Úlfarnir frá Minnesota tileinkuðu fjölskyldu Floyds sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2021 08:30 Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns fóru mikinn fyrir Minnesota Timberwolves í sigrinum á Sacramento Kings. getty/Daniel Shirey Leikmenn Minnesota Timberwolves tileinkuðu fjölskyldu Georges Floyd sigurinn á Sacramento Kings, 120-134, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn var lögregluþjóninn fyrrverandi Derek Chauvin fundinn sekur um að hafa myrt Floyd í Minneapolis í fyrra. „Fyrir okkur alla snerist þessi leikur um meira en körfubolta,“ sagði Karl-Anthony Towns, leikmaður Minnesota, eftir leikinn í nótt. „Þetta augnablik var ekki fyrir okkur heldur fyrir borgina og fjölskyldu Georges Floyd. Ég held að öll Bandaríkin syrgi með þeim og við sendum þeim okkar bestu kveðjur.“ Towns skoraði 26 stig og tók átján fráköst fyrir Minnesota en nýliðinn Anthony Edwards og Di'Angelo Russell voru stigahæstir í liði Úlfanna með 28 stig hvor. Harrison Barnes og Maurice Harkless skoruðu báðir tuttugu stig fyrir Sacramento. KAT, Ant and D-Lo fuel the @Timberwolves.Towns: 26 PTS, 18 REB, 5 AST, 4 BLKEdwards: 28 PTS, 5 3PMRussell: 28 PTS, 6 3PM pic.twitter.com/C9Gcr84NRp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Þrátt fyrir að vera án bæði Kevins Durant og James Harden sigraði Brooklyn Nets New Orleans Pelicans, 129-134. Kyrie Irving skoraði 32 stig og gaf átta stoðsendingar í liði Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Fimmtán af 32 stigum Irvings komu í 4. leikhluta. Kyrie Irving goes for 32 PTS (15 in 4th), 8 AST and comes up clutch late in the @BrooklynNets win vs. New Orleans. pic.twitter.com/YfqEbCV2lp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Zion Williamson skoraði 33 stig fyrir New Orleans og hitti úr fjórtán af nítján skotum sínum. Brandon Ingram skoraði 27 stig. Paul George tryggði Los Angeles Clippers sigur á Portland Trail Blazers, 112-113, með því að setja niður tvö vítaskot þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. 33 PTS, 11 REB and the game-winning free throws for Paul George in the @LAClippers W. pic.twitter.com/9VxCj0uAwK— NBA (@NBA) April 21, 2021 George skoraði 33 stig og tók ellefu fráköst fyrir Clippers sem situr í 3. sæti Vesturdeildarinnar. CJ McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland sem var án Damians Lillard í nótt. Úrslitin í nótt Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Dauði George Floyd Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn var lögregluþjóninn fyrrverandi Derek Chauvin fundinn sekur um að hafa myrt Floyd í Minneapolis í fyrra. „Fyrir okkur alla snerist þessi leikur um meira en körfubolta,“ sagði Karl-Anthony Towns, leikmaður Minnesota, eftir leikinn í nótt. „Þetta augnablik var ekki fyrir okkur heldur fyrir borgina og fjölskyldu Georges Floyd. Ég held að öll Bandaríkin syrgi með þeim og við sendum þeim okkar bestu kveðjur.“ Towns skoraði 26 stig og tók átján fráköst fyrir Minnesota en nýliðinn Anthony Edwards og Di'Angelo Russell voru stigahæstir í liði Úlfanna með 28 stig hvor. Harrison Barnes og Maurice Harkless skoruðu báðir tuttugu stig fyrir Sacramento. KAT, Ant and D-Lo fuel the @Timberwolves.Towns: 26 PTS, 18 REB, 5 AST, 4 BLKEdwards: 28 PTS, 5 3PMRussell: 28 PTS, 6 3PM pic.twitter.com/C9Gcr84NRp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Þrátt fyrir að vera án bæði Kevins Durant og James Harden sigraði Brooklyn Nets New Orleans Pelicans, 129-134. Kyrie Irving skoraði 32 stig og gaf átta stoðsendingar í liði Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Fimmtán af 32 stigum Irvings komu í 4. leikhluta. Kyrie Irving goes for 32 PTS (15 in 4th), 8 AST and comes up clutch late in the @BrooklynNets win vs. New Orleans. pic.twitter.com/YfqEbCV2lp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Zion Williamson skoraði 33 stig fyrir New Orleans og hitti úr fjórtán af nítján skotum sínum. Brandon Ingram skoraði 27 stig. Paul George tryggði Los Angeles Clippers sigur á Portland Trail Blazers, 112-113, með því að setja niður tvö vítaskot þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. 33 PTS, 11 REB and the game-winning free throws for Paul George in the @LAClippers W. pic.twitter.com/9VxCj0uAwK— NBA (@NBA) April 21, 2021 George skoraði 33 stig og tók ellefu fráköst fyrir Clippers sem situr í 3. sæti Vesturdeildarinnar. CJ McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland sem var án Damians Lillard í nótt. Úrslitin í nótt Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Dauði George Floyd Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira