Innlent

Lögreglan beitti piparúða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögreglu barst tilkynning um rúðubrot í Breiðholti síðdegis í gær.
Lögreglu barst tilkynning um rúðubrot í Breiðholti síðdegis í gær. Vísir/Vilhelm

Lögregla beitti piparúða gegn manni í Breiðholti síðdegis í gær. Tilkynning hafði borist um rúðubrot á veitingastað í hverfinu og þegar lögregla kom á staðinn var hinn grunaði enn á vettvangi.

Lögregla segir í dagbók sinni í morgun að hann hafi ekki viljað hlýða fyrirmælum hennar og því hafi verið brugðið á það ráð að beita úðanum gegn honum og handtaka í kjölfarið. Maðurinn gisti fangageymslur í nótt.

Þá voru tveir aðrir handteknir í gærkvöldi fyrir eignaspjöll, annars vegar í miðbænum þar sem maður var handtekinn í verslun og hinsvegar í Hafnarfirði á ótilgreindum stað. Báðir fengu einnig að eyða nóttinni í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×