Er hægt að leysa leikskólavandann strax í dag? Kristófer Már Maronsson skrifar 24. mars 2021 07:01 Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar stendur: „Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla, auk þess að skoða aðgerðir til að fjölga dagforeldrum.” Ennþá eru þó um 740 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík og kjörtímabilið meira en hálfnað. En eru borgaryfirvöld í raun og veru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa vandann? Fögur fyrirheit mennta ekki börnin og annað foreldrið verður oft tekjulaust eftir fæðingarorlof vegna þess að það getur ekki haldið aftur til vinnu, með tilheyrandi vandamálum og streitu fyrir alla fjölskylduna. Það er auðvelt að minnka vandann Árið 2015 kom út skýrsla um raunkostnað við hvert leikskólapláss í Reykjavík. Raunkostnaður fyrir 1 árs gömul börn var um 225 þúsund krónur á mánuði. Á verðlagi dagsins í dag væru það u.þ.b. 257 þúsund krónur, en mig grunar að kostnaðurinn sé orðinn enn hærri þar sem að laun leikskólastarfsmanna hafa hækkað umfram verðlag frá 2015. Með fögrum fyrirheitum um að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássi eru borgaryfirvöld í raun og veru að segja að þau séu tilbúinn að borga þennan kostnað fyrir hvert og eitt barn, svo að öll þessi börn muni komast í leikskóla. En af hverju gera þau það þá ekki bara strax? Styrkir frá sveitarfélagi teljast ekki til tekna Í A-lið 7.gr. laga um tekjuskatt má finna eftirfarandi ákvæði: “Styrkir sem foreldrar eða forráðamenn barns fá frá sveitarfélagi til að annast barn heima, frá lokum fæðingarorlofs fram til þess að það hefur leikskólavistun eða grunnskólanám, teljast ekki til tekna hjá móttakanda.” Reykjavíkurborg gæti tekið upp á því strax í dag að bjóða 740 foreldrum mánaðarlega greiðslu til að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þangað til að barnið þeirra fær leikskólapláss. Greiðslan gæti verið t.d. 257 þúsund krónur. Þar sem slíkur styrkur telst ekki til tekna þá þarf enga skatta eða önnur gjöld að greiða af honum og engar skerðingar verða á bótum foreldranna og yrði því ráðstöfunartekjurnar þeirra hærri en sem styrknum nemur. Það munar um minna, sérstaklega fyrir tekjulága. Tvöfaldir biðlistar - foreldrar velja Hægt væri að taka upp tvöfalt biðlista kerfi. Foreldrar sem þurfa nauðsynlega leikskólapláss vegna aðstæðna gætu skráð sig á biðlista A og því komist fyrr að, á meðan aðrir sem vilja og geta verið lengur heima með barninu sínu fara á biðlista B. Börn yrðutekin inn eftir aldri, miðað við ársfjórðunga svo að börn fædd í janúar - mars yrðu öll komin inn á leikskóla áður en að börn fædd í apríl - júní byrja að komast inn o.s.frv. Þegar að röðin kemur að þínu barni, þá er ekki hægt að neita leikskólaplássi til að halda styrknum, heldur fer barnið á leikskóla eða þú missir styrkinn. Á meðan að borgaryfirvöld vinna að markmiði sínu að brúa bilið milli fæðingarorlofs (sem lýkur við 12 mánaða aldur) og leikskóla, þá er þetta að mínu mati álitleg lausn fyrir flesta sem má framkvæma mjög hratt. Svo gæti jafnvel komið á daginn að þetta sé betri lausn heldur en að tryggja leikskólapláss við 12 mánaða aldur fyrir öll börn, það verður örugglega eftirspurn hjá einhverjum hluta foreldra að vera heima aðeins lengur með krílunum sínum. Vilji er ekki nóg, það þarf að framkvæma Leikskólinn er partur af grunnþjónustu sveitarfélaganna og ætti því að vera forgangsmál að koma þeim málum í lag áður en að gæluverkefni komast á dagskrá, en því miður virðist það ekki vera raunin. Ég skora á borgaryfirvöld að klára málið fyrir sumarið - orð duga skammt ef framkvæmdin fylgir ekki á eftir. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Kristófer Már Maronsson Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar stendur: „Við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla, auk þess að skoða aðgerðir til að fjölga dagforeldrum.” Ennþá eru þó um 740 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík og kjörtímabilið meira en hálfnað. En eru borgaryfirvöld í raun og veru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa vandann? Fögur fyrirheit mennta ekki börnin og annað foreldrið verður oft tekjulaust eftir fæðingarorlof vegna þess að það getur ekki haldið aftur til vinnu, með tilheyrandi vandamálum og streitu fyrir alla fjölskylduna. Það er auðvelt að minnka vandann Árið 2015 kom út skýrsla um raunkostnað við hvert leikskólapláss í Reykjavík. Raunkostnaður fyrir 1 árs gömul börn var um 225 þúsund krónur á mánuði. Á verðlagi dagsins í dag væru það u.þ.b. 257 þúsund krónur, en mig grunar að kostnaðurinn sé orðinn enn hærri þar sem að laun leikskólastarfsmanna hafa hækkað umfram verðlag frá 2015. Með fögrum fyrirheitum um að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássi eru borgaryfirvöld í raun og veru að segja að þau séu tilbúinn að borga þennan kostnað fyrir hvert og eitt barn, svo að öll þessi börn muni komast í leikskóla. En af hverju gera þau það þá ekki bara strax? Styrkir frá sveitarfélagi teljast ekki til tekna Í A-lið 7.gr. laga um tekjuskatt má finna eftirfarandi ákvæði: “Styrkir sem foreldrar eða forráðamenn barns fá frá sveitarfélagi til að annast barn heima, frá lokum fæðingarorlofs fram til þess að það hefur leikskólavistun eða grunnskólanám, teljast ekki til tekna hjá móttakanda.” Reykjavíkurborg gæti tekið upp á því strax í dag að bjóða 740 foreldrum mánaðarlega greiðslu til að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þangað til að barnið þeirra fær leikskólapláss. Greiðslan gæti verið t.d. 257 þúsund krónur. Þar sem slíkur styrkur telst ekki til tekna þá þarf enga skatta eða önnur gjöld að greiða af honum og engar skerðingar verða á bótum foreldranna og yrði því ráðstöfunartekjurnar þeirra hærri en sem styrknum nemur. Það munar um minna, sérstaklega fyrir tekjulága. Tvöfaldir biðlistar - foreldrar velja Hægt væri að taka upp tvöfalt biðlista kerfi. Foreldrar sem þurfa nauðsynlega leikskólapláss vegna aðstæðna gætu skráð sig á biðlista A og því komist fyrr að, á meðan aðrir sem vilja og geta verið lengur heima með barninu sínu fara á biðlista B. Börn yrðutekin inn eftir aldri, miðað við ársfjórðunga svo að börn fædd í janúar - mars yrðu öll komin inn á leikskóla áður en að börn fædd í apríl - júní byrja að komast inn o.s.frv. Þegar að röðin kemur að þínu barni, þá er ekki hægt að neita leikskólaplássi til að halda styrknum, heldur fer barnið á leikskóla eða þú missir styrkinn. Á meðan að borgaryfirvöld vinna að markmiði sínu að brúa bilið milli fæðingarorlofs (sem lýkur við 12 mánaða aldur) og leikskóla, þá er þetta að mínu mati álitleg lausn fyrir flesta sem má framkvæma mjög hratt. Svo gæti jafnvel komið á daginn að þetta sé betri lausn heldur en að tryggja leikskólapláss við 12 mánaða aldur fyrir öll börn, það verður örugglega eftirspurn hjá einhverjum hluta foreldra að vera heima aðeins lengur með krílunum sínum. Vilji er ekki nóg, það þarf að framkvæma Leikskólinn er partur af grunnþjónustu sveitarfélaganna og ætti því að vera forgangsmál að koma þeim málum í lag áður en að gæluverkefni komast á dagskrá, en því miður virðist það ekki vera raunin. Ég skora á borgaryfirvöld að klára málið fyrir sumarið - orð duga skammt ef framkvæmdin fylgir ekki á eftir. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun