Sjö dæmi um slæma dýravernd á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 20. apríl 2021 10:16 Íslenskt dýralíf er virkilega fábreytt. Það búa til dæmis fleiri tegundir landspendýra á Grænlandi en á Íslandi. Við þurfum því sérstaklega að hlúa að þeim dýrum sem hér lifa. Dýravernd er einnig mjög skammt á veg komin á Íslandi. Tökum sjö dæmi um slíkt: 1. Á Íslandi má veiða 15 fuglategundir sem eru á skilgreindum válista stjórnvalda því að þær eru í hættu samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi. Þar á meðal er hrafninn sem hefur fækkað mikið. Um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó skjóta hrafn allt árið þótt hann sé á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en þrátt fyrir það voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Nú eru einmitt rúmlega 100 ár liðin síðan Alþingi þess tíma tók mikið framfaraskref og verndaði haförninn. Pelsar eru ekki nauðsynjavara 2. Á Íslandi eru nú starfrækt 9 minkabú með minna en 30 störfum samtals og skiptir minkarækt því nær engu máli efnahagslega. Markaðsverðið á skinni er meira að segja oft lægra en framleiðslukostnaðurinn. Ég fullyrði að ræktun minka vegna skins þeirra er algjör tímaskekkja og ekki í neinu samræmi við nútímann þegar kemur að dýravernd. Fjölmargir fataframleiðendur eru löngu hættir að nota skinn úr lifandi dýrum. Norðmenn hafa ákveðið að banna þessa ræktun frá og með 2025 og mörg önnur lönd í Evrópu hafa nú þegar bannað þessa ræktun. Pelsar eru alls ekki nauðsynjavara. Blóðmerar, selaveiðar og hvalveiðar 3. Ísland er eitt af fáum Evrópuríkjunum sem heimilar blóðmerahald hrossa, þar sem blóð úr fylfullum hryssum er tekið til að hægt sé að auka frjósemi svína. Um 5.000 íslensk hross eru nýtt í þessum tilgangi samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi og hefur framleiðslan þrefaldast síðan 2009. Mér finnst þetta vera ógeðfelldur iðnaður og vera mjög sérkennileg meðferð á íslenska hestinum. 4. Ísland er eitt af fáum ríkjum heims sem leyfir veiðar á næststærsta dýri jarðar, sem er langreyður en hún er er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. 5. Íslensk stjórnvöld hafa veitt heimild til að veiða á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi þar sem honum hefur fækkað um 80%. Til viðbótar hafa þúsundir sela drepist árlega sem meðafli í íslenskum netum og er magnið slíkt að það hefur meira að segja sett innflutning á fiski til Bandaríkjanna í uppnám. Veiðar á stórhvölum og selum í útrýmingarhættu eru fráleitar nú á tímum. Refir og kettir 6. Eini raunverulegi landnemi Íslands er íslenski refurinn en um 6-7.000 refir eru nú drepnir árlega. Á 12 ára tímabili voru um 70 þúsund refir voru drepnir á Íslandi. Ef æðarkollubóndi verður fyrir tjóni vegna refs þann takmarkaðan tíma sem fuglinn liggur á hreiðri, velti ég fyrir mér hvort ekki væri frekar hægt að bæta það tjón beint í stað þess að stráfella þetta eina upprunalega íslenska landsspendýr? 7. Á Íslandi lifa um 3.000 villikettir sem sjálfboðaliðar reyna að sinna eftir þörfum. Þrátt fyrir það hafa þessi sjálfboðasamtök ásamt mér inn á Alþingi, staðið í löngu stappi við stjórnvöld um hvernig hægt er að standa best að því að sinna þessum munaðarlausum köttum. Næsta umhverfisbylting verður dýraverndin Af þessum dæmum má sjá, að margt þarf að gera betur í málefnum dýraverndar á Íslandi. Fyrir nokkrum áratugum þótti sérkennilegt að berjast fyrir verndun fossa, fjalla og annarrar ósnortinnar náttúru. Ég spái því að næsta viðhorfsbreyting í umhverfismálum verði einmitt aukin vernd dýra. Ég hef ítrekað talað fyrir slíku á Alþingi. Í mínum huga á umhverfisvernd ekki einungis að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Það á að koma fram við dýr af virðingu og væntumþykju og vernda þau þar sem verndunar er þörf. Höfundur er alþingismaður manna og dýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Umhverfismál Ágúst Ólafur Ágústsson Blóðmerahald Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Sjá meira
Íslenskt dýralíf er virkilega fábreytt. Það búa til dæmis fleiri tegundir landspendýra á Grænlandi en á Íslandi. Við þurfum því sérstaklega að hlúa að þeim dýrum sem hér lifa. Dýravernd er einnig mjög skammt á veg komin á Íslandi. Tökum sjö dæmi um slíkt: 1. Á Íslandi má veiða 15 fuglategundir sem eru á skilgreindum válista stjórnvalda því að þær eru í hættu samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi. Þar á meðal er hrafninn sem hefur fækkað mikið. Um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó skjóta hrafn allt árið þótt hann sé á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en þrátt fyrir það voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Nú eru einmitt rúmlega 100 ár liðin síðan Alþingi þess tíma tók mikið framfaraskref og verndaði haförninn. Pelsar eru ekki nauðsynjavara 2. Á Íslandi eru nú starfrækt 9 minkabú með minna en 30 störfum samtals og skiptir minkarækt því nær engu máli efnahagslega. Markaðsverðið á skinni er meira að segja oft lægra en framleiðslukostnaðurinn. Ég fullyrði að ræktun minka vegna skins þeirra er algjör tímaskekkja og ekki í neinu samræmi við nútímann þegar kemur að dýravernd. Fjölmargir fataframleiðendur eru löngu hættir að nota skinn úr lifandi dýrum. Norðmenn hafa ákveðið að banna þessa ræktun frá og með 2025 og mörg önnur lönd í Evrópu hafa nú þegar bannað þessa ræktun. Pelsar eru alls ekki nauðsynjavara. Blóðmerar, selaveiðar og hvalveiðar 3. Ísland er eitt af fáum Evrópuríkjunum sem heimilar blóðmerahald hrossa, þar sem blóð úr fylfullum hryssum er tekið til að hægt sé að auka frjósemi svína. Um 5.000 íslensk hross eru nýtt í þessum tilgangi samkvæmt fyrirspurn minni á Alþingi og hefur framleiðslan þrefaldast síðan 2009. Mér finnst þetta vera ógeðfelldur iðnaður og vera mjög sérkennileg meðferð á íslenska hestinum. 4. Ísland er eitt af fáum ríkjum heims sem leyfir veiðar á næststærsta dýri jarðar, sem er langreyður en hún er er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. 5. Íslensk stjórnvöld hafa veitt heimild til að veiða á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi þar sem honum hefur fækkað um 80%. Til viðbótar hafa þúsundir sela drepist árlega sem meðafli í íslenskum netum og er magnið slíkt að það hefur meira að segja sett innflutning á fiski til Bandaríkjanna í uppnám. Veiðar á stórhvölum og selum í útrýmingarhættu eru fráleitar nú á tímum. Refir og kettir 6. Eini raunverulegi landnemi Íslands er íslenski refurinn en um 6-7.000 refir eru nú drepnir árlega. Á 12 ára tímabili voru um 70 þúsund refir voru drepnir á Íslandi. Ef æðarkollubóndi verður fyrir tjóni vegna refs þann takmarkaðan tíma sem fuglinn liggur á hreiðri, velti ég fyrir mér hvort ekki væri frekar hægt að bæta það tjón beint í stað þess að stráfella þetta eina upprunalega íslenska landsspendýr? 7. Á Íslandi lifa um 3.000 villikettir sem sjálfboðaliðar reyna að sinna eftir þörfum. Þrátt fyrir það hafa þessi sjálfboðasamtök ásamt mér inn á Alþingi, staðið í löngu stappi við stjórnvöld um hvernig hægt er að standa best að því að sinna þessum munaðarlausum köttum. Næsta umhverfisbylting verður dýraverndin Af þessum dæmum má sjá, að margt þarf að gera betur í málefnum dýraverndar á Íslandi. Fyrir nokkrum áratugum þótti sérkennilegt að berjast fyrir verndun fossa, fjalla og annarrar ósnortinnar náttúru. Ég spái því að næsta viðhorfsbreyting í umhverfismálum verði einmitt aukin vernd dýra. Ég hef ítrekað talað fyrir slíku á Alþingi. Í mínum huga á umhverfisvernd ekki einungis að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Það á að koma fram við dýr af virðingu og væntumþykju og vernda þau þar sem verndunar er þörf. Höfundur er alþingismaður manna og dýra.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun