Barnamál, gæði þjónustu Lúðvík Júlíusson skrifar 29. mars 2021 16:01 Í umræðunni eru gæði þjónustu sveitarfélaga í málefnum barna. Skoðanir eru skiptar en ég vil benda á eftirfarandi. Sveitarfélög veita þjónustu á grundvella laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, 40/1991. Starfsfólk sem veitir börnum og foreldrum í viðkvæmri stöðu þjónustu er í einhverjum tilvikum ekki menntaðir félagsráðgjafar og tilheyra ekki heldur öðrum fagstéttum sem landlæknir veitir starfsréttindi(1). Ef foreldri fær ekki viðunandi þjónustu eða ráðgjöf þá getur foreldri hvorki kvartað né mótmælt með formlegum hætti. Foreldrið getur aðeins kvartað til næsta yfirmanns og vegna þess að málið er bundið persónuvernd viðkomandi starfsmanns þá fær foreldrið aldrei að vita hvort og hvernig málinu lýkur. Kvörtunin hættir að varða hagsmuni barns og foreldris en verður allt í einu mál starfsmanns gagnvart sínum yfirmanni. Þetta er mjög óeðlilegt. Börn í viðkvæmri stöðu og foreldrar þeirra njóta þess ekki alltaf að hafa reyndan félagsráðgjafa sér til halds og trausts. Félagsráðgjafar vinna eftir vinnureglum sveitarfélags og þeir leita einnig álita hjá lögfræðingum. Það er ekkert í námi lögfræðinga sem gerir þá hæfa í að fjalla sérstaklega um börn þegar kemur að málum sem varða þroska þeirra. Samt eru það lögfræðingar, frekar en félagsráðgjafar, sem ákvarða hvort og hvenær megi veita börnum í viðkvæmri stöðu og foreldrum þeirra þjónustu. Í vinnureglum sveitarfélaga er beinlínis bannað að veita ákveðnum hópi barna í viðkvæmri stöðu og foreldrum þeirra aðstoð, jafnvel þó félagsfræðingur hefði aðra skoðun á því og þó bæði barn og foreldri hefðu gagn af því. Ekki er tekið tillit til þess hvað barni er fyrir bestu, Barnasáttmáli SÞ hefur ekkert gildi og veitir börnum hvorki vernd né réttindi. Ekki er hægt að kvarta til Úrskurðarnefndar velferðarmála vegna lélegrar þjónustu eða ef foreldri getur ekki sótt um þjónustu. Án undantekninga er sótt um þjónustu með starfsmanni viðkomandi sveitarfélags. Ekki er heldur hægt að kvarta til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvörtunarfrestur er yfirleitt liðinn þegar kemur í ljós að starfsmaður ákvað að upplýsa ekki foreldri um réttindi þess og barnsins, jafnvel þó foreldri sé ekki upplýst með neinum hætti, hvorki formlegum né óformlegum hætti, um að ákvörðun hafi verið tekin. Ekkert eftirlit er með sveitarfélögum til að tryggja að barn fái viðeigandi þjónustu. Það er einnig mjög erfitt og einkennilegt fyrir foreldri að kvarta yfir starfsfólki því þá fer allt í hnút. Litið er á foreldri sem „árásaraðila“ og sveitarfélagið „pakkar í vörn“ og virkjar her lögfræðinga. Geta og áhugi sveitarfélagsins til að vinna með foreldri sem kvartar verður óneitanlega minni. Það er ekki gott með tilliti til hagsmuni barnsins. Enginn starfsmaður er fullkominn. Það skiptir engu máli að viljinn til að gera gott sé ótrúlega mikill. Allir geta gert mistök. Þá skiptir máli að leiðrétta mistökin en ekki kenna börnum og foreldrum um. Persónuverndarlög tryggja ekki að réttar upplýsingar séu skráðar um börn og foreldra. Sömu lög tryggja ekki að fagaðilar sem lesa gögnin séu að lesa upplýsingar sem gagnast barni. Geri starfsmaður félagsþjónustu mistök við skráningu gagna, skráir einhliða upplýsingar, skráir þær með villandi hætti eða skráir eigin skoðanir, þá er ekkert sem foreldri getur gert til að fá þetta leiðrétt. Foreldrið veit oftast ekki hvað er skrifað því oftast les það ekki málaskrá barna sinna. Það eina sem foreldrið getur gert er að skrifa yfirlýsingu um að gögn sem skráð hafa verið af starfsmanni sveitarfélagsins séu röng. Svo verður foreldrið að vona að yfirlýsingin verði lesin en einnig að hún verði metin trúverðug. Þetta er ömurleg staða fyrir foreldri. Ekkert faglegt eftirlit er haft með vinnslu persónuupplýsinga hjá sveitarfélögum. Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu barna er ekki að fara að breyta miklu sem skiptir máli varðandi rétt barna og foreldra. Enga aukna vernd eða réttindi er að finna í frumvarpinu. Staða barna og foreldra gagnvart persónuvernd verður enn óviðunandi. Frumvarpið snýst fyrst og fremst um að stofnanir og ráðuneyti geti talað saman en ekki um að börnum og foreldrum séu tryggð réttindi. Til þess að börn og foreldrar í viðkvæmri stöðu fái aðstoð þá skiptir miklu máli að lög séu skýr(Alþingi), starfsfólk félagsþjónustu(Félagsráðgjafar) og sveitarfélaga(Lögfræðingar) hafi menntun, þekkingu og reynslu til að skilja málið. Það er óskastaða en við erum langt frá henni í dag. Lög eru óskýr og ekkert kemur í veg fyrir að starfsfólk sveitarfélaga láti persónulega skoðun ráða för en ekki hag barnsins. Í ófullkomnum heimi, þá er ekkert fullkomið, hvorki foreldrar né starfsfólk. Getan til að viðurkenna mistök, tala saman og sérstaklega að vinna saman skiptir miklu máli. Það er því nauðsynlegt að sveitarfélög og ríki skapi þann grundvöll með því að stofna „embætti umboðsmanns notenda þjónustu félagsþjónustu og barnaverndar“ eða eitthvað sambærilegt. Myndi það embætti meðal annars fylgjast með því að farið sé eftir lögum, foreldrar séu upplýstir um réttindi sín, leysa úr ágreiningi á milli sveitarfélaga og foreldra og að sveitarfélög fari eftir Barnasáttmála SÞ og Samningi SÞ um réttindi fatlaðra. Staða og réttindi barna eru ekkert flókin og ef við setjum barnið í fyrsta sæti þá blasa ekkert nema lausnir við. Fullorðið fólk vill því miður oft flækjast fyrir og láta málin snúast um sig. Þá skiptir mestu máli að geta sett sig í spor barnsins og vera hluti af lausninni en ekki vandamálinu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna (1) https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/starfsleyfi/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Sveitarstjórnarmál Lúðvík Júlíusson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni eru gæði þjónustu sveitarfélaga í málefnum barna. Skoðanir eru skiptar en ég vil benda á eftirfarandi. Sveitarfélög veita þjónustu á grundvella laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, 40/1991. Starfsfólk sem veitir börnum og foreldrum í viðkvæmri stöðu þjónustu er í einhverjum tilvikum ekki menntaðir félagsráðgjafar og tilheyra ekki heldur öðrum fagstéttum sem landlæknir veitir starfsréttindi(1). Ef foreldri fær ekki viðunandi þjónustu eða ráðgjöf þá getur foreldri hvorki kvartað né mótmælt með formlegum hætti. Foreldrið getur aðeins kvartað til næsta yfirmanns og vegna þess að málið er bundið persónuvernd viðkomandi starfsmanns þá fær foreldrið aldrei að vita hvort og hvernig málinu lýkur. Kvörtunin hættir að varða hagsmuni barns og foreldris en verður allt í einu mál starfsmanns gagnvart sínum yfirmanni. Þetta er mjög óeðlilegt. Börn í viðkvæmri stöðu og foreldrar þeirra njóta þess ekki alltaf að hafa reyndan félagsráðgjafa sér til halds og trausts. Félagsráðgjafar vinna eftir vinnureglum sveitarfélags og þeir leita einnig álita hjá lögfræðingum. Það er ekkert í námi lögfræðinga sem gerir þá hæfa í að fjalla sérstaklega um börn þegar kemur að málum sem varða þroska þeirra. Samt eru það lögfræðingar, frekar en félagsráðgjafar, sem ákvarða hvort og hvenær megi veita börnum í viðkvæmri stöðu og foreldrum þeirra þjónustu. Í vinnureglum sveitarfélaga er beinlínis bannað að veita ákveðnum hópi barna í viðkvæmri stöðu og foreldrum þeirra aðstoð, jafnvel þó félagsfræðingur hefði aðra skoðun á því og þó bæði barn og foreldri hefðu gagn af því. Ekki er tekið tillit til þess hvað barni er fyrir bestu, Barnasáttmáli SÞ hefur ekkert gildi og veitir börnum hvorki vernd né réttindi. Ekki er hægt að kvarta til Úrskurðarnefndar velferðarmála vegna lélegrar þjónustu eða ef foreldri getur ekki sótt um þjónustu. Án undantekninga er sótt um þjónustu með starfsmanni viðkomandi sveitarfélags. Ekki er heldur hægt að kvarta til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvörtunarfrestur er yfirleitt liðinn þegar kemur í ljós að starfsmaður ákvað að upplýsa ekki foreldri um réttindi þess og barnsins, jafnvel þó foreldri sé ekki upplýst með neinum hætti, hvorki formlegum né óformlegum hætti, um að ákvörðun hafi verið tekin. Ekkert eftirlit er með sveitarfélögum til að tryggja að barn fái viðeigandi þjónustu. Það er einnig mjög erfitt og einkennilegt fyrir foreldri að kvarta yfir starfsfólki því þá fer allt í hnút. Litið er á foreldri sem „árásaraðila“ og sveitarfélagið „pakkar í vörn“ og virkjar her lögfræðinga. Geta og áhugi sveitarfélagsins til að vinna með foreldri sem kvartar verður óneitanlega minni. Það er ekki gott með tilliti til hagsmuni barnsins. Enginn starfsmaður er fullkominn. Það skiptir engu máli að viljinn til að gera gott sé ótrúlega mikill. Allir geta gert mistök. Þá skiptir máli að leiðrétta mistökin en ekki kenna börnum og foreldrum um. Persónuverndarlög tryggja ekki að réttar upplýsingar séu skráðar um börn og foreldra. Sömu lög tryggja ekki að fagaðilar sem lesa gögnin séu að lesa upplýsingar sem gagnast barni. Geri starfsmaður félagsþjónustu mistök við skráningu gagna, skráir einhliða upplýsingar, skráir þær með villandi hætti eða skráir eigin skoðanir, þá er ekkert sem foreldri getur gert til að fá þetta leiðrétt. Foreldrið veit oftast ekki hvað er skrifað því oftast les það ekki málaskrá barna sinna. Það eina sem foreldrið getur gert er að skrifa yfirlýsingu um að gögn sem skráð hafa verið af starfsmanni sveitarfélagsins séu röng. Svo verður foreldrið að vona að yfirlýsingin verði lesin en einnig að hún verði metin trúverðug. Þetta er ömurleg staða fyrir foreldri. Ekkert faglegt eftirlit er haft með vinnslu persónuupplýsinga hjá sveitarfélögum. Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu barna er ekki að fara að breyta miklu sem skiptir máli varðandi rétt barna og foreldra. Enga aukna vernd eða réttindi er að finna í frumvarpinu. Staða barna og foreldra gagnvart persónuvernd verður enn óviðunandi. Frumvarpið snýst fyrst og fremst um að stofnanir og ráðuneyti geti talað saman en ekki um að börnum og foreldrum séu tryggð réttindi. Til þess að börn og foreldrar í viðkvæmri stöðu fái aðstoð þá skiptir miklu máli að lög séu skýr(Alþingi), starfsfólk félagsþjónustu(Félagsráðgjafar) og sveitarfélaga(Lögfræðingar) hafi menntun, þekkingu og reynslu til að skilja málið. Það er óskastaða en við erum langt frá henni í dag. Lög eru óskýr og ekkert kemur í veg fyrir að starfsfólk sveitarfélaga láti persónulega skoðun ráða för en ekki hag barnsins. Í ófullkomnum heimi, þá er ekkert fullkomið, hvorki foreldrar né starfsfólk. Getan til að viðurkenna mistök, tala saman og sérstaklega að vinna saman skiptir miklu máli. Það er því nauðsynlegt að sveitarfélög og ríki skapi þann grundvöll með því að stofna „embætti umboðsmanns notenda þjónustu félagsþjónustu og barnaverndar“ eða eitthvað sambærilegt. Myndi það embætti meðal annars fylgjast með því að farið sé eftir lögum, foreldrar séu upplýstir um réttindi sín, leysa úr ágreiningi á milli sveitarfélaga og foreldra og að sveitarfélög fari eftir Barnasáttmála SÞ og Samningi SÞ um réttindi fatlaðra. Staða og réttindi barna eru ekkert flókin og ef við setjum barnið í fyrsta sæti þá blasa ekkert nema lausnir við. Fullorðið fólk vill því miður oft flækjast fyrir og láta málin snúast um sig. Þá skiptir mestu máli að geta sett sig í spor barnsins og vera hluti af lausninni en ekki vandamálinu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna (1) https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/starfsleyfi/
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun