Íslenski boltinn

Stjarnan fær leik­mann að láni frá Dan­mörku

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Magnus Anbo verður með Stjörnunni framan af sumri.
Magnus Anbo verður með Stjörnunni framan af sumri. AGF

Daninn Magnus Anbo mun leika með Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla frá knattspyrnu í sumar. Hann kemur á láni frá danska félaginu AGF.

Hinn 20 ára gamli Anbo getur leikið sem hægri bakvörður og miðjumaður. Hefur hann leikið 10 leiki fyrir AGF til þessa. Samningur hans gildir til 30. ágúst.

„Magnus er frábær karakter og mjög vinnusamur leikmaður sem við höfum fulla trú á að muni styrkja Stjörnuna mikið. AGF bindur miklar vonir við Magnus og sér hag sinn í því að hann fái aukna leikreynslu með því að spila í Pepsi Max-deildinni enda mikil samkeppni um spiltíma hjá AGF,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar.

AGF endaði í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en nú er í gangi umspil um titilinn annars vegar og hins vegar hvaða lið falla úr deildinni.

Stjarnan endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Stjarnan hefur gengið frá lánssamningi við danska leikmanninn Magnus Anbo sem mun leika með liðinu til 30. ágúst....

Posted by Stjarnan FC on Friday, April 9, 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×