Hvar eru nauðsynlegar framkvæmdir í Garðabæ? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 24. mars 2021 07:30 Íbúum í Garðabæ fjölgaði um 4,3% árið 2020, sem var mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er ánægjulegt að svo margir kjósi að búa í svo góðum bæ, sérstaklega að barnafjölskyldum fjölgar sem er gott og mikilvægt fyrir stækkandi samfélag. Garðabær hefur lengi haft þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að hópur eldri borgara hefur verið fjölmennari en í sambærilegum sveitarfélögum á meðan yngri aldurshópar hafa verið fámennari. Það sem er ekki eins ánægjulegt er að meirihlutinn í Garðabæ hefur ítrekað vanáætlað íbúafjölgun, til að ársreikningar líti betur út. Vanáætlaðar framkvæmdir Fjölgun barnafjölskyldna krefst framtíðarsýnar. Með réttum íbúaspám er hægt að sjá fyrir hvar skóinn muni kreppa í uppbyggingu grunnþjónustu. Fleiri börn kalla á fleiri pláss í leik- og grunnskólum. Fjölgun umfram áætlun kallar líka á aukið álag á nauðsynlega stoðþjónustu í fjölbreyttu samfélagi, sem vex ekki í samræmi við íbúafjölgun. Meirihlutinn í Garðabæ hefur ekki sýnt að hann geti horfst í augu við þessa þróun eða hafi metnað til að mæta fjölgun íbúa með aukinni þjónustu. Um þetta er hægt að nefna nokkur knýjandi dæmi. Leikskólapláss vantar í Urriðaholti, nýju hverfi sem verið er að byggja upp, vegna þess að meirihlutinn í Garðabæ kaus að skokka þegar þurfi að hlaupa. Hann getur ekki tryggt börnum í hverfinu pláss í leikskólanum vegna þess að fjöldi barna var ítrekað vanáætlaður. Þess í stað er aukið álag lagt á fjölskyldur í Urriðaholti með vaxandi biðlistum um leikskólapláss. Nýtt hverfi var byggt upp með nýjum grunnskóla. En ungmenni á grunnskólaaldri, búsett í Urriðaholti, þurfa nú að sækja skóla í annað hverfi, því það er ekki pláss fyrir þau í Urriðaholtsskóla. Það þarf að halda áfram að byggja skólann til að takast á við fólksfjölgunina, nokkuð sem hefði ekki komið á óvart ef íbúafjölgun í Garðabæ væri ekki árlega vanáætluð. Stefna gegn íbúafjölgun Þegar vanáætlun er orðin að árlegu vandamáli hlýtur að vera hægt að segja að þetta sé stefna meirihlutans. Árlega vanáætlar meirihlutinn íbúafjölgun og leggur fram framkvæmdaáætlun sem mætir engan veginn raunverulegri þjónustuþörf í vaxandi samfélagi. Í sunnudagsræðum er talað um framúrskarandi þjónustu, og talað hátt. En framkvæmdaáætlanir sýna að það er ekki keppst við að mæta þessari jákvæðu þróun af neinum metnaði fyrir því að þjónusta nýja íbúa vel. Þessi staða endurspeglast í áliti bæjarbúa. Í nýlegri ánægjukönnun sveitarfélaga segja Garðbæingar að þjónustan sé að dala, sérstaklega að ánægja með grunnskóla Garðabæjar dali meðal bæjarbúa. Ánægjan með grunnskóla hefur verið gulleggið í umræðu um framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins og því þarf að taka þessa niðurstöðu alvarlega. Metnaðarleysi eða raunveruleg sýn? Yngra og stærra samfélag þarf ekki bara leik- og grunnskóla. Skipulag sveitarfélagsins og samgöngur þurfa líka að taka mið af þessum breytingum. Því miður hefur afturhald og gamaldags hugsunarháttur ráðið för í sýn meirihlutans á almenningssamgöngur. Strætó gengur stopult til og frá stórum hverfum. Í skipulaginu hefur samt verið lögð áhersla á uppbyggingu sem felur í sér dreifða byggð. Það skilar sér í lengri vegalengdum fyrir börn og ungmenni til að sækja þá þjónustu sem við viljum að þau sæki, eins og íþróttir og tómstundir. Þetta á sérstaklega við um tvö hverfi í Garðabæ, Urriðaholtið og Álftanesið. Ekki má gleyma því að Álftanesið tilheyrir Garðabæ og taka þarf betur utan um margt í þeirri sameiningu sveitarfélaga. Dulið markmið Er það kannski dulið markmið meirihlutans að laða að einsleitan hóp íbúa til Garðabæjar? Íbúa sem þurfa eða vilja litla þjónustu og setja kostnað ekki fyrir sig við val á búsetu. Íbúa sem er sama þó svo að leikskólagjöld séu hærri í Garðabæ en í nágrannasveitarfélögunum. Íbúa sem er sama þó Garðabær leggi ekki í sameiginlegan kostnað við almenningssamgöngur, heldur skipuleggi hverfi sem er eingöngu ætlað einkabílnum, líkt og í Garðahverfi þar sem almenningssamgöngur verða ekki í boði. Með þessum skipulagsákvörðunum er vegið að valfrelsi íbúanna með áþreifanlegum hætti. Íbúum skal stefnt í einkabílinn, ólíkt áætlunum nágrannasveitarfélaganna sem byggja á því að skapa öllum íbúum raunverulegt valfrelsi. Ekki bara valfrelsi um búsetu, heldur líka um frelsi til að velja þá leið til og frá vinnu, skóla, íþróttum og tómstundum sem henta hverjum best. Þetta er merkileg stefna meirihlutans í Garðabæ; að byggja dreift og halda þjónustustigi í sögulegu lágmarki. Eins og ársreikningur sveitarfélagsins gefur vel til kynna, þá skortir ekki fjárhagslega getu til að framkvæmda þrátt fyrir Covid áföll. Þvert á móti hefði verið hægt að blása til stórsóknar í framkvæmdum fyrr og vinna með fjárfestingaráætlun ríkisins, eins og Bjarni Benediktsson óskaði eftir, til að örva atvinnulífið. Þar hefði Garðabær getað lagt sitt að mörkum strax á síðasta ári. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúum í Garðabæ fjölgaði um 4,3% árið 2020, sem var mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er ánægjulegt að svo margir kjósi að búa í svo góðum bæ, sérstaklega að barnafjölskyldum fjölgar sem er gott og mikilvægt fyrir stækkandi samfélag. Garðabær hefur lengi haft þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að hópur eldri borgara hefur verið fjölmennari en í sambærilegum sveitarfélögum á meðan yngri aldurshópar hafa verið fámennari. Það sem er ekki eins ánægjulegt er að meirihlutinn í Garðabæ hefur ítrekað vanáætlað íbúafjölgun, til að ársreikningar líti betur út. Vanáætlaðar framkvæmdir Fjölgun barnafjölskyldna krefst framtíðarsýnar. Með réttum íbúaspám er hægt að sjá fyrir hvar skóinn muni kreppa í uppbyggingu grunnþjónustu. Fleiri börn kalla á fleiri pláss í leik- og grunnskólum. Fjölgun umfram áætlun kallar líka á aukið álag á nauðsynlega stoðþjónustu í fjölbreyttu samfélagi, sem vex ekki í samræmi við íbúafjölgun. Meirihlutinn í Garðabæ hefur ekki sýnt að hann geti horfst í augu við þessa þróun eða hafi metnað til að mæta fjölgun íbúa með aukinni þjónustu. Um þetta er hægt að nefna nokkur knýjandi dæmi. Leikskólapláss vantar í Urriðaholti, nýju hverfi sem verið er að byggja upp, vegna þess að meirihlutinn í Garðabæ kaus að skokka þegar þurfi að hlaupa. Hann getur ekki tryggt börnum í hverfinu pláss í leikskólanum vegna þess að fjöldi barna var ítrekað vanáætlaður. Þess í stað er aukið álag lagt á fjölskyldur í Urriðaholti með vaxandi biðlistum um leikskólapláss. Nýtt hverfi var byggt upp með nýjum grunnskóla. En ungmenni á grunnskólaaldri, búsett í Urriðaholti, þurfa nú að sækja skóla í annað hverfi, því það er ekki pláss fyrir þau í Urriðaholtsskóla. Það þarf að halda áfram að byggja skólann til að takast á við fólksfjölgunina, nokkuð sem hefði ekki komið á óvart ef íbúafjölgun í Garðabæ væri ekki árlega vanáætluð. Stefna gegn íbúafjölgun Þegar vanáætlun er orðin að árlegu vandamáli hlýtur að vera hægt að segja að þetta sé stefna meirihlutans. Árlega vanáætlar meirihlutinn íbúafjölgun og leggur fram framkvæmdaáætlun sem mætir engan veginn raunverulegri þjónustuþörf í vaxandi samfélagi. Í sunnudagsræðum er talað um framúrskarandi þjónustu, og talað hátt. En framkvæmdaáætlanir sýna að það er ekki keppst við að mæta þessari jákvæðu þróun af neinum metnaði fyrir því að þjónusta nýja íbúa vel. Þessi staða endurspeglast í áliti bæjarbúa. Í nýlegri ánægjukönnun sveitarfélaga segja Garðbæingar að þjónustan sé að dala, sérstaklega að ánægja með grunnskóla Garðabæjar dali meðal bæjarbúa. Ánægjan með grunnskóla hefur verið gulleggið í umræðu um framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins og því þarf að taka þessa niðurstöðu alvarlega. Metnaðarleysi eða raunveruleg sýn? Yngra og stærra samfélag þarf ekki bara leik- og grunnskóla. Skipulag sveitarfélagsins og samgöngur þurfa líka að taka mið af þessum breytingum. Því miður hefur afturhald og gamaldags hugsunarháttur ráðið för í sýn meirihlutans á almenningssamgöngur. Strætó gengur stopult til og frá stórum hverfum. Í skipulaginu hefur samt verið lögð áhersla á uppbyggingu sem felur í sér dreifða byggð. Það skilar sér í lengri vegalengdum fyrir börn og ungmenni til að sækja þá þjónustu sem við viljum að þau sæki, eins og íþróttir og tómstundir. Þetta á sérstaklega við um tvö hverfi í Garðabæ, Urriðaholtið og Álftanesið. Ekki má gleyma því að Álftanesið tilheyrir Garðabæ og taka þarf betur utan um margt í þeirri sameiningu sveitarfélaga. Dulið markmið Er það kannski dulið markmið meirihlutans að laða að einsleitan hóp íbúa til Garðabæjar? Íbúa sem þurfa eða vilja litla þjónustu og setja kostnað ekki fyrir sig við val á búsetu. Íbúa sem er sama þó svo að leikskólagjöld séu hærri í Garðabæ en í nágrannasveitarfélögunum. Íbúa sem er sama þó Garðabær leggi ekki í sameiginlegan kostnað við almenningssamgöngur, heldur skipuleggi hverfi sem er eingöngu ætlað einkabílnum, líkt og í Garðahverfi þar sem almenningssamgöngur verða ekki í boði. Með þessum skipulagsákvörðunum er vegið að valfrelsi íbúanna með áþreifanlegum hætti. Íbúum skal stefnt í einkabílinn, ólíkt áætlunum nágrannasveitarfélaganna sem byggja á því að skapa öllum íbúum raunverulegt valfrelsi. Ekki bara valfrelsi um búsetu, heldur líka um frelsi til að velja þá leið til og frá vinnu, skóla, íþróttum og tómstundum sem henta hverjum best. Þetta er merkileg stefna meirihlutans í Garðabæ; að byggja dreift og halda þjónustustigi í sögulegu lágmarki. Eins og ársreikningur sveitarfélagsins gefur vel til kynna, þá skortir ekki fjárhagslega getu til að framkvæmda þrátt fyrir Covid áföll. Þvert á móti hefði verið hægt að blása til stórsóknar í framkvæmdum fyrr og vinna með fjárfestingaráætlun ríkisins, eins og Bjarni Benediktsson óskaði eftir, til að örva atvinnulífið. Þar hefði Garðabær getað lagt sitt að mörkum strax á síðasta ári. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun