá blóðsegavandamál líkt og komið hafa upp í tengslum við AstraZeneca bóluefnið. „Í þessum rannsóknum sem hafa komið upp á þessum alvarlegri blóðsegavandamálum þá eru það fyrst og fremst hjá konum. Það er svo sem álitamál hvort að það sé hreinlega vegna þess að það voru fleiri sem voru bólusettar. Engu að síður þá held ég að við munum bjóða það öllum sem við teljum að séu ekki í áhættu. Við erum búin að fá álit blóðmeinafræðinga, okkar sérfræðinga í blóðsegavandamálum á því og við byggjum okkar tillögur á því og svo förum við líka af stað með Janssen bóluefnið. Það hefur líka aðeins verið í umræðunni. En þar sáust sex blóðsegavandamál, alvarleg blóðsegavandamál, hjá sjö milljónum bólusettra í Bandaríkjunum, þannig að það eru ekki háar tölur,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Ljósið verður skærara Þórólfur segir að eftir því sem fleiri fá bólusetningu þá verði ljósið skærara við enda ganganna. Hættan sé þó alls ekki liðin hjá. „Þetta er ekki búið. Við heyrum það að það hafi gengið vel um helgina og margir greinst sem voru í sóttkví núna um helgina. Svo eru okkur að berast fréttir frá í gær að upp sé kominn upp vísir að hópsmiti á Suðurlandi. Þannig að þetta getur stungið sér niður hvar sem er. Við þurfum að halda áfram að passa okkur, fara varlega, mynda ekki hópa og vera helst innan um fólk sem við treystum og passa okkur að blanda okkur ekki of mikið á meðan verið erum að ná upp betri þátttöku [í bólusetningu].“ Fólk fari í sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum Hann ítrekar að fólk verði að vera duglegt að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum. „Við verðum að hamra á þessu alveg stöðugt. Við verðum líka að hvetja sérstaklega atvinnurekendur til að passa sig og fylgjast með að ef fólk er veikt eða melda sig veikt að það fari í skimun. Það hefur gengið mjög vel síðustu vikur. Það voru mjög margir sem fóru í skimun, sýnatöku. Tvö, þrjú þúsund manns hér innanlands og hafa aldrei verið svona margir. Það er lykill að því að við náum að halda þessu niðri eins og hægt er. Fara í sýnatöku og ég vona að fólk haldi því bara áfram. Það er nóg að það séu bara nokkrir sem gera það ekki, eins og sýndi sér með þessu stóru hópsmit sem við erum að eiga við núna. Rótin að því er allavega að hluta til að fólk fór ekki nógu snemma í sýnatöku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að til standi að nota öll bóluefni í þessari viku, ekki einungis AstraZeneca sem mikið hefur verið í umræðunni vegna mjög sjaldgæfra aukaverkana. „Það er mest til af Astra Zeneca af því að við fengum sextán þúsund skammta frá Noregi að láni. Jú, jú, það er ákveðinn efi og það er bara vegna þess að AstraZeneca hefur mikið verið í umræðunni. Menn hafa verið að ræða það, en ég held að miðað við þær niðurstöður sem við höfum fengið um aukaverkanir, þá eru þær fyrst og fremst hjá konum yngri en 55 ára. Við styðjumst bara við það og bjóðum bóluefnið öllum sextíu ára og eldri. Ég er til dæmis sjálfur að fara í vikunni og fá AstraZeneca. En við ætlum að bjóða konum yngri en 55 ára, þeim verður boðið annað bóluefni.“ Ekki háar tölur Þórólfur segir að konur séu almennt séð í meiri hættu að fá blóðsegavandamál líkt og komið hafa upp í tengslum við AstraZeneca bóluefnið. „Í þessum rannsóknum sem hafa komið upp á þessum alvarlegri blóðsegavandamálum þá eru það fyrst og fremst hjá konum. Það er svo sem álitamál hvort að það sé hreinlega vegna þess að það voru fleiri sem voru bólusettar. Engu að síður þá held ég að við munum bjóða það öllum sem við teljum að séu ekki í áhættu. Við erum búin að fá álit blóðmeinafræðinga, okkar sérfræðinga í blóðsegavandamálum á því og við byggjum okkar tillögur á því og svo förum við líka af stað með Janssen bóluefnið. Það hefur líka aðeins verið í umræðunni. En þar sáust sex blóðsegavandamál, alvarleg blóðsegavandamál, hjá sjö milljónum bólusettra í Bandaríkjunum, þannig að það eru ekki háar tölur,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Ljósið verður skærara Þórólfur segir að eftir því sem fleiri fá bólusetningu þá verði ljósið skærara við enda ganganna. Hættan sé þó alls ekki liðin hjá. „Þetta er ekki búið. Við heyrum það að það hafi gengið vel um helgina og margir greinst sem voru í sóttkví núna um helgina. Svo eru okkur að berast fréttir frá í gær að upp sé kominn upp vísir að hópsmiti á Suðurlandi. Þannig að þetta getur stungið sér niður hvar sem er. Við þurfum að halda áfram að passa okkur, fara varlega, mynda ekki hópa og vera helst innan um fólk sem við treystum og passa okkur að blanda okkur ekki of mikið á meðan verið erum að ná upp betri þátttöku [í bólusetningu].“ Fólk fari í sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum Hann ítrekar að fólk verði að vera duglegt að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum. „Við verðum að hamra á þessu alveg stöðugt. Við verðum líka að hvetja sérstaklega atvinnurekendur til að passa sig og fylgjast með að ef fólk er veikt eða melda sig veikt að það fari í skimun. Það hefur gengið mjög vel síðustu vikur. Það voru mjög margir sem fóru í skimun, sýnatöku. Tvö, þrjú þúsund manns hér innanlands og hafa aldrei verið svona margir. Það er lykill að því að við náum að halda þessu niðri eins og hægt er. Fara í sýnatöku og ég vona að fólk haldi því bara áfram. Það er nóg að það séu bara nokkrir sem gera það ekki, eins og sýndi sér með þessu stóru hópsmit sem við erum að eiga við núna. Rótin að því er allavega að hluta til að fólk fór ekki nógu snemma í sýnatöku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira