Þetta staðfestir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík í samtali við Vísi. Hann segir að vindáttin hafi verið þannig að ákveðið hafi verið að rýma Krýsuvíkurskóla til að gæta fyllsta öryggis. Gasmælingar standa yfir á svæðinu.
Fulltrúar Rauða krossins eru í fjöldahjálparstöðinni og þangað geta þeir leitað sem þurfa aðstoð. Bogi segist ekki vita til þess að aðrir en þeir fjórtán sem voru í Krýsuvíkurskóla hafi leitað aðstoðar í fjöldahjálparstöðinni.