Bæjarfulltrúar uppi á borðum Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 11. mars 2021 16:00 Stundum láta stórmál ekki mikið yfir sér. Þau virðast kannski ekkert sérstaklega merkileg við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð geta þau skipt gríðarlega miklu máli. Um þessar mundir standa yfir breytingar hjá Kópavogsbæ sem eru dæmi um slíkt látlaust stórmál. Bæjarbúar munu á næstunni geta nálgast upplýsingar um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ. Þetta hljómar kannski ekki merkilega, enda hafa reglur um slíka skráningu verið í gildi fyrir alþingismenn og borgarfulltrúa frá árinu 2009, en sveitarstjórnum er í sjálfsvald sett hvort þær setji sér slíkar reglur. Bæjarstjórn Kópavogs hefur nú loks stigið þetta tímabæra og mikilvæga skref í átt að auknu gagnsæi. Gagnsæi gagnast öllum Kópavogsbúar eiga rétt á vitneskju um það hvort bæjarfulltrúarnir þeirra hafi beinna hagsmuna að gæta þegar þeir taka ákvarðanir. Hvort þeir eigi nokkuð hlut í fyrirtækinu sem gerir stóran samning við Kópavogsbæ, sitji í stjórn samtaka sem fá óvænt háan styrk frá bænum eða eigi fasteignir sem margfaldast í verði eftir breytt deiliskipulag. Öll slík tengsl eiga að vera uppi á borðum. Þannig tryggjum við virkt aðhald, komum í veg fyrir hagsmunaárekstra og spornum gegn spillingu. Með auknu gagnsæi og minna laumuspili eykst jafnframt tiltrú og traust almennings til stjórnsýslunnar. Ítarlegt og heiðarlegt Bæjarfulltrúar munu þannig skrá öll launuð störf, fasteignir í þeirra eigu í bænum og stjórnarsetu í félögum. Þar er einnig gert ráð fyrir að fólk greini frá því ef það hefur fengið háar skuldir afskrifaðar eða fengið aðrar „ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottinn“ eins og það er orðað. Þar geta enda verið ríkir hagsmunir til staðar. Fengi kjörinn fulltrúi t.d. hátt seljendalán til að kaupa fjölmiðil, sem seljandinn myndi einhverra hluta vegna gefa eftir, ætti það að koma fram í hagsmunaskráningunni. Bæjarfulltrúi sem á inni stóran greiða hjá lánardrottni sínum gæti nefnilega seint talist hlutlaus þegar málefni gjafmilda seljandans væru annars vegar. Sem fyrr segir munu bæjarbúar geta nálgast þessar upplýsingar von bráðar með tilkomu nýrra reglna um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa sem bæjarstjórn samþykkti á dögunum. Með því verður Kópavogsbær opnari og heiðarlegri en nokkru sinni fyrr. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Stundum láta stórmál ekki mikið yfir sér. Þau virðast kannski ekkert sérstaklega merkileg við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð geta þau skipt gríðarlega miklu máli. Um þessar mundir standa yfir breytingar hjá Kópavogsbæ sem eru dæmi um slíkt látlaust stórmál. Bæjarbúar munu á næstunni geta nálgast upplýsingar um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ. Þetta hljómar kannski ekki merkilega, enda hafa reglur um slíka skráningu verið í gildi fyrir alþingismenn og borgarfulltrúa frá árinu 2009, en sveitarstjórnum er í sjálfsvald sett hvort þær setji sér slíkar reglur. Bæjarstjórn Kópavogs hefur nú loks stigið þetta tímabæra og mikilvæga skref í átt að auknu gagnsæi. Gagnsæi gagnast öllum Kópavogsbúar eiga rétt á vitneskju um það hvort bæjarfulltrúarnir þeirra hafi beinna hagsmuna að gæta þegar þeir taka ákvarðanir. Hvort þeir eigi nokkuð hlut í fyrirtækinu sem gerir stóran samning við Kópavogsbæ, sitji í stjórn samtaka sem fá óvænt háan styrk frá bænum eða eigi fasteignir sem margfaldast í verði eftir breytt deiliskipulag. Öll slík tengsl eiga að vera uppi á borðum. Þannig tryggjum við virkt aðhald, komum í veg fyrir hagsmunaárekstra og spornum gegn spillingu. Með auknu gagnsæi og minna laumuspili eykst jafnframt tiltrú og traust almennings til stjórnsýslunnar. Ítarlegt og heiðarlegt Bæjarfulltrúar munu þannig skrá öll launuð störf, fasteignir í þeirra eigu í bænum og stjórnarsetu í félögum. Þar er einnig gert ráð fyrir að fólk greini frá því ef það hefur fengið háar skuldir afskrifaðar eða fengið aðrar „ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottinn“ eins og það er orðað. Þar geta enda verið ríkir hagsmunir til staðar. Fengi kjörinn fulltrúi t.d. hátt seljendalán til að kaupa fjölmiðil, sem seljandinn myndi einhverra hluta vegna gefa eftir, ætti það að koma fram í hagsmunaskráningunni. Bæjarfulltrúi sem á inni stóran greiða hjá lánardrottni sínum gæti nefnilega seint talist hlutlaus þegar málefni gjafmilda seljandans væru annars vegar. Sem fyrr segir munu bæjarbúar geta nálgast þessar upplýsingar von bráðar með tilkomu nýrra reglna um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa sem bæjarstjórn samþykkti á dögunum. Með því verður Kópavogsbær opnari og heiðarlegri en nokkru sinni fyrr. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar