Samtryggingarfólkið Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 14. apríl 2021 11:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda. En málið er hluti af gömlu samkomulagi fyrri forystu ASÍ um að lögfesta iðgjaldahækkun í lífeyrissjóði úr 12% í 15,5%. Í frumvarpinu, sem er bastarður, er margt sem kjósendur ættu að hafa í huga um hugarfar stjórnvalda og þeirra sérhagsmunaafla sem þau virðast leggjast flöt fyrir í einu og öllu. Að fyrirtækin þurfi ekki að greiða mótframlag í lífeyrissjóði fyrir 16 til 18 ára. Tekjuskerðingin eða sparnaður fyrirtækja vegna þessa er varlega áætlaður um 650 milljónir árlega. Réttindatap unga fólksins er umtalsvert eða um 8.000 kr. Á mánuði í ævilangan lífeyri og um 360.000 kr. Í tilgreindri séreign. Nú þegar starfar stór hópur unga fólksins á hlutfalla töxtum, í framlínu verslana sem sjá okkur fyrir nauðsynjum. Breyting á útreikningi verðbóta á ellilífeyri sem reiknaður verður einu sinni á ári í stað mánaðarlega. Þetta þýðir skerðingu á verðbættum lífeyri uppá tæpar 70.000 kr. á ári miðað við 3,5% meðaltalsverðbólgu á 350þús.króna lífeyrisgreiðslu. Sem er skerðing uppá 1.500.000 kr. miðað reiknaðar lífslíkur. Miðað við kjör eldri borgara hljóta flestir að vera sammála um að frekari skerðingar á kjörum þeirra er það síðasta sem við þurfum á að halda nú miðað við þróun verðlags og lífskjör almennt. Útgerðarelítan hefur komið því fyrir, með stuðningi stjórnvalda og SA, að sjómenn verði undanskyldir þessari hækkun og lögfestingu þar sem þeim verður gert að semja um slíkt sjálfir og lögverja þannig áframhaldandi launa og réttindaþjófnaði af þessari mikilvægu stétt. 3,5% hækkunin, sem fólki var lofað í kjarasamningunum 2015, að færi í bundna séreign, verður þvinguð í samtryggingarhluta kerfisins þannig að unga fólkið sem átti að hafa tækifæri til að safna fyrir skattfrjálsri útborgun í húsnæði þarf að breyta því sérstaklega yfir í bastarð sem kallast „tilgreind séreign“ til að sú uppsöfnun geti átt sér stað. En eins og allir vita er unga fólkið okkar lítið að spá í þessum hlutum sem sannast á fjölda þeirra sem hafa nú þegar breytt innan kerfisins. Unga fólkið okkar vinnur fjölbreytt störf með skóla eða skiptir örar um vinnu og greiðir oftar en ekki í nokkra lífeyrissjóði fyrstu árin á vinnumarkaði. Frumvarpinu er ætlað að unga fólkið okkar þurfi að láta breyta þessu sérstaklega hjá hverjum þeim lífeyrissjóði sem það greiðir í. Sem aftur gerir það að verkum að þetta uppsöfnunarúrræði verður á endanum gagnslaust fyrir þennan hóp því sjóðirnir munu svo sannarlega ekki nenna að eyða tíma eða púðri í að kynna þetta. Því miður er það svo að innan Alþýðusambandsins er hópur fólks, mikill minnihluti reyndar en með stuðningi forseta, sem vill ekki að fólk hafi frjálst val um hvernig þessari hækkun verði ráðstafað. Vill helst að allt fari í samtrygginguna og viðhalda þannig innbyggðri misskiptingu réttindasöfnunar út frá meðallaunum. Þannig að láglaunahópar sem aldrei gátu lifað með mannlegri reisn, eða eignast þak yfir höfuðið, af lágum launum sínum. Fái aðeins hlutfall af þeim launum þegar á eftirlaunaaldur er komið. Samtryggingarfólkið, sem vill viðhalda fátækt og misskiptingu yfir gröf og dauða vill ekki endurskoðun á lífeyriskerfinu, vill ekki byggja upp séreign til að unga fólkið, sem ekki hefur fjárhagslegt bakland foreldra, eigi betri möguleika á að komast inn á húsnæðismarkað með sjálfkrafa uppsöfnun fyrir útborgun. Leigumarkaðurinn er því áfram framtíðin fyrir tekjulága og afkomendur þeirra. Það er löngu orðið ljóst að heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu þarf að fara fram. Er styrkur þess raunverulegur? Gengur fullþroskað sjóðsöfnunarkerfi upp þar sem ekkert tillit er tekið til markaðsáhættu sem afkoma fólks er beintengd við, þar sem kerfisbundnar sveiflur og hrun markaða eru ekki reiknuð inn í myndina á þeim tíma þegar selja þarf eignir til að greiða út lífeyri? Viljum við kerfi sem elur á misskiptingu í gegnum réttindakerfi samtryggingarinnar þar sem forstjórinn og bankastjórinn fá sama hlutfall af meðallaunum sínum í lífeyri og láglaunahóparnir? Hvor hópurinn er líklegri til að enda á leigamarkaði 67 ára gamall eða eiga skuldlaust þak yfir höfuðið? Hvor hópurinn þarf á hærri framfærslu til að standa undir fastakostnaði eins og húsnæði ásamt nauðsynjum? Við höfum meira að segja lagt til að félagsmenn ASÍ fái að kjósa um hvaða leiðir þeir vilji fara varðandi frelsi um ráðstöfum á 3,5% lífeyri en það þóknast ekki samtryggingarfólkinu. Þau vita betur. Það er alveg ljóst að við þurfum að hafna þessu frumvarpi með öllu og fara að hugsa hlutina uppá nýtt. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda. En málið er hluti af gömlu samkomulagi fyrri forystu ASÍ um að lögfesta iðgjaldahækkun í lífeyrissjóði úr 12% í 15,5%. Í frumvarpinu, sem er bastarður, er margt sem kjósendur ættu að hafa í huga um hugarfar stjórnvalda og þeirra sérhagsmunaafla sem þau virðast leggjast flöt fyrir í einu og öllu. Að fyrirtækin þurfi ekki að greiða mótframlag í lífeyrissjóði fyrir 16 til 18 ára. Tekjuskerðingin eða sparnaður fyrirtækja vegna þessa er varlega áætlaður um 650 milljónir árlega. Réttindatap unga fólksins er umtalsvert eða um 8.000 kr. Á mánuði í ævilangan lífeyri og um 360.000 kr. Í tilgreindri séreign. Nú þegar starfar stór hópur unga fólksins á hlutfalla töxtum, í framlínu verslana sem sjá okkur fyrir nauðsynjum. Breyting á útreikningi verðbóta á ellilífeyri sem reiknaður verður einu sinni á ári í stað mánaðarlega. Þetta þýðir skerðingu á verðbættum lífeyri uppá tæpar 70.000 kr. á ári miðað við 3,5% meðaltalsverðbólgu á 350þús.króna lífeyrisgreiðslu. Sem er skerðing uppá 1.500.000 kr. miðað reiknaðar lífslíkur. Miðað við kjör eldri borgara hljóta flestir að vera sammála um að frekari skerðingar á kjörum þeirra er það síðasta sem við þurfum á að halda nú miðað við þróun verðlags og lífskjör almennt. Útgerðarelítan hefur komið því fyrir, með stuðningi stjórnvalda og SA, að sjómenn verði undanskyldir þessari hækkun og lögfestingu þar sem þeim verður gert að semja um slíkt sjálfir og lögverja þannig áframhaldandi launa og réttindaþjófnaði af þessari mikilvægu stétt. 3,5% hækkunin, sem fólki var lofað í kjarasamningunum 2015, að færi í bundna séreign, verður þvinguð í samtryggingarhluta kerfisins þannig að unga fólkið sem átti að hafa tækifæri til að safna fyrir skattfrjálsri útborgun í húsnæði þarf að breyta því sérstaklega yfir í bastarð sem kallast „tilgreind séreign“ til að sú uppsöfnun geti átt sér stað. En eins og allir vita er unga fólkið okkar lítið að spá í þessum hlutum sem sannast á fjölda þeirra sem hafa nú þegar breytt innan kerfisins. Unga fólkið okkar vinnur fjölbreytt störf með skóla eða skiptir örar um vinnu og greiðir oftar en ekki í nokkra lífeyrissjóði fyrstu árin á vinnumarkaði. Frumvarpinu er ætlað að unga fólkið okkar þurfi að láta breyta þessu sérstaklega hjá hverjum þeim lífeyrissjóði sem það greiðir í. Sem aftur gerir það að verkum að þetta uppsöfnunarúrræði verður á endanum gagnslaust fyrir þennan hóp því sjóðirnir munu svo sannarlega ekki nenna að eyða tíma eða púðri í að kynna þetta. Því miður er það svo að innan Alþýðusambandsins er hópur fólks, mikill minnihluti reyndar en með stuðningi forseta, sem vill ekki að fólk hafi frjálst val um hvernig þessari hækkun verði ráðstafað. Vill helst að allt fari í samtrygginguna og viðhalda þannig innbyggðri misskiptingu réttindasöfnunar út frá meðallaunum. Þannig að láglaunahópar sem aldrei gátu lifað með mannlegri reisn, eða eignast þak yfir höfuðið, af lágum launum sínum. Fái aðeins hlutfall af þeim launum þegar á eftirlaunaaldur er komið. Samtryggingarfólkið, sem vill viðhalda fátækt og misskiptingu yfir gröf og dauða vill ekki endurskoðun á lífeyriskerfinu, vill ekki byggja upp séreign til að unga fólkið, sem ekki hefur fjárhagslegt bakland foreldra, eigi betri möguleika á að komast inn á húsnæðismarkað með sjálfkrafa uppsöfnun fyrir útborgun. Leigumarkaðurinn er því áfram framtíðin fyrir tekjulága og afkomendur þeirra. Það er löngu orðið ljóst að heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu þarf að fara fram. Er styrkur þess raunverulegur? Gengur fullþroskað sjóðsöfnunarkerfi upp þar sem ekkert tillit er tekið til markaðsáhættu sem afkoma fólks er beintengd við, þar sem kerfisbundnar sveiflur og hrun markaða eru ekki reiknuð inn í myndina á þeim tíma þegar selja þarf eignir til að greiða út lífeyri? Viljum við kerfi sem elur á misskiptingu í gegnum réttindakerfi samtryggingarinnar þar sem forstjórinn og bankastjórinn fá sama hlutfall af meðallaunum sínum í lífeyri og láglaunahóparnir? Hvor hópurinn er líklegri til að enda á leigamarkaði 67 ára gamall eða eiga skuldlaust þak yfir höfuðið? Hvor hópurinn þarf á hærri framfærslu til að standa undir fastakostnaði eins og húsnæði ásamt nauðsynjum? Við höfum meira að segja lagt til að félagsmenn ASÍ fái að kjósa um hvaða leiðir þeir vilji fara varðandi frelsi um ráðstöfum á 3,5% lífeyri en það þóknast ekki samtryggingarfólkinu. Þau vita betur. Það er alveg ljóst að við þurfum að hafna þessu frumvarpi með öllu og fara að hugsa hlutina uppá nýtt. Höfundur er formaður VR.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun