Búið að handtaka eltihrellinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 18:12 Svona var aðkoman á þriðjudagsmorgun þegar Svala Lind ætlaði að setjast upp í bílinn sinn. Maðurinn er grunaður um að hafa unnið skemmdarverkið. Karlmaður á þrítugsaldri, sem meðal annars er grunaður um frelsissviptingu og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, var handtekinn í dag. Hann hafði áður verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar 17. mars en sleppt eftir að héraðsdómur féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli en hann hefur stöðu sakbornings í fjölda mála sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur til meðferðar. Hann er til dæmis grunaður um að hafa með hótunum og ofbeldi frelsissvipt ungan mann í nóvember, sem hann grunaði um að hafa átt í tygjum við fyrrverandi kærustu sína. Héraðsdómur hafnaði í síðustu viku kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum. Lögregla kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu lögreglu. Rakið er í gæsluvarðhaldsúrskurðinum sem birtur var á vef Landsréttar í dag að maðurinn hafi verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar í Kópavogi 17. mars, þar sem hann hafi ruðst inn og látið ófriðlega. „Hey, 24 tímar“ Svala Lind Ægisdóttir, móðir unga mannsins sem maðurinn er grunaður um að hafa frelsissvipt, lýsti síðustu mánuðum í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöldi. Líkt og Svala lýsti, og rakið er í úrskurðinum, er maðurinn grunaður um að hafa stungið á hjólbarða á bíl hennar og unnið á honum skemmdarverk. Þá var honum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart bæði henni og syni hennar, sem hann er talinn hafa þverbrotið síðustu mánuði. Þá er því lýst í úrskurði héraðsdóms að Svala hafi fengið ítrekaðar símhringingar í mars frá einhverjum sem hún taldi vera manninn. Í eitt skipti hafi hún svarað símanum og aðilinn á hinni línunni sagt „Hey, 24 tímar“ og svo skellt á. Þá hafi hún um miðjan mars tekið upp símtöl frá manninum þar sem heyra má meintar hótanir, meðal annars: „Ég skal segja þér það að fjölskylda þín og allir sem tengjast þér missa lífið, bara að segja þér það.“ Greint var frá því í dag maðurinn hefði ekki enn gefið sig fram við lögreglu eftir að Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir við fréttastofu nú síðdegis að maðurinn hafi verið handtekinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ræddi málefni síbrotamanna í Reykjavík síðdegis í dag. Hún sagði meðal annars að á annan tug manna væru á síbrotalista lögreglu. Viðtalið við Huldu Elsu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27 „Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31 Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Mál mannsins hefur vakið mikla athygli en hann hefur stöðu sakbornings í fjölda mála sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur til meðferðar. Hann er til dæmis grunaður um að hafa með hótunum og ofbeldi frelsissvipt ungan mann í nóvember, sem hann grunaði um að hafa átt í tygjum við fyrrverandi kærustu sína. Héraðsdómur hafnaði í síðustu viku kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum. Lögregla kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu lögreglu. Rakið er í gæsluvarðhaldsúrskurðinum sem birtur var á vef Landsréttar í dag að maðurinn hafi verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar í Kópavogi 17. mars, þar sem hann hafi ruðst inn og látið ófriðlega. „Hey, 24 tímar“ Svala Lind Ægisdóttir, móðir unga mannsins sem maðurinn er grunaður um að hafa frelsissvipt, lýsti síðustu mánuðum í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöldi. Líkt og Svala lýsti, og rakið er í úrskurðinum, er maðurinn grunaður um að hafa stungið á hjólbarða á bíl hennar og unnið á honum skemmdarverk. Þá var honum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart bæði henni og syni hennar, sem hann er talinn hafa þverbrotið síðustu mánuði. Þá er því lýst í úrskurði héraðsdóms að Svala hafi fengið ítrekaðar símhringingar í mars frá einhverjum sem hún taldi vera manninn. Í eitt skipti hafi hún svarað símanum og aðilinn á hinni línunni sagt „Hey, 24 tímar“ og svo skellt á. Þá hafi hún um miðjan mars tekið upp símtöl frá manninum þar sem heyra má meintar hótanir, meðal annars: „Ég skal segja þér það að fjölskylda þín og allir sem tengjast þér missa lífið, bara að segja þér það.“ Greint var frá því í dag maðurinn hefði ekki enn gefið sig fram við lögreglu eftir að Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir við fréttastofu nú síðdegis að maðurinn hafi verið handtekinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ræddi málefni síbrotamanna í Reykjavík síðdegis í dag. Hún sagði meðal annars að á annan tug manna væru á síbrotalista lögreglu. Viðtalið við Huldu Elsu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27 „Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31 Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27
„Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31
Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07