Tuchel staðfesti að Rudiger byrji þrátt fyrir lætin á æfingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 20:30 Antonio Rüdiger byrjar leik Chelsea gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld. EPA-EFE/Mike Hewitt Þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger og spænska markverðinum Kepa Arrizabalaga lenti saman á æfingu Chelsea á sunnudag. Samherjar þeirra þurftu að stíga inn í til að koma í veg fyrir að leikmennirnir létu hnefana tala. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Rüdiger yrði í byrjunarliðinu annað kvöld er liðið mætir Porto í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Rüdiger og Kepa lenti saman á æfingu á sunnudag en degi áður hafði Chelsea tapað 5-2 gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni. Liðsfélagar þeirra þurftu á endanum að stíga á milli til að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum. Rüdiger baðst á endanum afsökunar á hegðun sinni og því er málið útkljáð af hálfu Tuchel og þjálfarateymis félagsins. Thomas Tuchel confirms Antonio Rudiger will start for Chelsea against Porto despite 'serious' training ground bust-up | @Matt_Law_DT https://t.co/3evaI8cswR— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 „Atvikið var alvarlegt. Stundum eiga sér stað atvik á æfingum þar sem maður horfir í hina áttina og leyfir leikmönnum að útkljá málin á eigin spýtur. Þetta var ekki eitt af þeim atvikum. Við þurftum að stíga inn í og koma í veg fyrir að hlutirnir yrðu verri. Hvernig leikmennirnir hafa höndlað málið sýnir mikinn karakter af þeirra hálfu en atvikið var samt sem áður alvarlegt,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Porto. „Þetta hafði ekkert með tapið gegn WBA að gera. Þetta var bara atvik á æfingu. Við sættum okkur ekki við hegðun sem þessa en svona hlutir gerast. Þeir eru keppnismenn og vilja vinna á æfingum. Viðbrögð þeirra voru ekki í lagi en hvernig þeir hafa höndlað málið síðan þá sýnir hversu mikla virðingu þeir hafa fyrir hvor öðrum.“ Aðspurður hvort Rüdiger myndi byrja leikinn gegn Porto eftir að hafa verið á bekknum er Chelsea tapaði fyrir WBA var svarið stutt og laggott: „Já.“ "It was serious..."Thomas Tuchel opens up on Antonio Rudiger and Kepa Arrizabalaga's training ground incident after shock defeat to West Brompic.twitter.com/7LPkgdulGC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 6, 2021 Leikur Chelsea og Porto hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Bayern Munchen og Paris Saint-Germain sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Rüdiger yrði í byrjunarliðinu annað kvöld er liðið mætir Porto í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Rüdiger og Kepa lenti saman á æfingu á sunnudag en degi áður hafði Chelsea tapað 5-2 gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni. Liðsfélagar þeirra þurftu á endanum að stíga á milli til að koma í veg fyrir að hlutirnir færu úr böndunum. Rüdiger baðst á endanum afsökunar á hegðun sinni og því er málið útkljáð af hálfu Tuchel og þjálfarateymis félagsins. Thomas Tuchel confirms Antonio Rudiger will start for Chelsea against Porto despite 'serious' training ground bust-up | @Matt_Law_DT https://t.co/3evaI8cswR— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 „Atvikið var alvarlegt. Stundum eiga sér stað atvik á æfingum þar sem maður horfir í hina áttina og leyfir leikmönnum að útkljá málin á eigin spýtur. Þetta var ekki eitt af þeim atvikum. Við þurftum að stíga inn í og koma í veg fyrir að hlutirnir yrðu verri. Hvernig leikmennirnir hafa höndlað málið sýnir mikinn karakter af þeirra hálfu en atvikið var samt sem áður alvarlegt,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Porto. „Þetta hafði ekkert með tapið gegn WBA að gera. Þetta var bara atvik á æfingu. Við sættum okkur ekki við hegðun sem þessa en svona hlutir gerast. Þeir eru keppnismenn og vilja vinna á æfingum. Viðbrögð þeirra voru ekki í lagi en hvernig þeir hafa höndlað málið síðan þá sýnir hversu mikla virðingu þeir hafa fyrir hvor öðrum.“ Aðspurður hvort Rüdiger myndi byrja leikinn gegn Porto eftir að hafa verið á bekknum er Chelsea tapaði fyrir WBA var svarið stutt og laggott: „Já.“ "It was serious..."Thomas Tuchel opens up on Antonio Rudiger and Kepa Arrizabalaga's training ground incident after shock defeat to West Brompic.twitter.com/7LPkgdulGC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 6, 2021 Leikur Chelsea og Porto hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Bayern Munchen og Paris Saint-Germain sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira