Á annan tug með réttarstöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefna- og fjársvikamáli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2021 17:54 Vel á annan tug manna eru með réttarstöðu sakbornings og tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefna- og fjársvikamáls sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Húsleit hefur verið gerð á öðrum tug staða, bæði á heimilum og í fyrirtækjum vegna málsins. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsóknina sem er mjög umfangsmikil. „Þetta er talsvert stórt mál. Við höfum verið með þetta mál til rannsóknar í marga mánuði og umfangið hefur verið talsvert,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. „Við erum að tala um innflutning, sölu, dreifingu og framleiðslu á sterkum fíkniefnum, sem og mál er snertir fjármunabrot og þjófnaðarbrot,“ segir Margeir. Klippa: Viðtal við Margeir vegna skipulagðrar glæpastarfsemi Í framhaldi aðgerða lögreglu hafa vel á annan tug einstaklinga verið handteknir og eru með réttarstöðu sakbornings í tenglsum við málið. Margeir segir að um sé að ræða Íslendinga og útlendinga, allt karlmenn. Húsleit hefur verið gerð á öðrum tug staða, bæði á heimilum og í fyrirtækjum vegna málsins. Hald hefur verið lagt á eignir og peninga fyrir tugi milljóna króna. Þá hafa um þrjú kíló af sterkum fíkniefnum verið gerð upptæk í tengslum við málið á síðustu vikum en unnið er að því að skoða tengsl við fíkniefnaframleiðslur sem þegar hefur verið komið upp um. Grunur leikur á að illa fengnu fé, vegna brotastarfseminnar, hafi verið komið inn í löglega atvinnustarfsemi hér á landi og því er um ætlað peningaþvætti að ræða. Margeir vill ekki greina frá því hvers konar fyrirtæki um ræðir. Hvað erum við að tala um háar fjárhæðir í þessu máli? „Í þessu máli má ætla að við séum að tala eitt um 60 til 70 milljónir varðandi þjófnaðinn og fjármunabrotin,“ segir Margeir. Rannsókn málsins miðar vel og er á lokametunum. Lögreglan hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurnesjum, Norðurlandi. Einnig hefur hún notið aðstoðar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar. Þá hefur hún verið í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. Málið tengist manndrápinu í Rauðagerði ekki á nokkurn hátt. Lögreglumál Reykjavík Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsóknina sem er mjög umfangsmikil. „Þetta er talsvert stórt mál. Við höfum verið með þetta mál til rannsóknar í marga mánuði og umfangið hefur verið talsvert,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. „Við erum að tala um innflutning, sölu, dreifingu og framleiðslu á sterkum fíkniefnum, sem og mál er snertir fjármunabrot og þjófnaðarbrot,“ segir Margeir. Klippa: Viðtal við Margeir vegna skipulagðrar glæpastarfsemi Í framhaldi aðgerða lögreglu hafa vel á annan tug einstaklinga verið handteknir og eru með réttarstöðu sakbornings í tenglsum við málið. Margeir segir að um sé að ræða Íslendinga og útlendinga, allt karlmenn. Húsleit hefur verið gerð á öðrum tug staða, bæði á heimilum og í fyrirtækjum vegna málsins. Hald hefur verið lagt á eignir og peninga fyrir tugi milljóna króna. Þá hafa um þrjú kíló af sterkum fíkniefnum verið gerð upptæk í tengslum við málið á síðustu vikum en unnið er að því að skoða tengsl við fíkniefnaframleiðslur sem þegar hefur verið komið upp um. Grunur leikur á að illa fengnu fé, vegna brotastarfseminnar, hafi verið komið inn í löglega atvinnustarfsemi hér á landi og því er um ætlað peningaþvætti að ræða. Margeir vill ekki greina frá því hvers konar fyrirtæki um ræðir. Hvað erum við að tala um háar fjárhæðir í þessu máli? „Í þessu máli má ætla að við séum að tala eitt um 60 til 70 milljónir varðandi þjófnaðinn og fjármunabrotin,“ segir Margeir. Rannsókn málsins miðar vel og er á lokametunum. Lögreglan hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurnesjum, Norðurlandi. Einnig hefur hún notið aðstoðar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar. Þá hefur hún verið í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. Málið tengist manndrápinu í Rauðagerði ekki á nokkurn hátt.
Lögreglumál Reykjavík Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira