Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2021 20:57 Will Smith er ein skærasta stjarnan í Hollywood. Honum þykir mikið til drónamyndbands Björns Steinbekks koma, þar sem drónanum er flogið inn í hraunsletturnar. Vísir/Getty/vilhelm Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. „Þetta er þriðja eldfjallið sem gýs rétt eftir að ég heimsæki það,“ skrifar Smith og virðist svekktur. Þá nafngreinir hann Björn Steinbekk, höfund myndbandsins, og hrósar honum fyrir færnina á drónann. „Ég ætla að kanna hvort ég finni leiðbeiningar í upptökunni um hvernig ég eigi að losna undan eldfjallabölvuninni minni,“ skrifar Smith að lokum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith) Smith dvaldi hér á landi við kvikmyndatökur í ágúst og september í fyrra. Hann fór meðal annars að Dettifossi og ferðaðist um Norðurland. Þá getur verið að í þeirri ferð hafi hann einnig farið á eldfjallaslóðir á Reykjanesi. Myndbandið sem Smith birtir er drónamyndband úr smiðju áðurnefns Björns af gossvæðinu. Myndbönd Björns, og einkum það sem Smith deilir í dag, hafa vakið heimsathygli. Björn ræddi vinsældir eldgosamyndbandanna og færni sína í drónaflugi við Vísi á þriðjudag. Will Smith er ein af skærustu stjörnum Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og svo mætti lengi telja. Hér fyrir neðan má sjá myndband Björns sem Smith deildi í dag. Í því flýgur Björn dróna sínum inn í hraunslettur sem spýtast upp úr gígnum. Þá má nálgast fleiri myndbönd á Instagram-reikningi Björns hér. Eldgos í Fagradalsfjalli Hollywood Eldgos og jarðhræringar Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram. 6. september 2020 23:18 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
„Þetta er þriðja eldfjallið sem gýs rétt eftir að ég heimsæki það,“ skrifar Smith og virðist svekktur. Þá nafngreinir hann Björn Steinbekk, höfund myndbandsins, og hrósar honum fyrir færnina á drónann. „Ég ætla að kanna hvort ég finni leiðbeiningar í upptökunni um hvernig ég eigi að losna undan eldfjallabölvuninni minni,“ skrifar Smith að lokum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith) Smith dvaldi hér á landi við kvikmyndatökur í ágúst og september í fyrra. Hann fór meðal annars að Dettifossi og ferðaðist um Norðurland. Þá getur verið að í þeirri ferð hafi hann einnig farið á eldfjallaslóðir á Reykjanesi. Myndbandið sem Smith birtir er drónamyndband úr smiðju áðurnefns Björns af gossvæðinu. Myndbönd Björns, og einkum það sem Smith deilir í dag, hafa vakið heimsathygli. Björn ræddi vinsældir eldgosamyndbandanna og færni sína í drónaflugi við Vísi á þriðjudag. Will Smith er ein af skærustu stjörnum Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og svo mætti lengi telja. Hér fyrir neðan má sjá myndband Björns sem Smith deildi í dag. Í því flýgur Björn dróna sínum inn í hraunslettur sem spýtast upp úr gígnum. Þá má nálgast fleiri myndbönd á Instagram-reikningi Björns hér.
Eldgos í Fagradalsfjalli Hollywood Eldgos og jarðhræringar Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram. 6. september 2020 23:18 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56
Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15
Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram. 6. september 2020 23:18