Dómur yfir kvenréttindabaráttukonu stendur óhaggaður Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2021 16:59 Stjórnvöld í Sádi-Arabíu létu mikið með það þegar þau leyfðu konum að keyra árið 2018. Um sama leyti handtóku þau konur sem höfðu barist fyrir réttindum til að keyra bíl. Þau eru sökuð um að hafa pyntað nokkrar kvennanna. Vísir/EPA Dómstóll í Sádi-Arabíu hafnaði áfrýjun Loujain al-Hathloul, baráttukonu fyrir réttindum kvenna, á dómi sem hún hlaut fyrir meint hryðjuverkabrot. Hathloul var ein þeirra jafnréttissinna sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu tóku höndum árið 2018. Íslensk stjórnvöld voru í hópi ríkja sem lýstu áhyggjum af því að baráttufólk fyrir mannréttindum og jafnrétti auka blaðamenn sem gagnrýndu stjórnvöld sættu ofsóknum í Sádi-Arabíu á vettvangi mannrétttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hathloul var handtekin í maí árið 2018, örfáum vikum áður en Sádi-Arabía felldi úr gildi bann við því að konu ækju bíl. Hún hafði verið framarlega í baráttunni fyrir því að konur fengju réttinn til að keyra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Hathloul hafi verið á meðal um tólf annarra kvennréttindakvenna sem voru handteknar í aðgerðum Mohammeds bin Salman krónprins gegn andófsfólki í landinu. Sérstakur hryðjuverkadómstóll dæmdi Hathloul seka um að hafa „hvatt til breytinga á grundvallarstjórn ríkisins“ og að hafa „þjónað erlendri stefnu innan konungsdæmisins með aðstoð internetsins með það markmið að raska allsherjarreglu“. Dómari batt hluta fimm og hálfs árs fangelsisdóm hennar við skilorð. Hún á þó á hættu að vera stungið aftur í steininn fremji hún annan „glæp“ innan þriggja ára. Yfirvöld slepptu Hathloul úr fangelsi á reynslulausn í síðustu mánuði en hún hafði þá dúsað þrjú ár á bak við lás og skrá. Hún sætir enn fimm ára ferðabanni og öðrum takmörkunum á frelsi sínu. Hathloul heldur því statt og stöðugt fram að hún hafi engan glæp framið. Hún hefur jafnframt heitið því að ná fram réttlæti gagnvart embættismönnum sem hún sakar um að hafa pyntað sig í fangelsi. Mannréttindasamtök telja að sádi-arabísk stjórnvöld hafi látið pynta að minnsta kosti þrjár aðrar konu sem þau höfðu í haldi á sama tíma, þar á meðal með rafstuði, hýðingum og kynferðislegri áreitni. Sádi-arabísk stjórnvöld neita því að konurnar hafi sætt illri meðferð. Sádi-Arabía Jafnréttismál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Íslensk stjórnvöld voru í hópi ríkja sem lýstu áhyggjum af því að baráttufólk fyrir mannréttindum og jafnrétti auka blaðamenn sem gagnrýndu stjórnvöld sættu ofsóknum í Sádi-Arabíu á vettvangi mannrétttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hathloul var handtekin í maí árið 2018, örfáum vikum áður en Sádi-Arabía felldi úr gildi bann við því að konu ækju bíl. Hún hafði verið framarlega í baráttunni fyrir því að konur fengju réttinn til að keyra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Hathloul hafi verið á meðal um tólf annarra kvennréttindakvenna sem voru handteknar í aðgerðum Mohammeds bin Salman krónprins gegn andófsfólki í landinu. Sérstakur hryðjuverkadómstóll dæmdi Hathloul seka um að hafa „hvatt til breytinga á grundvallarstjórn ríkisins“ og að hafa „þjónað erlendri stefnu innan konungsdæmisins með aðstoð internetsins með það markmið að raska allsherjarreglu“. Dómari batt hluta fimm og hálfs árs fangelsisdóm hennar við skilorð. Hún á þó á hættu að vera stungið aftur í steininn fremji hún annan „glæp“ innan þriggja ára. Yfirvöld slepptu Hathloul úr fangelsi á reynslulausn í síðustu mánuði en hún hafði þá dúsað þrjú ár á bak við lás og skrá. Hún sætir enn fimm ára ferðabanni og öðrum takmörkunum á frelsi sínu. Hathloul heldur því statt og stöðugt fram að hún hafi engan glæp framið. Hún hefur jafnframt heitið því að ná fram réttlæti gagnvart embættismönnum sem hún sakar um að hafa pyntað sig í fangelsi. Mannréttindasamtök telja að sádi-arabísk stjórnvöld hafi látið pynta að minnsta kosti þrjár aðrar konu sem þau höfðu í haldi á sama tíma, þar á meðal með rafstuði, hýðingum og kynferðislegri áreitni. Sádi-arabísk stjórnvöld neita því að konurnar hafi sætt illri meðferð.
Sádi-Arabía Jafnréttismál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira