Uppfærum Ísland: Stafræn umbreyting eða dauði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2021 09:30 Þátturinn er frumsýndur á Vísi klukkan 10. Í tilefni af aðalfundi SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu frumsýna samtökin þátt undir yfirskriftinni Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði. Þátturinn verður frumsýndur á Vísi klukkan tíu í dag. Stafræn þróun, ásamt þróun til aukinnar sjálfbærni, er að mati samtakanna stærsta umbreytingaverkefni sem íslenskt atvinnulíf og vinnumarkaður standa frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskt samfélag í heild taki sig saman til að styðja þá umbreytingu, þar sem samkeppnishæfni þjóðarinnar og lífsgæði okkar allra eru undir. Í þættinum, sem kemur í stað árlegrar ráðstefnu SVÞ, er fjallað um áhrif stafrænnar umbreytingar, þau tækifæri og áskoranir sem í henni felast, stöðu íslensks atvinnulífs á því sviði og það verkefni sem við eigum fyrir höndum að uppfæra Ísland. Rætt verður við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar um áhrif stafrænnar umbreytingar fyrir íslenskt atvinnulíf, vinnumarkað og samfélag, hlutverk stjórnvalda í stuðningi við atvinnulífið á þessari vegferð og hvað íslensk stjórnvöld hyggjast gera á því sviði. Einnig verður rætt við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ og forstjóra Olís um stöðu íslensks atvinnulífs í stafrænni umbreytingu og nauðsynlegar aðgerðir. Frændþjóðir okkar á Norðurlöndunum eru undantekningarlaust í topp 10 sætunum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að stafrænni umbreytingu. Skyggnst verður inn í hvernig hlutirnir eru gerðir þar og rætt við fulltrúa Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um mikilvægi stuðnings stjórnvalda við atvinnulífið, hvað verið er að gera í viðkomandi landi o.fl. Viðmælendur frá Norðurlöndunum eru: Hanna Marttinen-Deakins, Senior Director, Digitalisation, Business Finland Jan Damsgaard, Professor við stafrænu deildina í Copenhagen Business School, fulltrúi í danska Disruption ráðinu og stjórnarmaður í SMV:Digital Lena Carlsson, Deputy Director General, Regeringskansliet, Infrastrukturdepartmentet (innviðaráðuneytið), Digital Society Division í Svíþjóð. Lena fer fyrir stafrænum stefnumálum sænsku ríkisstjórnarinnar. Paul Chaffey, Statssekretær, Kommunal- og moderniseringsdepartmentet, helsti ráðgjafi ráðherra stafrænna mála í Noregi Verslun Stafræn þróun Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Stafræn þróun, ásamt þróun til aukinnar sjálfbærni, er að mati samtakanna stærsta umbreytingaverkefni sem íslenskt atvinnulíf og vinnumarkaður standa frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskt samfélag í heild taki sig saman til að styðja þá umbreytingu, þar sem samkeppnishæfni þjóðarinnar og lífsgæði okkar allra eru undir. Í þættinum, sem kemur í stað árlegrar ráðstefnu SVÞ, er fjallað um áhrif stafrænnar umbreytingar, þau tækifæri og áskoranir sem í henni felast, stöðu íslensks atvinnulífs á því sviði og það verkefni sem við eigum fyrir höndum að uppfæra Ísland. Rætt verður við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar um áhrif stafrænnar umbreytingar fyrir íslenskt atvinnulíf, vinnumarkað og samfélag, hlutverk stjórnvalda í stuðningi við atvinnulífið á þessari vegferð og hvað íslensk stjórnvöld hyggjast gera á því sviði. Einnig verður rætt við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ og forstjóra Olís um stöðu íslensks atvinnulífs í stafrænni umbreytingu og nauðsynlegar aðgerðir. Frændþjóðir okkar á Norðurlöndunum eru undantekningarlaust í topp 10 sætunum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að stafrænni umbreytingu. Skyggnst verður inn í hvernig hlutirnir eru gerðir þar og rætt við fulltrúa Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um mikilvægi stuðnings stjórnvalda við atvinnulífið, hvað verið er að gera í viðkomandi landi o.fl. Viðmælendur frá Norðurlöndunum eru: Hanna Marttinen-Deakins, Senior Director, Digitalisation, Business Finland Jan Damsgaard, Professor við stafrænu deildina í Copenhagen Business School, fulltrúi í danska Disruption ráðinu og stjórnarmaður í SMV:Digital Lena Carlsson, Deputy Director General, Regeringskansliet, Infrastrukturdepartmentet (innviðaráðuneytið), Digital Society Division í Svíþjóð. Lena fer fyrir stafrænum stefnumálum sænsku ríkisstjórnarinnar. Paul Chaffey, Statssekretær, Kommunal- og moderniseringsdepartmentet, helsti ráðgjafi ráðherra stafrænna mála í Noregi
Verslun Stafræn þróun Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira