Breytt Suðurlandsbraut - hvers vegna sérrými? Pawel Bartoszek skrifar 11. mars 2021 07:00 Með Borgarlínunni mun Suðurlandsbrautin breytast. Í dag fer langstærsti hluti götunnar undir bíla og bílastæði. Á flestum stöðum eru: þrjár raðir af bílastæðum, tvær akreinar sem þjóna stæðunum og svo 2+2 vegur með reglulegum beygjuakreinum. Þá eru gangstéttir við verslanir syðst í götunni og göngu- og hjólastígar Laugardalsmegin. Með frumdrögum Borgarlínu er gert ráð að virkir ferðamátar fái meira pláss. Skoðaðar voru nokkrar útfærslur en eftirfarandi þversnið varð fyrir valinu: Svona umbreytingar kalla á spurningar og verður reynt að svara þeim hér: Þarf sérrými? Markmiðið með sérrýmunum er að auka flutningsgetu almenningssamgangna. Suðurlandsbraut er lykilflutningsleið Borgarlínu. Ef við værum bara að fjölga strætóleiðum á Suðurlandsbrautinni án þess að bæta flæði almenningssamgangna þeirra myndi það ekki skila sér í hraðari ferðatíma og ekki skila sér í fleiri farþegum. En með þessu móti fáum við 5 km sérrými frá Ártúnshöfð niður á Hlemm. Það verður alger bylting. Þurfa sérrýmin að vera í miðjunni? Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst Borgarlínann minnst af annarri umferð. Þannig verður Borgarlínan betri kostur í samkeppni við aðra ferðamáta, því notendur verða fljótari á leiðarenda en ella. Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst önnur umferð líka minnst. En af hverju er verið að taka burt aðrar akreinar? Út frá BRT-staðlinum er ekki krafa um að fækka akreinum, aðallega að sérrýmin séu til staðar. Nokkrar ástæður eru fyrir því að valin er þessi leið á Suðurlandsbrautinni. Í fyrsta lagi þyrfti annars að leggja veg inn í Laugardal. Umdeilanlegt er að það sé það besta nýting á landi. Í öðru lagi þá bætir það flæði gangandi vegfarenda yfir Suðurlandsbrautina og inn á Borgarlínustöðvarnar. Gatan verður meiri borgargata og minni hraðbraut. Eykur þetta ekki umferð á nálægum götum? Umferðarspár sýna að umferð í Reykjavík mun halda áfram að aukast. Ef ekkert verður að gert mun umferð á Suðurlandsbrautinni og í nálægum götum aukast. Nokkrar útfærslur voru skoðaðar. Umferðarlíkanið sýnir að útfærslan sem var valin heldur aftur að vexti umferðar í hverfinu. Með óbreyttu fyrirkomulagi verður umferðin á Reykjavegi 15.400 þúsund bílar á sólarhring eftir 4 ár en 11.300 með Borgarlínu og fækkun akreina. Þarf sérstakan hjólastíg sunnan meginn? Góðar hjólatengingar eru hluti af BRT-staðlinum. Umhverfið sunnan Suðurlandsbrautar er í dag töluvert bílmiðað. Mikið er af bílastæðum, bæði í einkaeigu og á borgarlandi. Þau þjóna auðvitað sínum tilgangi en það er sannarlega hægt að bæta borgarrýmið á þessum stað með betri og beinni tengingum fyrir gangandi og hjólandi. Að lokum Yfir það heila er breytt Suðurlandsbraut hryggjastykki í því samgöngukerfi sem Borgarlínan boðar. Breytingarnar eru margar hverjar róttækar og kalla eðlilega á umræður. Ég fagna þeim frjóu umræðum sem komnar eru um frumdrögin. Ástæða er til að hlakka til framhaldsins. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Pawel Bartoszek Reykjavík Samgöngur Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Með Borgarlínunni mun Suðurlandsbrautin breytast. Í dag fer langstærsti hluti götunnar undir bíla og bílastæði. Á flestum stöðum eru: þrjár raðir af bílastæðum, tvær akreinar sem þjóna stæðunum og svo 2+2 vegur með reglulegum beygjuakreinum. Þá eru gangstéttir við verslanir syðst í götunni og göngu- og hjólastígar Laugardalsmegin. Með frumdrögum Borgarlínu er gert ráð að virkir ferðamátar fái meira pláss. Skoðaðar voru nokkrar útfærslur en eftirfarandi þversnið varð fyrir valinu: Svona umbreytingar kalla á spurningar og verður reynt að svara þeim hér: Þarf sérrými? Markmiðið með sérrýmunum er að auka flutningsgetu almenningssamgangna. Suðurlandsbraut er lykilflutningsleið Borgarlínu. Ef við værum bara að fjölga strætóleiðum á Suðurlandsbrautinni án þess að bæta flæði almenningssamgangna þeirra myndi það ekki skila sér í hraðari ferðatíma og ekki skila sér í fleiri farþegum. En með þessu móti fáum við 5 km sérrými frá Ártúnshöfð niður á Hlemm. Það verður alger bylting. Þurfa sérrýmin að vera í miðjunni? Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst Borgarlínann minnst af annarri umferð. Þannig verður Borgarlínan betri kostur í samkeppni við aðra ferðamáta, því notendur verða fljótari á leiðarenda en ella. Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst önnur umferð líka minnst. En af hverju er verið að taka burt aðrar akreinar? Út frá BRT-staðlinum er ekki krafa um að fækka akreinum, aðallega að sérrýmin séu til staðar. Nokkrar ástæður eru fyrir því að valin er þessi leið á Suðurlandsbrautinni. Í fyrsta lagi þyrfti annars að leggja veg inn í Laugardal. Umdeilanlegt er að það sé það besta nýting á landi. Í öðru lagi þá bætir það flæði gangandi vegfarenda yfir Suðurlandsbrautina og inn á Borgarlínustöðvarnar. Gatan verður meiri borgargata og minni hraðbraut. Eykur þetta ekki umferð á nálægum götum? Umferðarspár sýna að umferð í Reykjavík mun halda áfram að aukast. Ef ekkert verður að gert mun umferð á Suðurlandsbrautinni og í nálægum götum aukast. Nokkrar útfærslur voru skoðaðar. Umferðarlíkanið sýnir að útfærslan sem var valin heldur aftur að vexti umferðar í hverfinu. Með óbreyttu fyrirkomulagi verður umferðin á Reykjavegi 15.400 þúsund bílar á sólarhring eftir 4 ár en 11.300 með Borgarlínu og fækkun akreina. Þarf sérstakan hjólastíg sunnan meginn? Góðar hjólatengingar eru hluti af BRT-staðlinum. Umhverfið sunnan Suðurlandsbrautar er í dag töluvert bílmiðað. Mikið er af bílastæðum, bæði í einkaeigu og á borgarlandi. Þau þjóna auðvitað sínum tilgangi en það er sannarlega hægt að bæta borgarrýmið á þessum stað með betri og beinni tengingum fyrir gangandi og hjólandi. Að lokum Yfir það heila er breytt Suðurlandsbraut hryggjastykki í því samgöngukerfi sem Borgarlínan boðar. Breytingarnar eru margar hverjar róttækar og kalla eðlilega á umræður. Ég fagna þeim frjóu umræðum sem komnar eru um frumdrögin. Ástæða er til að hlakka til framhaldsins. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun