Flogaveiki með augum foreldris Hlédís Sveinsdóttir skrifar 26. mars 2021 11:01 Í tilefni af alþjóðlegum degi flogaveiki ætla ég, foreldri flogaveiks barns, að rita okkur orð. Byrjum á því hvernig best er að þið bregðist við ef einhver fær flog í kringum ykkur: 1. Haldið ró ykkar. 2. Losið um þröng föt. 3. Reynið að fyrirbyggja meiðsl. 4. Ekki setja neitt upp í munn 5. Hlúið að viðkomandi. 6. Verið til staðar þar til fullri meðvitund er náð. 7. Hringið á sjúkrabíl ef flogið á sér stað í vatni, ef þú veist ekki til þess að einstaklingur sé flogaveikur, ef um er að ræða barnshafandi konu / slasaðan einstakling / sykursjúkan einstakling, ef flog varir lengur en 5 mín, ef annað flog hefst stuttu eftir fyrra og ef einstaklingur kemst ekki til meðvitundar eftir að flogi/kippum lýkur. Þá vitið þið hvernig æskileg viðbrögð við flogi eru. Persónulega finnst mér nr. 1 erfiðast: "Haldið ró ykkar". Hljómar einfalt þar til barnið manns fellur fram af þeirri bjargsbrún sem flog eru. Fjallið er hátt og fallið er langt. Fullkomlega vanmáttugar mínútur foreldris sem horfir á eftir barni sínu fram af bjargsbrún eru ó svo lengi að líða og ró er síðasta orðið sem lýst gæti líkamlegu eða andlegu ástandi. Að vísu er yfirleitt mjúkt undirlag og flestir lenda vel, komast tiltölulega fljótt til meðvitundar og allt fellur í ljúfa löð aftur. En stundum verða slys, undirlagið ekki eins mjúkt og hörð lending getur haft alvarlegar afleiðingar. Lending gæti kostað lífsgæði eða líf. Það er þessi möguleiki sem fer illa í okkur aðstandendur. Situr eftir í kerfinu okkar, rænir okkur svefni og fóðrar feitan áhyggjupúkann. Það mætti mér að meinalausu gefa út leiðbeiningar til fólks sem umgengst aðstandendur flogaveikra. Kannski full dramatískt gætuð þið hugsað, en þó. Foreldrar sem ítrekað eru að missa börn sín fram af þessari bévítans bjargsbrún þurfa tíma og stuðning til að jafna sig. Þessir sömu foreldrar þurfa nefnilega að vera til staðar og sterkir heima fyrir. Ef vel ætti að vera mætti líka vera sérstakur verðlauna flokkur á Eddunni fyrir foreldra barna sem lenda í hnjaski. Ég sé fyrir mér afhendinguna "Góðir gestir þá er komið að verðlaunum fyrir framúrskarandi leik foreldris sem huggaði meðan það hágrét í hljóði". Eddunni er kannski ofaukið, það er skilningurinn sem er mikilvægastur. Skilningur á flogum og viðbrögðum við þeim sem og skilningur á því að þetta tekur líka á aðstandendur. Það hefur verið lukka mín hversu samferðafólk mitt, í leik og starfi, hefur sýnt mikinn skilning þegar þess hefur þurft. Það er mín Edda og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Eigið góðan fjólubláan flogaveikisdag í dag. Höfundur er móðir flogaveiks barns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðlegum degi flogaveiki ætla ég, foreldri flogaveiks barns, að rita okkur orð. Byrjum á því hvernig best er að þið bregðist við ef einhver fær flog í kringum ykkur: 1. Haldið ró ykkar. 2. Losið um þröng föt. 3. Reynið að fyrirbyggja meiðsl. 4. Ekki setja neitt upp í munn 5. Hlúið að viðkomandi. 6. Verið til staðar þar til fullri meðvitund er náð. 7. Hringið á sjúkrabíl ef flogið á sér stað í vatni, ef þú veist ekki til þess að einstaklingur sé flogaveikur, ef um er að ræða barnshafandi konu / slasaðan einstakling / sykursjúkan einstakling, ef flog varir lengur en 5 mín, ef annað flog hefst stuttu eftir fyrra og ef einstaklingur kemst ekki til meðvitundar eftir að flogi/kippum lýkur. Þá vitið þið hvernig æskileg viðbrögð við flogi eru. Persónulega finnst mér nr. 1 erfiðast: "Haldið ró ykkar". Hljómar einfalt þar til barnið manns fellur fram af þeirri bjargsbrún sem flog eru. Fjallið er hátt og fallið er langt. Fullkomlega vanmáttugar mínútur foreldris sem horfir á eftir barni sínu fram af bjargsbrún eru ó svo lengi að líða og ró er síðasta orðið sem lýst gæti líkamlegu eða andlegu ástandi. Að vísu er yfirleitt mjúkt undirlag og flestir lenda vel, komast tiltölulega fljótt til meðvitundar og allt fellur í ljúfa löð aftur. En stundum verða slys, undirlagið ekki eins mjúkt og hörð lending getur haft alvarlegar afleiðingar. Lending gæti kostað lífsgæði eða líf. Það er þessi möguleiki sem fer illa í okkur aðstandendur. Situr eftir í kerfinu okkar, rænir okkur svefni og fóðrar feitan áhyggjupúkann. Það mætti mér að meinalausu gefa út leiðbeiningar til fólks sem umgengst aðstandendur flogaveikra. Kannski full dramatískt gætuð þið hugsað, en þó. Foreldrar sem ítrekað eru að missa börn sín fram af þessari bévítans bjargsbrún þurfa tíma og stuðning til að jafna sig. Þessir sömu foreldrar þurfa nefnilega að vera til staðar og sterkir heima fyrir. Ef vel ætti að vera mætti líka vera sérstakur verðlauna flokkur á Eddunni fyrir foreldra barna sem lenda í hnjaski. Ég sé fyrir mér afhendinguna "Góðir gestir þá er komið að verðlaunum fyrir framúrskarandi leik foreldris sem huggaði meðan það hágrét í hljóði". Eddunni er kannski ofaukið, það er skilningurinn sem er mikilvægastur. Skilningur á flogum og viðbrögðum við þeim sem og skilningur á því að þetta tekur líka á aðstandendur. Það hefur verið lukka mín hversu samferðafólk mitt, í leik og starfi, hefur sýnt mikinn skilning þegar þess hefur þurft. Það er mín Edda og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Eigið góðan fjólubláan flogaveikisdag í dag. Höfundur er móðir flogaveiks barns.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun