Það er komið vor Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 24. mars 2021 20:26 Því miður erum við enn á ný að hlaupa í skjól. Við fórum úr jólakúlunni í að halda okkur í páskaeggi næstu þrjár vikur. Íslenska þjóðin er vön því að búa við óútreiknanlegt veður. Þessi faraldur hagar sér með svipuðu móti. Nú er ekkert annað í boði en að tryggja aðstæður, fara í skjól og standa af sér veðrið. Lengi skal manninn reyna, sagði Megas. Þessi lína skýtur upp kollinum þegar maður fer yfir undanfarin misseri. Lífið hefur verið lyftuhús en þjóðin hefur sýnt mikla þrautseigju og samstöðu í baráttunni við heimsfaraldurinn síðastliðið ár. Við höfum öll þurft að færa einhverjar fórnir og aðlaga okkur að þeim aðstæðunum sem ríkja hverju sinni. Staðan er viðkvæm og lítið má út af bregða eins og dagurinn í dag sýnir. Við megum ekki gleyma því, en enn glittir í ljósið við enda gangana. Bólusetning þjóðarinnar er komin á skrið. Áætlanir gera ráð fyrir að meginþorri þjóðarinnar verði bólusettur um mitt sumar. Ríkisstjórnin hefur brugðist við efnahagslegum afleiðingum faraldursins með fjölmörgum og fjölbreyttum aðgerðum. Hlutabótaleiðin, tekjufallsstyrkir, lokunarstyrkir, tekjutengdar atvinnuleysisbætur og margt fleira. Þessar aðgerðir hafa sannað gildi sitt undanfarið ár og dempað höggið. Staðan er viðkvæm en traust Því miður er staðan ennþá erfið og faraldurinn hefur dregist á langinn. Við höfum þó verið lánsöm hér á landi síðustu vikur, en þegar atvinnuleysið er komið þá getur tognað úr því í annan endann. Það skiptir verulegu máli að draga ekki úr aðgerðum of snemma. Það getur haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar þegar litið er til lengri tíma. Við getum sótt í reynslubanka fyrri ára. Við vitum hvað virkar og hvað þarf að gera. Atvinnulífið þarf að vera í stakk búið til að taka þátt í viðspyrnunni í kjölfar bólusetninga. Það er afar mikilvægt að halda áfram efnahagslegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og bæta í. Sérstöku atvinnuátaki hefur verið hrint af stað undir yfirskriftinni „hefjum störf“. Markmiðið með átakinu er að skapa allt að 7.000 tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Til þessa aðgerða er ráðgert að verja um 4.500 – 5.000 milljónum króna. Fleiri aðgerðum má koma í gang, t.d. sumarstörf fyrir námsmenn, aðgerðir við að koma atvinnuleitendum í virkni, framlenging hlutabótaleiðarinnar, vegleg ferðaávísun fyrir sumarið. Allt eru þetta aðgerðir sem draga úr langtímaáhrifum heimsfaraldursins á efnahagslífið. Við gefum ekki eftir á örlagastundu sem þessari. Klárum leikinn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Því miður erum við enn á ný að hlaupa í skjól. Við fórum úr jólakúlunni í að halda okkur í páskaeggi næstu þrjár vikur. Íslenska þjóðin er vön því að búa við óútreiknanlegt veður. Þessi faraldur hagar sér með svipuðu móti. Nú er ekkert annað í boði en að tryggja aðstæður, fara í skjól og standa af sér veðrið. Lengi skal manninn reyna, sagði Megas. Þessi lína skýtur upp kollinum þegar maður fer yfir undanfarin misseri. Lífið hefur verið lyftuhús en þjóðin hefur sýnt mikla þrautseigju og samstöðu í baráttunni við heimsfaraldurinn síðastliðið ár. Við höfum öll þurft að færa einhverjar fórnir og aðlaga okkur að þeim aðstæðunum sem ríkja hverju sinni. Staðan er viðkvæm og lítið má út af bregða eins og dagurinn í dag sýnir. Við megum ekki gleyma því, en enn glittir í ljósið við enda gangana. Bólusetning þjóðarinnar er komin á skrið. Áætlanir gera ráð fyrir að meginþorri þjóðarinnar verði bólusettur um mitt sumar. Ríkisstjórnin hefur brugðist við efnahagslegum afleiðingum faraldursins með fjölmörgum og fjölbreyttum aðgerðum. Hlutabótaleiðin, tekjufallsstyrkir, lokunarstyrkir, tekjutengdar atvinnuleysisbætur og margt fleira. Þessar aðgerðir hafa sannað gildi sitt undanfarið ár og dempað höggið. Staðan er viðkvæm en traust Því miður er staðan ennþá erfið og faraldurinn hefur dregist á langinn. Við höfum þó verið lánsöm hér á landi síðustu vikur, en þegar atvinnuleysið er komið þá getur tognað úr því í annan endann. Það skiptir verulegu máli að draga ekki úr aðgerðum of snemma. Það getur haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar þegar litið er til lengri tíma. Við getum sótt í reynslubanka fyrri ára. Við vitum hvað virkar og hvað þarf að gera. Atvinnulífið þarf að vera í stakk búið til að taka þátt í viðspyrnunni í kjölfar bólusetninga. Það er afar mikilvægt að halda áfram efnahagslegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og bæta í. Sérstöku atvinnuátaki hefur verið hrint af stað undir yfirskriftinni „hefjum störf“. Markmiðið með átakinu er að skapa allt að 7.000 tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Til þessa aðgerða er ráðgert að verja um 4.500 – 5.000 milljónum króna. Fleiri aðgerðum má koma í gang, t.d. sumarstörf fyrir námsmenn, aðgerðir við að koma atvinnuleitendum í virkni, framlenging hlutabótaleiðarinnar, vegleg ferðaávísun fyrir sumarið. Allt eru þetta aðgerðir sem draga úr langtímaáhrifum heimsfaraldursins á efnahagslífið. Við gefum ekki eftir á örlagastundu sem þessari. Klárum leikinn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun