Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Atli Ísleifsson skrifar 25. mars 2021 10:22 Starfsmaður við Laugarnesskóla greindist með kórónuveiruna á sunnudag og síðan hafa tólf nemendur hið minnsta greinst. Vísir/Vilhelm Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. Björn Gunnlaugsson, aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla, tjáði Vísi á ellefta tímanum að foreldrum hefðu verið sendar upplýsingar um að smituðum hefði fjölgað. Í framhaldinu hafði hann aftur samband við Vísi og sagði að um misskilning hefði verið að ræða. Smitrakningarteymið hefði haft samband og tjáð honum að enginn úr skólanum hefði greinst í sýnatöku í gær. Greinilegt var á Birni að honum var létt með þessi uppfærðu tíðindi. Starfsmaður í skólanum greindist með kórónuveiruna á sunnudag og daginn eftir greindist svo nemandi. Á þriðjudag greindust svo ellefu nemendur til viðbótar. Stærstur hluti nemenda í 6. bekk skólans eru nú í sóttkví og sömuleiðis strákar í 5. flokki Þróttar. Einn smitaður í Laugalækjarskóla Í Laugalækjarskóla hafa allir nemendur og starfsfólk verið send í sóttkví eftir að nemandi í 8. bekk skólans greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. Jón Páll Haraldsson skólastjóri sagði í samtali við Vísi upp úr klukkan 10 að ekki hafi fengist upplýsingar um að fleiri nemendur hafi greinst með veiruna. Vegna þessa fjölda smita í Laugarneshverfinu hafa leikskólabörn á Laugasól og Hofi einnig verið send í úrvinnslusóttkví. Í Laugarnesskóla eru nemendur í 1. til 6. bekk, en í Laugarlækjaskóla eru nemendur í 7. og upp í 10. bekk. Fréttin var uppfærð klukkan 10:45. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Björn Gunnlaugsson, aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla, tjáði Vísi á ellefta tímanum að foreldrum hefðu verið sendar upplýsingar um að smituðum hefði fjölgað. Í framhaldinu hafði hann aftur samband við Vísi og sagði að um misskilning hefði verið að ræða. Smitrakningarteymið hefði haft samband og tjáð honum að enginn úr skólanum hefði greinst í sýnatöku í gær. Greinilegt var á Birni að honum var létt með þessi uppfærðu tíðindi. Starfsmaður í skólanum greindist með kórónuveiruna á sunnudag og daginn eftir greindist svo nemandi. Á þriðjudag greindust svo ellefu nemendur til viðbótar. Stærstur hluti nemenda í 6. bekk skólans eru nú í sóttkví og sömuleiðis strákar í 5. flokki Þróttar. Einn smitaður í Laugalækjarskóla Í Laugalækjarskóla hafa allir nemendur og starfsfólk verið send í sóttkví eftir að nemandi í 8. bekk skólans greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. Jón Páll Haraldsson skólastjóri sagði í samtali við Vísi upp úr klukkan 10 að ekki hafi fengist upplýsingar um að fleiri nemendur hafi greinst með veiruna. Vegna þessa fjölda smita í Laugarneshverfinu hafa leikskólabörn á Laugasól og Hofi einnig verið send í úrvinnslusóttkví. Í Laugarnesskóla eru nemendur í 1. til 6. bekk, en í Laugarlækjaskóla eru nemendur í 7. og upp í 10. bekk. Fréttin var uppfærð klukkan 10:45.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira