Ingi er að fara á eftirlaun en hann hóf fyrst störf við Verzlunarskólann árið 1989 sem kennari, þá sem aðstoðarskólastjóri frá 2000 og þar til hann tók við starfi skólastjóra árið 2007. Mbl.is greindi fyrst frá.
„Ég verð löggilt gamalmenni í lok þessa árs,“ segir Ingi í samtali við mbl.is. Hann kveðst hafa haft einstaklega gaman að því að starfa við skólann en miklar breytingar hafi orðið á þeim tíma sem hann hefur unnið í Verzló.
Aðspurður segir hann í samtali við mbl.is að nú taki fyrst og fremst við hjá honum að njóta þess að vera í sveitinni sinni á Snæfellsnesi, þar sem hann leggur meðal annars stund á hestamennsku.