Innlent

„Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“

Birgir Olgeirsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm

Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili.

Bæjarfélögin Hornafjörður, Akureyri, Vestmannaeyjar og Fjarðabyggð sögðu öll upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimila fyrir mánuðum síðan þar sem framlög ríkisins dygðu ekki fyrir rekstrinum.

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið þvinga sig til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðamótum.

„Það er staðan að sveitarfélögin eru að taka ákvörðun fyrir sína parta að veita ekki þessa þjónusta. Þá þurfa þau eðlilega að taka ákvörðun um að segja upp sínum starfsmönnum. En um leið þarf ríkið auðvitað að auglýsa þessar stöður samkvæmt lögum þannig að það verði samfella í þjónustunni,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Fullyrt hefur verið að kjör séu lakari hjá ríkinu en sveitarfélögum.

„Ég hef ekkert séð um það sem rökstyður þá fullyrðingum. Það hefur mjög margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur.“


Tengdar fréttir

Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×