Að velja, eða ekki að velja, hvar þú býrð Ólafur Þór Gunnarsson og Rúnar Gíslason skrifa 12. mars 2021 08:00 Við erum ekki öll eins. Það er eitt af því mikilvægasta við mannlegt samfélag. Þess vegna þarf samfélagið að gera ráð fyrir breytileikanum og fagna honum. Eitt að því sem skilur okkur að er hvernig umhverfi við kjósum okkur. Við viljum sem dæmi ekki öll búa í borg, við viljum ekki öll búa í sveit og við viljum ekki öll búa í litlum þorpum. Enda væru þau þá ekki lengur lítill þorp! Allt okkar val og breytileiki fyllir mósaíkmyndina sem gerir okkur að fjölbreyttu og góðu samfélagi. Límið í myndina og undirstaðan skiptir gríðarlega miklu máli. Þegar við veljum að búa á ákveðnum stað er það oft í aðra röndina okkar löngun sem ræður en í hina getur það verið samfélagsleg þörf sem einhver þarf að uppfylla. Bóndinn sem velur að búa með sauðfé er ekki bara að velja stað fyrir sitt heimili heldur er hann um leið að tryggja okkur hinum aðgang að þeim afurðum sem hann framleiðir. Hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga er ekki bara að velja búsetu fyrir sig, heldur einnig að leggja sitt af mörkum til að aðrir geti búið þar líka. Háskólakennarinn sem velur að búa á Akureyri og kenna þar skiptir ekki bara máli fyrir sig og sína heldur samfélagið allt. Ofan á annað væri ömurlegt að allir byggju á sama stað, þó ekki væri nema vegna þess að á meðan sumir hafa góða nærveru þá hafa aðrir góða fjarveru! Til að allir okkar valkostir í lífinu gangi upp þarf samfélagið að spila með. Við þurfum að tryggja aðgengi að skólum og annarri nauðsynlegri þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að tryggja samgöngur þannig að fólkið sem velur aðra búsetu en borgina geti sótt þjónustu út fyrir sitt samfélag, þegar á þarf að halda. Við þurfum að jafna aðstöðu þeirra sem búa í þéttbýli og dreifbýli. Við þurfum að horfast í augu við það að um leið og það kann að vera dýrara í krónum að veita grunnþjónustu utan mesta þéttbýlisins eins og póstþjónustu, samgöngur, löggæslu, heilsugæslu, framhaldsnám og fleira, er það líka nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt til að við öll getum notið þess vals sem við viljum. Það er nefnilega þannig að um leið og ein tegund þjónustu hverfur úr einu byggðarlagi fækkar þeim sem hafa val um að búa þar, og val okkar sem búum ekki þar minnkar líka. Sem samfélag getum við ekki valið að hafa alla þjónustu alls staðar. En við getum valið að tryggja öllum aðgengi að þjónustu alls staðar. Þannig verða valkostir okkar allra um búsetu, líf og starf sem flestir. Við viljum öll vera á okkar eigin forsendum og þá verðum við líka að virða og skilja að forsendur annara eru ekki endilega þær sömu. Verum allskonar og verum allsstaðar! Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænnaRúnar Gíslason er félagi í Ungum vinstri grænum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum ekki öll eins. Það er eitt af því mikilvægasta við mannlegt samfélag. Þess vegna þarf samfélagið að gera ráð fyrir breytileikanum og fagna honum. Eitt að því sem skilur okkur að er hvernig umhverfi við kjósum okkur. Við viljum sem dæmi ekki öll búa í borg, við viljum ekki öll búa í sveit og við viljum ekki öll búa í litlum þorpum. Enda væru þau þá ekki lengur lítill þorp! Allt okkar val og breytileiki fyllir mósaíkmyndina sem gerir okkur að fjölbreyttu og góðu samfélagi. Límið í myndina og undirstaðan skiptir gríðarlega miklu máli. Þegar við veljum að búa á ákveðnum stað er það oft í aðra röndina okkar löngun sem ræður en í hina getur það verið samfélagsleg þörf sem einhver þarf að uppfylla. Bóndinn sem velur að búa með sauðfé er ekki bara að velja stað fyrir sitt heimili heldur er hann um leið að tryggja okkur hinum aðgang að þeim afurðum sem hann framleiðir. Hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga er ekki bara að velja búsetu fyrir sig, heldur einnig að leggja sitt af mörkum til að aðrir geti búið þar líka. Háskólakennarinn sem velur að búa á Akureyri og kenna þar skiptir ekki bara máli fyrir sig og sína heldur samfélagið allt. Ofan á annað væri ömurlegt að allir byggju á sama stað, þó ekki væri nema vegna þess að á meðan sumir hafa góða nærveru þá hafa aðrir góða fjarveru! Til að allir okkar valkostir í lífinu gangi upp þarf samfélagið að spila með. Við þurfum að tryggja aðgengi að skólum og annarri nauðsynlegri þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að tryggja samgöngur þannig að fólkið sem velur aðra búsetu en borgina geti sótt þjónustu út fyrir sitt samfélag, þegar á þarf að halda. Við þurfum að jafna aðstöðu þeirra sem búa í þéttbýli og dreifbýli. Við þurfum að horfast í augu við það að um leið og það kann að vera dýrara í krónum að veita grunnþjónustu utan mesta þéttbýlisins eins og póstþjónustu, samgöngur, löggæslu, heilsugæslu, framhaldsnám og fleira, er það líka nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt til að við öll getum notið þess vals sem við viljum. Það er nefnilega þannig að um leið og ein tegund þjónustu hverfur úr einu byggðarlagi fækkar þeim sem hafa val um að búa þar, og val okkar sem búum ekki þar minnkar líka. Sem samfélag getum við ekki valið að hafa alla þjónustu alls staðar. En við getum valið að tryggja öllum aðgengi að þjónustu alls staðar. Þannig verða valkostir okkar allra um búsetu, líf og starf sem flestir. Við viljum öll vera á okkar eigin forsendum og þá verðum við líka að virða og skilja að forsendur annara eru ekki endilega þær sömu. Verum allskonar og verum allsstaðar! Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænnaRúnar Gíslason er félagi í Ungum vinstri grænum
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun