Gerum betur í fasteignaviðskiptum Steinunn Ýr Einarsdóttir og Einar G Harðarson skrifa 31. mars 2021 08:00 Fyrir 10 árum gátu menn keypt sér lakkskó og lakrísbindi, jakkaföt í Dressmann og sagst svo vera fasteignasalar. Stórstígar framfarir hafa verið síðan þá. Í fyrri grein okkar kemur fram að fasteignasalar neita fólki um tilboð í eign nema að fá eign þeirra í sölu sem er viðskiptaþvingun og ólöglegir viðskiptahættir. Hvers vegna hefur þessi staða skapast? Samkvæmt íslenskum lögum ber fasteignasölum að gæta bæði hagsmuna kaupenda og seljenda. Honum er gert að vera milliliður í viðskiptum bæði á hæsta verði fyrir seljendur og lægsta verði fyrir kaupendur. Þegar markaðurinn er í jafnvægi, er það ekki endilega svo flókið enda má segja að þá nær markaðurinn sátt um verð. En í dag erum við órafjarri því jafnvægi. Á höfuðborgarsvæðinu vantar um 3000 íbúðir á sölu til þess að slíkt jafnvægi náist. Þessi staða er það sem oft er kallað seljendamarkaður. Þá eru seljendur í yfirburðastöðu á markaði og verð hækkar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið færri íbúðir í byggingu í fjögur ár. Nýbyggingum hefur fækkað nú á milli ára um 21% á þessu svæði samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins. Mestur er samdrátturinn í íbúðum á lokabyggingastigum og því ljóst að eitthvað mun þetta ástand vara. Á sama tíma hafa aldrei verið lægri vextir í boði fyrir kaupendur fasteigna. Fólk græðir þó ekki mikið á lágum vöxtum til fasteignakaupa ef engar eru eignir í sölu eða það fær ekki einu sinni að gera tilboð í þær eignir sem þó eru á markaði. Fyrirtæki ganga ekki að sömu vöxtum en þar er þeir mun hærri. Það gerir fyrirtækjum erfitt fyrir bæði að fjármagna sig og að halda dampi við þau vaxtakjör og skortur á lóðum. Þarna myndast flöskuhálsinn sem gerir það að verkum að ójafnvægi myndast. Verktakar ná ekki að byggja í takt við eftirspurn. Hvernig tryggja fasteignasalar hlutleysi við aðstæður þar sem þeim er gert að vera milliliður á markaði þar sem skortur á framboði skapar sífeldar verðhækkanir, kaupendum í óhag? Virðing og heiðarleiki eru grunnstoðir þess að fagmennska og traust myndist milli viðskiptavina og fasteignasala. Því virðist blasa við að lausnin á því að tryggja réttlæti á markaði sem sífellt er í ójafnvægi sé að kaupendur og seljendur séu hvor með sinn fasteignasalann. Þannig fara fasteignaviðskipti fram í öllum löndum nema á Íslandi og í Noregi. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað fasteignasölu og nemi í löggildingu. Einar G Harðarson, Löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Steinunn Ýr Einarsdóttir Einar G. Harðarson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Sjá meira
Fyrir 10 árum gátu menn keypt sér lakkskó og lakrísbindi, jakkaföt í Dressmann og sagst svo vera fasteignasalar. Stórstígar framfarir hafa verið síðan þá. Í fyrri grein okkar kemur fram að fasteignasalar neita fólki um tilboð í eign nema að fá eign þeirra í sölu sem er viðskiptaþvingun og ólöglegir viðskiptahættir. Hvers vegna hefur þessi staða skapast? Samkvæmt íslenskum lögum ber fasteignasölum að gæta bæði hagsmuna kaupenda og seljenda. Honum er gert að vera milliliður í viðskiptum bæði á hæsta verði fyrir seljendur og lægsta verði fyrir kaupendur. Þegar markaðurinn er í jafnvægi, er það ekki endilega svo flókið enda má segja að þá nær markaðurinn sátt um verð. En í dag erum við órafjarri því jafnvægi. Á höfuðborgarsvæðinu vantar um 3000 íbúðir á sölu til þess að slíkt jafnvægi náist. Þessi staða er það sem oft er kallað seljendamarkaður. Þá eru seljendur í yfirburðastöðu á markaði og verð hækkar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið færri íbúðir í byggingu í fjögur ár. Nýbyggingum hefur fækkað nú á milli ára um 21% á þessu svæði samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins. Mestur er samdrátturinn í íbúðum á lokabyggingastigum og því ljóst að eitthvað mun þetta ástand vara. Á sama tíma hafa aldrei verið lægri vextir í boði fyrir kaupendur fasteigna. Fólk græðir þó ekki mikið á lágum vöxtum til fasteignakaupa ef engar eru eignir í sölu eða það fær ekki einu sinni að gera tilboð í þær eignir sem þó eru á markaði. Fyrirtæki ganga ekki að sömu vöxtum en þar er þeir mun hærri. Það gerir fyrirtækjum erfitt fyrir bæði að fjármagna sig og að halda dampi við þau vaxtakjör og skortur á lóðum. Þarna myndast flöskuhálsinn sem gerir það að verkum að ójafnvægi myndast. Verktakar ná ekki að byggja í takt við eftirspurn. Hvernig tryggja fasteignasalar hlutleysi við aðstæður þar sem þeim er gert að vera milliliður á markaði þar sem skortur á framboði skapar sífeldar verðhækkanir, kaupendum í óhag? Virðing og heiðarleiki eru grunnstoðir þess að fagmennska og traust myndist milli viðskiptavina og fasteignasala. Því virðist blasa við að lausnin á því að tryggja réttlæti á markaði sem sífellt er í ójafnvægi sé að kaupendur og seljendur séu hvor með sinn fasteignasalann. Þannig fara fasteignaviðskipti fram í öllum löndum nema á Íslandi og í Noregi. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað fasteignasölu og nemi í löggildingu. Einar G Harðarson, Löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað fasteignasölu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun